Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Qupperneq 52
52
„Frá því að við fluttum frá Eyjum í júní 1990 höfum
við hjónin búið í Kópavogi og liðið þar vel, bjuggum
í vesturbæ Kópavogs í um 25 ár en nú í Smárahverfi
gegnt Smáratorgi og Smáralind. Þaðan er örstutt í alla
daglega þjónustu og þægileg búseta hvað það varðar.
Þessi ár hef ég þó sótt vinnu í Reyjavík, fyrst við at-
vinnuverkefni á vettvangi landbúnaðarins í Bændahöll
en síðar hjá Reykjavíkurborg sem framkvæmdastjóri
Húsnæðisnefndar borgarinnar og síðar sem fjármála-
og rekstrarráðgjafi við grunnskóla borgarinnar í um 13
ár. Mínum föstu störfum lauk síðan fyrir 5 árum. Frúin
hefur frá upphafi búsetu okkar hér starfað hjá Reykja-
víkurborg, lengst af sem ritari á skrifstofu borgarstjórn-
ar en síðar sem skrifstofustjóri. Hennar starfi lauk fyrir
um 7 árum,“ sagði Arnaldur aðspurður um hagi og störf
síðustu ára.
erlendir þjóðhöfðingjar sóttu
í að heimsækja eyjarnar
Í þínu starfi hjá bænum, var eitthvað eftirminnilegra
en annað? Þessi ár voru um margt eftirminnileg, verk-
efnin óþrjótandi og margt mætti nefna. Að ýmsu var
unnið sem eðlilega hafði tafist í uppbyggingu og fram-
kvæmdum sem afleiðingu Heimaeyjarelda. Erlendir
þjóðhöfðingjar sóttu í að heimsækja Eyjarnar, eða öllu
heldur þótti þægilegt að hafa það í skipulagi heimsókn-
ar að senda gestina til Eyja, dvölin stutt, en náttúran
sérstök og fögur og gestrisnin rómuð. Þar reyndi á nýja
lífsreynslu, að umgangast kóngafólk og það sem til-
heyrði í siðum og venjum.
Sjötíu ára afmælis bæjarfélagsins var minnst í júlí
1989 með veglegri og fjölbreyttri 9 daga dagskrá sem
gekk einstaklega vel enda búið að semja við veðurguði
um góða tíð þessa daga, stillur og heiðríkja alla dagana,
en er dagskrá lauk við hátíðarslit á Stakkó féllu fyrstu
droparnir. Framangreindur samningur greinilega upp-
fylltur. Hundrað ára afmælisnefnd óska ég mildrar
tíðar og glæsilegrar hátíðar.
Hraunhitaveitan var að þrotum komin
Hvað fannst þér takast best á tímabilinu? Í starfs-
byrjun blasti við mér að hraunhitaveitan var að þrotum
komin, virkjun nýrra svæða afar kostnaðarsöm og
árangur til skamms tíma. Tvær aðrar veitur, Akureyri
og Akranes-Borgarfjörður, voru einnig í erfiðleikum,
en þeirra vandamál voru einkum skuldir vegna fram-
kvæmda.
Ég hafði þegar samband við viðkomandi bæjarstjóra
og til varð samvinna um að leita lausna hjá ríkisvaldi
og viðkomandi ríkisstofnunum og beita pólitískum
þrýstingi.
Tíð fundarhöld leiddu til lausna, tæknilegra og fjár-
hagslega, sem ég hygg að Vestmannaeyingar hafi notið
lengi. Góð eining var um málið í bæjarstjórn en við nut-
um einkum þekkingar og trausts sem Eiríkur Bogason
veitustjóri okkar bar við lok málsins.
Of langt mál yrði að telja fram allt það sem varð til
framfara á kjörtímabilinu, en nefna má framkvæmdir
á hafnarsvæðinu, gatnaframkvæmdir, fjölgun íbúða
aldraðra, framkvæmdir við framhaldsskólann og svo
almenn tiltekt og umhverfi. Undir lokin var hafin um-
ræða að undirbúningi byggingu íþróttahúss.
samvinna var góð um flest mál
Hvað var mest rædda málið manna á milli í þinni
bæjarstjórnartíð? Ég minnist ekki stórfellds ágrein-
ings um einstök mál. Ef til vill leiðir það af því að
Arnaldur Bjarnason var bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum eitt kjörtímabil eða
frá árinu 1986 til ársins 1990, en það ár flutti
hann frá Vestmannaeyjum.
1986
tÍmabil sem við munum ætÍð
minnast með HlýHug og þakklæti
Arnaldur Bjarnason, bæjarstjóri 1986-1990
SArA SJöFn GrEttISDÓttIr
sarasjofn@eyjafrettir.is
Arnaldur Bjarnason, bæjarstjóri í Vestmanna-
eyjum 1986-1990. (Mynd: Sigurgeir Jónasson)