Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Qupperneq 30

Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Qupperneq 30
30 Einar Gylfi er fæddur í Vestmannaeyj- um 1. september árið 1950 og er sonur hjónanna Jóns Ó. Kjartanssonar, vélstjóra og for- manns Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Sigríðar Angantýsdóttur verkakona. Einar Gylfi ólst upp á Skjaldbreið, í Húsavík við Urðaveg og síðar Hjarðarholti við Vestmannabraut. Eftir landspróf fór hann til náms í Reykjavík og lauk kennaraprófi 1971, BA-prófi í sálfræði frá HÍ 1975. Lauk síðar cand.psych. prófi í sálfræði frá Árósaháskóla og hefur starfað sem sálfræðingur frá 1979. Árgangurinn minn (1950) hittist fyrir stuttu. Við höfum hist á u.þ.b. 5 ára fresti síðan 1984, þá til að fagna 20 ára fermingarafmælinu. Ég komst ekki á fyrsta mótið en hef ekki látið mig vanta síðan. Nú erum við á 69. aldursári og samkomurnar orðnar hófstilltari á sumum svið- um. En alltaf eru faðmlögin jafn innileg, sögurnar og endurminn- ingar jafn bráðfyndnar og/eða hug- ljúfar. Sumar sögurnar eru sagðar í hvert skipti og gera sig alltaf jafn vel. Það eru fastir liðir og fátt sem kemur á óvart. En einmitt þannig viljum við hafa það. Og allt hvílir þetta í hjartahlýjum faðmi Kiddýar. Það leitaði á mig hversu þakklátur ég er fyrir þessi árgangsmót og að tilheyra þessum hópi. Því hann á nefnilega stóran þátt í að tengja mig tryggðaböndum við mína heimabyggð. Eftir landspróf hélt ég suður til náms, en kom til Eyja í öllum fríum. Ég hélt áfram að vera sumarmaður í Hrað- inu eins og hafði verið frá 10 ára aldri. Lítið breyttist í byrjun. En ég eignast nýja vini og félaga og meira að segja kærustu fyrir sunnan. Upp úr tvítugu hætti ég að sækja sumarvinnuna til Eyja og jólaheimsóknir urðu stopulli. Það slaknaði á tengslunum við Eyjarnar. Svo kom gosið. Ég átti þess kost að koma út í Eyjar dagpart í miðju gosi. Allt var svart. Flakkarinn stefndi að höfninni. Ég var viss um að það yrði aldrei búið aftur í Eyjum. Þegar gosinu lauk fluttu foreldrar mínir og systkini fljótlega aftur til Eyja. Ég kom á fyrstu Þjóðhátíðina á Breiðabakka. Mér fannst hún frekar dapurleg. En þó ekki eins dapurleg og Eyjan mín. Nýja hraunið var eins og risavaxið æxli. Gamli góði austur- bærinn horfinn, leiksvæðin í klöppunum, Garðstúni og Gjábakka túni. Gamla góða sundlaugin. Allt þetta var 1950 Horft heim til Eyja eyjaHjarta- styrkjandi Einar Gylfi Jónsson Einar Gylfi Jónsson Systkinin Einar Gylfi, Helga og Kjartan í garðinum í Húsavík við Urðaveg í kringum 1958. Í baksýn er Gjábakkatúnið og hús við Bakkastíg. 1950 1951 Elliheimilið Skálholt við Urðaveg vígt 11. nóvember, áður í eigu Gísla Magnússonar skipstjóra og útvegsbónda. (Mynd: Friðrik Jesson) • Stórbruninn í Hraðfrystistöðinni. • Hótel HB tók til starfa 25. apríl. Á þessari mynd eru sjö Vestmannaeyingar sem allir urðu Íslandsmeistarar í stangarstökki, þjóðaríþrótt Eyjamanna. Efri röð frá vinstri: Friðrik Jesson, Ásmundur Steinsson, Jónas Sigurðsson og Karl Vilmundarson. Neðri röð: Guðjón Magnússon, Torfi Bryngeirsson og Ólafur Erlendsson. • Torfi varð Evrópumeistari í langstökki 1950. Vígsla minnisvarðans við Landa- kirkju um hrapaða og drukknaða og þeirra sem fórust í flugslysum . (Mynd: Jóhann Stígur Þorsteinsson)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.