Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Blaðsíða 9
9
Með hátíðarfundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja
þann 22. nóvember 2018 má segja að afmælishátíð
vegna 100 ára afmælis kaupstaðarréttinda Vest-
mannaeyjabæjar hafi hafist. Á þeim fundi var
minnst þess að 100 ár voru liðin frá því að kon-
ungur staðfesti lög frá Alþingi 30. maí 1918 um
kaupstaðarréttindi til handa Vestmannaeyjabæ.
Sérstök nefnd sem skipuð var í tilefni afmælisins
kynnti metnaðarfulla og spennandi dagskrá sem
dreifist yfir afmælisárið. Við höfum nú þegar fengið
að njóta margra viðburða sem kynntir voru, má þar
m.a. nefna sýningu á verkum Jóhannesar Kjarvals,
myndlistasýningu nemenda GRV, kvikmyndahátíð,
bæjarstjórnarfund unga fólksins og hátíðarfund
bæjarstjórnar 14. febrúar sl. en þá voru 100 ár frá
fyrsta bæjarstjórnarfundi. Á þeim tveimur hátíðar-
fundum í tilefni afmælisins hef ég annars vegar far-
ið yfir aðdraganda þess að Vestmannaeyjabær hlaut
kaupstaðarréttindi og hins vegar farið yfir sögu
samfélags og atvinnulífs Vestmannaeyja síðustu
hundrað árin. Í dag bætist svo í glæsilega dagskrá
þegar metnaðarfullt afmælisrit kemur út þar sem
stiklað er á stóru í sögu Vestmannaeyjabæjar ásamt
viðtölum og ljósmyndum, en efst í huga er stolt og
þakklæti.
Á 100 ára afmælisárinu erum við minnt á það hvað
við eigum mikið undir útgerð, fiskvinnslu og þjón-
ustu við þessar greinar. Samgöngur eru okkur mik-
ilvægar nú eins og síðastliðin hundrað ár og verða
það alltaf. Nú er ný ferja komin sem á að þjónustu
okkur á sjó og horfum við til þess að væntingar um
bættar samgöngur í Landeyjarhöfn rætist. Með betri
samgöngum getur ferðaþjónustan orðið heilsárs at-
vinnugrein, en það mundi styrkja samfélagið í heild
sinni.
Sem betur fer eru líka næg tækifæri til að gleðjast
yfir og í því samhengi langar mig að nefna þrennt
að þessu sinni. Á árinu opnaði Sea Life Trust
glæsilega gestastofu fyrir mjaldra og björgunarmið-
stöð fyrir lunda og önnur sjávardýr sem áður voru
íbúar Sæheima. Á árinu opnaði HS veitur formlega
sjóvarmadælustöð þar sem 6-11 gráðu heitur sjór er
notaður sem varmagjafi stöðvarinnar til húshitunar
og í dag er stöðin næst stærsta sjóvarmadælustöð í
heiminum. Síðast en ekki síst vil ég nefna að í fyrsta
sinn í sögu Vestmannaeyjabæjar höfum við konu
sem bæjarstjóra.
næg tækifæri
til að gleðjast
Elís Jónsson
forseti bæjarstjórnar
Við óskum Vestmanna eyjabæ til hamingju
með 100 ára kaupstaðarafmælið!
Útibú Vestmannaeyjum 440 2480