Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Qupperneq 76
76
stjórnkerfi
vestmanna-
eyjabæjar
Í 100 Ár
Lög um stjórn bæjarmála Vestmannaeyjakaupstaðar
tóku gildi 1. janúar 1919 og var unnið eftir þeim allt
frá fyrsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja 14.
febrúar 1919. Samþykktir um stjórn bæjarins og störf
kjörinna fulltrúa hafa tekið breytingum á þessum
100 árum og gildir það sama um önnur sveitarfélög
á landinu. Tímarnir breytast hratt og hafa sveitarfé-
lögin tekið við fjölmörgun nýjum verkefnum. Gjör-
bylting hefur orðið í aðkomu bæjarfélaga af starfsemi
skóla, félagsþjónustu, tómstundastarfs o.fl. á undan-
förnum áratugum.
Helstu breytingar á stjórnkerfi Vestmannaeyjabæjar
er snúa að bæjarstjórn var þegar bæjarráð var komið
á fót 1954. Kosningar til sveitarstjórna fóru áður fram
síðustu helgi í janúar, en árið 1962 og síðan hefur verið
kosið til bæjarstjórna síðasta laugardag í maímánuði,
á fjögurra ára fresti.
Bæjarfulltrúum var fækkað úr níu í sjö eftir kosningar
1994. Þá varð mikil uppstokkun með fækkun nefnda
og ráða er tók gildi eftir bæjarstjórnarkosningar 2006.
Sú breyting hefur að mestu haldist. Auk bæjarstjórn-
ar sem fer með yfirstjórn bæjarins, eru það bæjar-
ráð skipað þremur fulltrúum sem annast fjármál,
atvinnu-, samgöngu- og menningarmál, og fjögur
önnur ráð sem skipuð eru fimm kjörnum fulltrúum
hvert um sig. Eru það framkvæmda- og hafnarráð,
umhverfis- og skiplagsráð, fjölskyldu – og tómstunda-
ráð og fræðsluráð sem annast málefni grunnskólans.
Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarfélagsins.
Á þessum réttum 100 árum hafa verið haldnir 1543
formlegir fundir í bæjarstjórn Vestmannaeyja, eða
liðlega 15 fundir að meðaltali á ári.
Alls hafa um 250 einstaklingar setið bæjarstjórnar-
fundi frá upphafi , þar af liðlega 110 sem bæjarfulltrú-
ar og um 140 sem varamenn í forföllum bæjarfull-
trúa. Af þessum mikla fjölda varamanna hafa nokkrir
eingöngu setið einn fund.
Eftirtaldir bæjarfulltrúar hafa setið yfir 100 fundi frá
stofnun bæjarstjórnar 14. febrúar 1919, en til að ná
þeim fjölda funda þarf nálega tvö 4ra ára kjörtímabil.
Tekið skal fram að tímabil frá fyrsta fundi til síðasta
fundar eru ekki samfellt hjá mörgun og í sumum til-
vikum hefur viðkomandi verið varamaður í bæjar-
stjórn, eða jafnvel neðar á framboðslista þegar fundur
fór fram.
Nafn Fjöldi funda Árabil
Guðlaugur Gíslason 343 1937-1974
Ragnar Óskarsson 311 1978-2002
Sigurður Jónsson 281 1971-1990
Ársæll Sveinsson 277 1938-1962
Arnar Sigurmundsson 270 1974-2009
Guðmundur Þ B Ólafsson 269 1978-1998
Sigurgeir Kristjánsson 234 1956-1983
Guðlaugur Hansson 224 1923-1944
Ólafur Auðunsson 214 1925-1942
Georg Þór Kristjánsson 214 1978-1998
Andrés Sigmundsson 212 1982-2006
Guðjón Hjörleifsson 204 1990-2004
Magnús Helgi Magnússon 203 1962-1981
Bragi Ingiberg Ólafsson 200 1982-1996
Páll Þorbjörnsson 185 1934-1957
Elliði Vignisson 190 2002-2018
Ísleifur Högnason 180 1923-1943
Sigurður Stefánsson 170 1946-1967
Sveinn Guðmundsson 166 1938-1962
Jón Ísak Sigurðsson 156 1954-1978
Sigfús V Scheving 156 1921-1938
Sigurður Einarsson 153 1986-1999
Jón Hinriksson 151 1919-1929
Jóhann Þ Jósefsson 149 1919-1935
Eiríkur Ögmundsson 145 1919-1928
Ástþór Matthíasson 143 1934-1946
Ólafur Einar Lárusson 141 1986-1998
Þorbjörn Þ Pálsson 140 1975-1990
Björn Guðmundsson 138 1946-1970
Páll Marvin Jónsson 138 2006-2014
Elsa Valgeirsdóttir 136 1994-2006
Jóhann Friðfinnsson 135 1954-1978
Stefán Óskar Jónasson 135 2002-2018
Sighvatur Bjarnason 128 1942-1966
Sveinn Tómasson 124 1962-1986
Sigurbjörg Axelsdóttir 121 1974-1986
Páll V G Kolka 117 1922-1934
Þorbjörn Guðjónsson 112 1927-1954
Páley Borgþórsdóttir 112 2006-2014
Guðrún Erlingsdóttir 109 1998-2008
Gunnlaugur Grettisson 109 2006-2014
Jes A Gíslason 101 1921-1927
eftirtaldir bæjarfulltrúar hafa setið 100
bæjarstjórnarfundi eða fleiri 1919-2019: