Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Qupperneq 12

Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Qupperneq 12
12 Einn skelfilegasti atburður í sögu Vestmannaeyja er Tyrkjaránið 1627 þegar nær helmingur íbúanna,alls 242 manns var rænt af sjóræningjum frá Algeirsborg og fluttir á þræla- markað í Algeirsborg í Norður-Afríku þar sem þeir voru seldir í ánauð. Einnig voru á milli 30 og 40 íbúar Vestmannaeyja drepnir eða limlestir í Tyrkjaráninu. Þeir sjóræningjar sem rændu fólki í Vestmannaeyjum og á Austurlandi árið 1627 gerðu út frá Algeirsborg við Miðjarðarhaf á strönd Norður-Afríku. Borgin varð miðstöð verslunar á 10. öld og á 16. öld fluttust þangað margir múslímir og gyðingar sem reknir höfðu verið frá Spáni. Borgin var þá undir stjórn Spánverja. Árið 1529 komst borgin að nafninu til undir yfirráð Tyrkjasol- dáns, Ottómanaveldisins, en var þó að fullu sjálfstæð. Algeirsborg varð þá miðstöð sjórána við Miðjarðarhaf og var það í 300 ár eða til 1830 er Frakkar lögðu borgina undir sig. Í íslenskum heimildum er oft talað um Bar- baríið og þá átt við Algeirsborg, en í raun er Barbaríið hugtak sem nær yfir nokkur lönd á norðurströnd Afr- íku. Á dögum Tyrkjaránsins er talið að í borginni hafi íbúa- talan verið um eða yfir eitthundrað þúsund. Íbúarnir komu úr mörgum áttum. Af þessum fjölda voru 12.000 Janissarar (tyrkneskir hermenn) og 30 til 40 þúsund þrælar af ýmsu þjóðerni. Aðrir íbúar voru Márar (frá Spáni) gyðingar og kristnir kaupmenn. Borgin var því full af lífi og mjög fjölþjóðleg. Efnahagur borgarinnar byggðist upp á þrælahaldi. Borgin var umgirt háum múrum með nokkrum borgar- hliðum. Mjög þéttbýlt var innan borgarmúranna. Göt- urnar voru flestar örmjóar. Fyrir utan íbúðarhús voru einnig opinberar byggingar þar á meðal höll Pasa, und- irkonungs Tyrkjasoldáns og moskur og jafnvel nokkur baðhús. Þrælamarkaðurinn, Badestan var mjög stórt torg. Bagnino Grande, stóra þrælafangelsið, var ætlað kristnum þrælum og herteknu fólki, önnur smærri þrælafangelsi voru í borginni, þar á meðal Bangino de la Bastarda, þrælafangelsi borgarinna sem gat geymt 400 til 500 þræla. Þegar hertekna fólkið af Austfjörðum og úr Vestmanna- eyjum, alls hátt á fjórða hundrað manns voru settir á land í Algeirsborg fór það fyrst innfyrir borgarmúrana inn um Bab-al Bahr (hlið sjávarins) sem var eitt af 6 borgarhliðum borgarinnar og síðan rekið eftir mjóum strætum að höll landstjórans, Pasha. Landstjórinn átti rétt á að velja sér áttunda hvern hertekinn mann, konu 1761 1774 1847 Elsta teikning af hafnarsvæðinu. Kaupskip bundið við landfestar og mannvirki sjást við Skansinn. Íbúar í Eyjum voru í manntali 325 árið 1703 og fækkaði niður í 173 í manntali 1801. Hafist er handa við byggingu Landakirkju í ágústmánuði 1774 en hún er talin fullgerð 1778. Uppdráttinn að kirkjunni gerði danski konunglegi byggingarmeistarinn George David Anton. Landlyst, fyrsta fæðingar- heimili á Íslandi. Í tíð dr. Peter Schleisners tókst að vinna bug á viðvarandi ungbarnadauða vegna ginklofa. (Mynd: Sigurgeir Jónasson) Karl Smári Hreinsson – Adam Nichols Á þrælamarkaði algeirsborgar Algeirsborg á tíma Tyrkjaránsins 1627 Mynd úr Reisubók séra Ólafs Egilssonar að Ofanleiti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.