Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Qupperneq 29

Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Qupperneq 29
29 bendir á að ákveðið hefði verið að Dagar lita og tóna, yrði tónlistar- og myndlistarviðburður. Hóað hafi verið í gamla spilafélaga úr Eyjum og ofan af landi sem tóku með sér kunningja úr bransanum. Dagar lita og tóna hafi tekist svo vel að ákveðið var að endurtaka þá að ári og þannig gekk það í 20 ár. tónlistar- og myndlistarveisla á hvítasunnu ,,Dagar lita og tóna voru alltaf um hvítasunnuhelgi í Akóges. Þeir opnuðu með myndlistarsýningu á fimmtudegi og djassinn var spilaður frá föstudegi til sunnudags. Fyrstu árin voru þátttakendur mikið til eldri tónlistarmenn sem hættir voru að vinna og tóku ekkert fyrir að spila en fengu uppihald og ferðir greidd- ar. Við fengum smá styrk frá menntamálaráðuneytinu og sluppum þannig fyrir horn fjárhagslega með hátíð- ina. Margir ungir tónlistarmenn sem voru að stíga sín fyrstu spor en eru nú framarlega í tónlistar- og djass- senunni báðu um að fá að spila eða syngja á Dögum lita og tóna, og komu jafnvel opinberlega fyrst fram þar,“ segir Ingi Tómas og bætir við að með tímanum hafi þetta þróast frá sjálfboðavinnu yfir í að greiða þurfti tónlistarmönnum sem höfðu lifibrauð af tónlistinni laun. ,,Á 20 árum þynntist hópurinn sem stóð að Dögum lita og tóna, út. Sumir fluttu úr bænum, aðrir féllu frá og nú síðast Hermann Einarsson sem hélt vel til haga öllum gögnum tengdum hátíðinni. Í byrjun var fullt út úr dyrum í Akóges. Þar mætti fastur kjarni ár eftir ár til að hlusta. Það var líka stór hluti sem mætti sem okkur grunaði að væru ekki beint djassunnendur. Þegar Dagar lita og tóna byrjuðu voru ekki margir staðir sem máttu hafa opið á þessum tíma vegna ákvæða um helgidaga. Þegar það breyttist dró hægt og sígandi úr aðsókn,“ seg- ir Ingi Tómas og bendir á að á tímabili hafi djassenan verið mjög öflug á Íslandi. Það þýddi ekkert fyrir Eyja- menn að kvarta yfir aðsókn á tónleika, því aðsóknin hér a.m.k. miðað við höfðatölu var mun betri en í Reykja- vík. meira framboð en eftirspurn fyrstu árin ,,Það myndaðist mikil nánd og klúbbastemning í Akó- ges sem gerði það að verkum að margir vildu koma og spila. Fyrstu árin var meira framboð af tónlistar- mönnum en eftirspurn. Til þess að koma til móts við þá sem lögðu hönd á plóg bauð Hermann Einarsson í humarsúpu sem hann útbjó sjálfur og svartfuglsegg í Akóges í hádeginu á hvítasunnudag,“ segir Ingi Tómas og bætir við að með tónlistarmenntuðum músíköntum og meiri hljóðgræjum hafi krafan um að nýta salinn í Akóges til æfinga og stillinga á hljóðkerfum að deg- inum til ýtt myndlistarsýningunum út. Margir þekktir listamenn hafi sýnt myndlistarverk sína á hátíðinni og undir lokin hafi Dagar lita og tóna, staðið yfir í tvo daga. Ingi Tómas er tregur til þess að telja upp þá sem komu að hátíðinni fyrir utan hópinn í Eyjum. Fyrir þrábeiðni blaðamanns nefnir hann nokkra sem fyrstir koma upp í hugann af meginlandinu. ,,Árni Elfar kom á hverja einustu hátíð, spilaði á öll hljóðfæri og hjálpaði til við undirbúning auk þess stillti Sigurður Kristinsson píanóið á hverju ári og Vernharð- ur Linnet var kynnir á nokkrum hátíðum,“ segir Ingi Tómas stoltur af þeim uppeldis- og stökkpalli sem Dag- ar lita og tóna voru fyrir tilstuðlan djassáhugamanna sem höfðu ungmennafélagsandann að leiðarljósi. Ljósmyndir frá Inga Tómasi af nokkrum tónlistarmönnum og söngvurum, Daga lita og tóna. Guðlaug Ólafsdóttir Egill Ólafsson Ómar Guðjónsson Árni Elfar Útlendinga- hersveitin Jón Páll Bjarnason Óskar Guðjónsson Ragnheiður Gröndal Tómas R. Einarsson Sigurður Flosason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.