Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Blaðsíða 27
27
1951. Frá 15. apríl til 20. maí spiluðum við 35 kvöld í röð
fyrir fullu húsi enda komu á þriðja þúsund manns að
vinna í Eyjum á vertíðum,” segir Sigurður og bætir við
að þetta hafi verið stórkostlegur tími en mikil törn.
,,Það var mikil samkeppni milli Alþýðuhússins sem
hafði vinninginn framan af og Hallarinnar sem fékk
mikið af tónlistarmönnum frá Reykjavík. Þar spiluðu
m.a. Guðmundur Norðdal, Árni Ísleifs, Höskuldur
Þórhallsson, Bragi Einarsson, Svavar Gests, Rútur
Hannesson, Guðni Guðnason og Sigurður Þórarinsson
frá Gjábakka. Í Eyjum sungu líka Haukur Morthens
og Alfreð Clausen segir Sigurður en spilamennskan í
Alþýðuhúsinu sem stóð yfir í
samfellt tvö ár reyndi mikið
á. Hljómsveitin hætti að spila
á Café Stjörnunni þegar Har-
aldur flutti frá Eyjum.
,,Gullaldarár djassins í Eyj-
um 49 til 52 eru ógleymanleg.
HG sextettinn spilaði m.a. í
Austurbæjarbíói á djasstón-
leikum fyrst hljómsveita af
landsbyggðinni og fékk góða
dóma. Djassklúbbur var stofn-
aður í Eyjum, stórhuga félags-
menn keyptu lóðina, Heiðar-
veg 7 og létu teikna þar hús.
Ekkert varð úr byggingarfram-
kvæmdum og klúbburinn
hætti eftir nokkur ár,” segir
Sigurður sem hóf að spila
aftur í Höllinni 1953 og með
honum Árni Elfar, Gísli Brynj-
ólfsson, Aðalsteinn Brynj-
úlfsson, Gísla Bryngeirsson,
Guðni Hermansen og Viðar
Alfreðsson á trompet.
Hljómsveit guðjóns
pálssonar, alltaf fyrst
með nýju lögin
,,Þegar Guðjón Pálsson flutti
til Eyja 1955 var stofnuð hljómsveit Guðjóns Páls-
sonar, sem spilaði djass og rokk. Auk Guðjóns og mín
voru í hljómsveitinni, Gíslarnir, Guðni Hermannsen
og Aðalsteinn Brynjólfsson. Við spiluðum í Þórskaffi
og héldum böll út um allt land. Samkeppnin var hörð
milli Hljómsveitar Svavars Gests, KK og Hljómsveitar
Guðjóns Pálssonar,” segir Sigurður og nefnir að söngv-
ari hljómsveitarinnar Erling Ágússon hafi verið mikill
tæknigaur og náð frá Steinstöðum, kanasjónvarpi og
Radio Luxemburg.
,,Erling pikkaði upp 10 vinsælustu lögin og setti texta
við sum þeirra. Við vorum alltaf fyrstir með nýju lögin
og Hljómsveit Guðjóns Pálssonar spilaði lögin á böllum
á meðan aðrar hljómsveitir biðu eftir nótum í pósti er-
lendis frá,” segir Sigurður sem skynjaði upp úr 1962 að
eitthvað lægi í loftinu.
logar og nýir straumar taka við af djassinum
,,Upphaflega var lítið að hafa af djasslögum. Eitt og eitt
heyrðist í útvarpinu á laugardagskvöldum og niðri í bæ
náðum við lítilli útvarpsstöð á austurströnd Banda-
ríkjanna sem spilaði djass. Erling og Guðjón fluttu úr
bænum og upp úr 1962 hættir djassinn í Eyjum þegar
aðrir straumar tóku við og Logar skutust upp á stjörnu-
himininn,” segir Sigurður og bætir við að líf hafi komið
í djassinn um 1980 með Hallarlundi og Mylluhól. Djass-
inn gekk svo í endurnýjaða lífdaga 1992 með Dögum lita
og tóna, sem áttu að verða einir minningartónleikar
um Guðna Hermansen en lifðu til 2011,” segir Sigurður
sem hætti að spila á Dögum lita og tóna 1999. Sigurður
minnist þess að á sunnudagskvöldi Daga lita og tóna
hafi verið haldið djammsession þar sem allir spiluðu
eins og þá listi. Úr þessu hafi orðið einn spuni þar sem
menn spiluðu fyrir sig sjálfa og skemmtu sér vel,” segir
Sigurður sem telur að djass sé sáluhjálparatriði sem fái
þá sem hlusta, til að líða betur.
Hljómsveit Guðjóns Pálssonar, frá vinstri,
Guðni Hermansen, Aðalsteinn Brynjúlfsson,
Sigurður Guðmundsson, Gísli Bryngeirsson,
Guðjón Pálsson og Erling Ágústsson.
G.H. sextettinn í kringum 1959. Aftari röð
frá vinstri, Aðalsteinn Brynjúlfsson bassi, Jón
Stefánsson söngvari, Huginn Sveinbjörnsson,
klarinett. Fremri röð, Valgeir Sveinbjörnsson,
gítar, stofnandi sextettsins Guðni Hermansen
tenórsax og Sigurjón Jónsson trommur.