Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 16
Fólkið14/15 sparast í tækjabúnaði margfaldaðist vegna þess að læknarnir, sem hófu eigin rekstur, fjárfestu í þessum tækjum sjálfir. Þannig streymdi opinbert fjármagn um hendur lækna í einkarekstri til að kaupa tæki og búnað sem sameining sjúkrahúsanna átti að spara. „Hvernig í ósköpunum gátu menn talið fólki og fjölmiðlum trú um það að hægt væri að reka einn spítala með eitt sett af hátæknibúnaði í Reykjavík? Hvernig var hægt að láta sér detta það í hug? En það tókst. Þeim tókst að láta fólk trúa því að það væri hægt að vera með eitt tækjasett. Flutningur sjúklinga milli Fossvogs og Hringbrautar vegna bilunar í tölvusneiðmyndatæki nýverið sýnir okkur hversu raunhæf sú hug- mynd er.“ Sameining spítalanna fór öll fram í þessari blekkingu um að það væri hægt að spara í tækjabúnaði, en þetta var orðræða stjórnmálamanna. Í hjarta sínu vissu flestir læknar að þetta væri ekki hægt segir Sigurbjörg. „Við erum með lækna sem hafa fengið menntun sína erlendis og vita nákvæmlega hvernig háskólasjúkrahús eru erlendis og hvað þarf til. Það er ekki hægt að reka eina háskólasjúkrahúsið með eitt segulómstæki og eitt tölvusneiðmyndatæki, sem eru bókuð langt fram í tímann, og taka áhættuna að tækin bili. Það hefði aldrei gengið.” Frelsi sjúklinga grefur undan öflugri heilsugæslu og hug- myndinni um háskólasjúkrahús Hugmyndafræðin um að sjúklingar fái að velja hvert þeir leita eftir þjónustu innan kerfisins samræmist hvorki hugmyndinni um fyrsta viðkomustaðinn í heilbrigðiskerfinu og öflugri heilsugæslu né hug- myndinni um háskólasjúkrahús þar sem þróun lækninga þarf að vera á einum stað til að efla sérgreinarnar og tryggja gæði þjónustunnar að mati Sigurbjargar. Þannig grefur sú hugmynd um frelsi sjúklinga til að velja hvert þeir kjósa að fara undan báðum þessum markmiðum. Sá vandi, sem íslenskt heilbrigðiskerfi stendur frammi fyrir, er marg- þættur: Sérgreinalæknar ákveða í raun eftirspurnina eftir sjálfum sér, heilsugæslukerfið hefur ekki náð að þróast til að þjóna sem raunhæf „Samkeppnin um nýútskrifaða hjúkrun- arfræðinga og unglækna yrði að engu við sam einingu spítalanna.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.