Fréttir - Eyjafréttir - Jul 2019, Blaðsíða 66
66
Hvenær og af hverju tókstu til starfa hjá Vest-
mannaeyjabæ? Eftir sveitarstjórnarkosningarnar
2006 fylgdu nýjum meirihluta nýjar áherslur og
nokkrar breytingar á yfirstjórn bæjarins. Auglýstar
voru tvær framkvæmdastjórastöður hjá sveitar-
félaginu og voru margir sem hvöttu mig til að sækja
um. Á þeim tíma var ég að leysa af í eitt ár sem fjár-
málastjóri hjá Vinnslustöðinni og ákvað að slá til.
Framhaldið vita flestir og ég byrjaði á haustdögum
2006. Það var alltaf mjög gott að vinna í Ráðhús-
inu og þar voru góðir andar á ferð, í orðsins fyllstu
merkingu. Allt frá upphafi vildi ég láta gott af mér
leiða í þágu bæjarins og mikilvægt að nýta tímann
vel. Þegar mikið er að gera og maður hefur ástríðu
fyrir starfinu sem maður sinnir þá er tíminn fljótur
að líða. Fljótt urðu kjörtímabilin þrjú og tólf ár að
baki. Því taldi ég breytingarnar eftir síðustu kosn-
ingar góðan tímapunkt fyrir mig að skipta um
starfsvettvang.
ógleymanlegur fundur í jómfrúarferð
Herjólfs til landeyjahafnar
Í þínu starfi hjá bænum, var eitthvað eftirminni-
legra en annað? Tvennt er mér sérstaklega eftir-
minnilegt. Annað er salan á hlutabréfunum í HS
veitum, þegar sveitarfélagið eignaðist rúmlega þrjá
milljarða á einni nóttu, en hitt er atburðarrásin í
kringum efnahagshrunið á haustdögum 2008. Því
fylgdi mikil vinna við að sjá til þess að sveitarfélagið
tapaði ekki sínum fjármunum sem voru í góðri
ávöxtun hjá hinum ýmsu fjármálastofnunum. Við
vorum svo lánssöm að komast í gegnum hrunið án
nokkurra áfalla.
Mikilvæg voru síðan kaupin á fasteignum bæjar-
ins til baka af Fasteign fyrir tæpa tvo milljarða. Það
var góð tilfinning þegar allar stofnanir sveitarfélags-
ins voru komnar aftur í eigu þess.
Einnig stendur upp úr ákvörðunin og framkvæmd-
in við byggingu Eldheima. Safnið er einstaklega
vel heppnað og með byggingu þess erum við búin
að vernda minjar og skrásetja þessa sögu fyrir
komandi kynslóðir. Ógleymanlegur var svo bæjar-
stjórnarfundurinn sem haldinn var í jómfrúarferð
Herjólfs til Landeyjahafnar í dásamlegu veðri.
úr einu verst rekna sveitar-
fÉlaginu Í Hóp þeirra bestu
Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri
stjórnsýslu- og fjármálasviðs bæjarins í tólf ár
SArA SJöFn GrEttISDÓttIr
sarasjofn@eyjafrettir.is
Rut Haraldsdóttir er fædd og
uppalin í Eyjum. Allrar sinnar
menntunar gat hún aflað frá Eyjum og var í
hópi nemenda sem fyrstur setti upp stúdents-
húfu frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum
árið 1984. „Ég var líka í þeim hópi nema í við-
skiptafræði sem fyrstur útskrifaðist frá Háskól-
anum á Akureyri í fjarnámi árið 2005, en þá
hafði ég verið í löngu hléi frá námi sem nýtt var
í uppeldið, atvinnurekstur og önnur störf.“
Rut er gift Páli Þór Guðmundssyni og saman
eiga þau tvo syni, Harald og Kristin, og Írisi
tengdadóttur. „Ég er einnig svo lánssöm að eiga
tvo fimm ára ömmustráka sem eru fjörugir og
skemmtilegir,“ sagði Rut.
2006
2007 2008
Tvö ný fiskiskip í eigu Berg-Hugins hf. koma til Eyja.
(Mynd: Óskar Pétur Friðriksson) • Grafskipið Vestmannaey
tekið úr notkun eftir rúmlega 70 ára þjónustu við Vest-
mannaeyjahöfn. • Leikskólinn Sóli tekinn í notkun. •
Þrír Eyjamenn klifu Einidrang fyrstir manna, Haraldur
Geir Hlöðversson, Baldvin Johnsen og Þór Engilbertsson.
• Jarðgöng milli lands og Eyja afskrifuð af ráðherra. •
Ákveðið að framtíðar sjósamgöngur við Eyjar verði með
siglingum í Bakkafjöru.
Nýja vatnsleiðslan tekin
á land á nýjahrauninu.
(Mynd: Sigurgeir Jónasson)
Samþykkt að setja Surtsey á
Heimsminjaskrá UNESCO.
(Mynd: Sigurgeir Jónasson)
2009