Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Blaðsíða 9
9 Með hátíðarfundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja þann 22. nóvember 2018 má segja að afmælishátíð vegna 100 ára afmælis kaupstaðarréttinda Vest- mannaeyjabæjar hafi hafist. Á þeim fundi var minnst þess að 100 ár voru liðin frá því að kon- ungur staðfesti lög frá Alþingi 30. maí 1918 um kaupstaðarréttindi til handa Vestmannaeyjabæ. Sérstök nefnd sem skipuð var í tilefni afmælisins kynnti metnaðarfulla og spennandi dagskrá sem dreifist yfir afmælisárið. Við höfum nú þegar fengið að njóta margra viðburða sem kynntir voru, má þar m.a. nefna sýningu á verkum Jóhannesar Kjarvals, myndlistasýningu nemenda GRV, kvikmyndahátíð, bæjarstjórnarfund unga fólksins og hátíðarfund bæjarstjórnar 14. febrúar sl. en þá voru 100 ár frá fyrsta bæjarstjórnarfundi. Á þeim tveimur hátíðar- fundum í tilefni afmælisins hef ég annars vegar far- ið yfir aðdraganda þess að Vestmannaeyjabær hlaut kaupstaðarréttindi og hins vegar farið yfir sögu samfélags og atvinnulífs Vestmannaeyja síðustu hundrað árin. Í dag bætist svo í glæsilega dagskrá þegar metnaðarfullt afmælisrit kemur út þar sem stiklað er á stóru í sögu Vestmannaeyjabæjar ásamt viðtölum og ljósmyndum, en efst í huga er stolt og þakklæti. Á 100 ára afmælisárinu erum við minnt á það hvað við eigum mikið undir útgerð, fiskvinnslu og þjón- ustu við þessar greinar. Samgöngur eru okkur mik- ilvægar nú eins og síðastliðin hundrað ár og verða það alltaf. Nú er ný ferja komin sem á að þjónustu okkur á sjó og horfum við til þess að væntingar um bættar samgöngur í Landeyjarhöfn rætist. Með betri samgöngum getur ferðaþjónustan orðið heilsárs at- vinnugrein, en það mundi styrkja samfélagið í heild sinni. Sem betur fer eru líka næg tækifæri til að gleðjast yfir og í því samhengi langar mig að nefna þrennt að þessu sinni. Á árinu opnaði Sea Life Trust glæsilega gestastofu fyrir mjaldra og björgunarmið- stöð fyrir lunda og önnur sjávardýr sem áður voru íbúar Sæheima. Á árinu opnaði HS veitur formlega sjóvarmadælustöð þar sem 6-11 gráðu heitur sjór er notaður sem varmagjafi stöðvarinnar til húshitunar og í dag er stöðin næst stærsta sjóvarmadælustöð í heiminum. Síðast en ekki síst vil ég nefna að í fyrsta sinn í sögu Vestmannaeyjabæjar höfum við konu sem bæjarstjóra. næg tækifæri til að gleðjast Elís Jónsson forseti bæjarstjórnar Við óskum Vestmanna eyjabæ til hamingju með 100 ára kaupstaðarafmælið! Útibú Vestmannaeyjum 440 2480
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.