Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Qupperneq 65
65
reynslunni sem hann öðlaðist í bæjarstjórnartíð sinni
á heimaslóðum í Vestmannaeyjum.
tókst að verja sjóði sveitarfélagsins
,,Það hafði verið erfitt árferði í Eyjum síðustu 18 árin
áður en ég tók við rekstri Vestmannaeyjabæjar. Stöðug
fólksfækkun, þungur rekstur og erfiður fjárhagur.
Brandarinn sem gekk á þessum árum að sá sem færi
síðastur úr Eyjum þyrfti að slökkva ljósin var í raun
ekki brandari. Spárnar um að við yrðum hugsanlega að
sætta okkur við að fara niður í 3500 íbúa eða verða jafn-
vel sumarhúsabyggð hefði allt eins getað ræst,“ segir
Elliði sem tekur fram að á kjörtímabilinu 2002 til 2006
hafi margar erfiðar og þungar ákvarðanir verið teknar
og reksturinn trimmaður niður.
,,Það skipti auðvitað máli að hér varð fjármálahrun
árið 2008 og það er svolítið sérstakt að reka sveitarfélag
í slíkum aðstæðum. Árið 2007 seljum við hlut Vest-
mannaeyjabæjar í Hitaveitu Suðurnesja og sem betur
fer tókst að verja alla sjóði sveitarfélagsins í hruninu.
Fljótlega breyttust ytri skilyrði til batnaðar og það fór að
ára vel í sjávarútvegi. Það er eðli sjávarplássa að fylgja
upp- og niðursveiflum í sjávarútvegi. Mitt fyrsta verk
sem bæjarstjóri var að taka lán svo hægt væri að greiða
út laun,“ segir Elliði sem minnir að þetta hafi verið eina
lánið sem hann skrifaði undir sem bæjarstjóri.
,,Þegar ég hætti skilaði Sjálfstæðisflokkurinn sveitar-
félaginu í allt öðru formi en við tókum við. Ég tel að
það sé erfiðara að stjórna sveitarfélagi í góðu árferði en
slæmu. Þenslu-faktorinn er meiri þegar vel árar. Það er
enginn sérstakur áhugi hjá kjósendum sem beðið hafa
eftir betra árferði að bíða lengur eftir úrbótum,“ segir
Elliði sem telur að þá verði stjórnendur sveitarfélaga að
standa á báðum fótum á úttektarbremsunni.
,,Fjármagn vegna sölu á eignum og jákvæð ytri skilyrði
eru einskipt. Þeim einstaklingum sem treyst er til þess
að fara með opinbert fé er ekki heimilt að ráðstafa því
sem pólitísku eyðslufé. Þegar vel árar þarf að hagræða
í rekstri sveitarfélaga. Ég er stoltur af því að hafa greitt
upp lán í minni bæjarstjórnartíð og skilað bænum
nánast skuldlausum í stóru myndinni,“ segir Elliði sem
tekur það fram að mikill einhugur hafi verið hjá öllum
bæjarfulltrúum að fara skynsamlega með fé og sólunda
því ekki í gæluverkefni.
ekki eins manns verk að leiða sveitarfélag
,,Það er ekki eins manns verk að leiða sveitarfélag.
Það er samvinnuverkefni meiri- og minnihluta. Ég er
stoltur af því hversu gott samstarf og traust var á milli
meiri- og minnihluta og embættismanna Vestmanna-
eyjabæjar á þeim tíma sem ég sat í stóli bæjarstjóra. Ég
er líka stoltur af þeirri viðhorfsbreytingu sem varð í
Vestmannaeyjum. Við hættum að barma okkur, bárum
höfuðið hátt, fengum rödd og það er kannski það sem
stendur að lokum upp úr,“ segir Elliði sem telur upp
nokkrar verklegar framkvæmdir sem að hans mati
tókust vel.
,,Eldheimar tókust ævintýralega vel, fjölnota íþrótta-
húsið, Skipalyftan, útivistarsvæði sundlaugarinnar,
Fiskiðjan og mjaldraverkefnið með beluga hvölunum
eru dæmi um vel heppnaðar framkvæmdir,“ segir Elliði
og bætir við að samgöngumál hafi verið rauður og erf-
iður þráður þau ár sem hann var í Ráðhúsinu.
,,Það reyndi oft verulega á, við réðum engu um
þá ákvörðun að ráðist var í gerð Landeyjahafnar né
hvernig hún var gerð. Hún lenti í fanginu á okkur og
það var okkar að verja verkefnið. Það gerðum við og
öxluðum ábyrgð á þessu samfélagslega mikilvæga verk-
efni,“ segir Elliði sem fannst margir hlaupast full hratt
undan merkum þegar á reyndi. Hann telur framtíð
Vestmannaeyja felast í greiðari samgöngum en sigling
til Þorlákshafnar bjóði upp á og er þakklátur þeirri sam-
stöðu sem ríkti í bæjarstjórn frá upphafi. Elliði segist
þess fullviss að ef hraðskreiðara og eitthvað örlítið
stærra skip en núverandi Herjólfur hefði verið keypt
eða smíðað, hefðu aldrei verið farnar fleiri en tvær til
þrjár ferðir á dag í Þorlákshöfn.
,,Ég hef gert mörg mistök“
,,Ég hef alla tíð gefið sjálfum mér fullt svigrúm til að gera
mistök. Ég hef gert mörg mistök sem stafar oftast af því
að ég er mikill keppnismaður. Mér hættir til að búa til
átök þar sem þeirra er ekki þörf. Ég sé eftir átökum þar
sem fólki hefur sviðið eða liðið illa af mínum völdum.
Einnig átökum sem hefði verið hægt að komast hjá
ef keppnisskapið hefði ekki hlaupið með mig í gönur
en nú vinn ég að því að breyta þessu,“ segir Elliði sem
hefði helst viljað fylgja yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á
Herjólfi úr hlaði.
,,Ég var svo heppinn að fá til liðs við mig hæfileikaríkt
fólk í Herjólfsverkefnið sem gaf vinnu sína og tíma til
þess að tryggja að Vestmanneyjabær tæki við rekstri
Herjólfs. Mér fannst vont að skilja félaga mína eftir
en það kemur maður í manns stað. Ég var einstaklega
gæfusamur að í kringum mig valdist gott fólk bæði
í embættismannakerfinu sem og pólitíkusar allra
flokka,“ segir Elliði sem hlakkar til komandi verkefna
og uppbyggingar í Ölfusi og að eiga fleiri samveru-
stundir í sumar með eiginkonunni Bertu og börnunum
Nökkva Dan og Bjarteyju Bríet.
Friðrik Stefánsson tekur við blómum fyrir hönd
Krafts í kringum Ísland, úr hendi Elliða bæja-
stjóra á Goslokahátíð 2008.
(Mynd: Sigurgeir Jónasson)