Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Page 38

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Page 38
38 Páll Zóphóníasson, tæknifræðingur var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum 1976 til 1982. Páll kom til starfa fyrir Vestmannaeyjabæ sem bæjartæknifræðingur í byrjun árs 1972. Ári síðar reyndi mikið á hann þegar eldgos braust út á Heimaey 1973. ,,Ég var bæjartæknifræðingur þegar gosið hófst og tók fljótlega við sem annar af tveimur framkvæmdastjórum Viðlagasjóðs í Vestmannaeyjum, hinn var Guðmundur Karlsson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar. Haustið 1973 þegar Vestmannaeyjabær tók aftur við stjórn bæjarins hætti ég hjá Viðlagasjóði og tók aftur við sem bæjar- tæknifræðingur. Sigfinnur Sigurðsson var ráðinn bæj- arstjóri 1975. Þegar honum var sagt fyrirvaralaust upp störfum af bæjarstjórn Vestmannaeyja 31. janúar 1976, var ég beðinn um að taka við tímabundið, þar sem ég var talinn vera inni í flestu sem gerst hafði í gosinu og uppbyggingunni á eftir,” segir Páll sem í framhaldinu var ráðinn bæjarstjóri út kjörtímabilið sem lauk vorið 1978. ,,Ég var ráðinn bæjarstjóri af vinstri flokkunum með stuðningi tveggja sjálfstæðismanna en tveir sjálfstæði- menn greiddu atkvæði á móti ráðningu minni. Eftir kosningarnar 1978 náðu vinstri menn aftur hreinum meirihluta og ég hélt áfram sem bæjastjóri út kjörtíma- bilið. Þegar vinstri menn tapa meirihlutanum til sjálf- stæðismanna 1982 er starfskrafta minna ekki lengur óskað og Ólafur Elísson er ráðinn bæjarstjóri,” segir Páll sem gjarnan hefði viljað halda áfram. valdi milli teiknistofunnar og bæjarstjórastólsins Eftir að Páll hætti hjá Vestmannaeyjabæ stofnaði hann Teiknistofu Páls Zóphóníassonar, sem er ráðgjafa- verkfræðistofa. Páll átti stofuna einn fyrstu árin en síðar gengu Björgvin Björgvinsson og Sigurjón Pálsson tæknifræðingar til liðs við stofuna og starfa þar enn í dag. Eva Andersen tækniteiknari var einnig hlutahafi meðan hún var í starfi en hún hætti fyrir sex árum. ,,Mér var boðið að koma aftur sem bæjastjóri þegar vinstri flokkarnir komust í meirihluta 1986. Þá hafði ég rekið Teiknistofuna í fjögur ár og þurfti að velja milli þess að verða hugsanlega atvinnulaus eftir fjögur ár eða halda áfram með Teiknistofuna. Ég samþykkti að gegna starfi bæjarstjóra þangað til nýr tæki við. Arnaldur Bjarnason tók svo við sem bæjar- stjóri um haustið,” segir Páll sem gladdist þegar honum var boðinn bæjarstjórastóllinn enda hafði samstarfið við bæjarstjórn verið gott. ,,Stjórnun bæjarfélags veltur ekki á einum manni. Hún veltur á pólitískri samstöðu, trausti og sameigin- legri sýn um velferð bæjarbúa. Mér fannst það vera mitt hlutverk að efla eldmóð starfsmanna og vinna fyrir alla bæjarbúa en ekki í mínum verkahring að halda saman pólitíkusunum,” segir Páll sem segist hafa verið heppinn með samstarfsfólk og gengið vel að vinna með flestum bæjarfulltrúum. ,,Verkefnin voru krefjandi og stór en uppbyggingin eftir eldgosið 1973 og félagslegar umbætur voru þau stærstu. Það kom sér vel að eiga góða konu, Áslaugu Hermannsdóttur, sem stóð með mér í öllum þeim pólitísku væringum sem fylgdu starfinu. Hún tók oftar nærri sér umræðu og gagnrýni á mín störf en ég. Starfið tók allan minn tíma og á sex árum fór ég einu sinni í almennilegt sumarfrí,” segir Páll en saman eiga þau Ás- laug þrjú börn, Zóphónías vélstjóra, Sigríði iðnhönnuð og Sif landslagsarkitekt. Í forystuHlutverki Á örlagatÍmum Í sögu vestmannaeyja 1972 Guðrún ErlInGSDÓttIr gudrun.erlingsdottir@gmail.com Páll Zóphóníasson, fékk ærin verkefni sem bæjartæknifræðingur í gosinu. Sem slíkur kom hann mikið að uppbyggingu bæjarins og sem bæjarstjóri 1976 til 1982. (Mynd: Sigurgeir Jónasson)

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.