Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 29
Fagið07/08 Vörn gegn dropasmiti er að beita hóstavarúð og handhreinsun, þ.e. hósta eða hnerra í bréf, henda því og hreinsa hendur að því loknu. Á sjúkrahúsum eru sjúklingar einangraðir ef þeir greinast með eða líkur eru á að þeir séu með ákveðnar örverur (ónæmar bakteríur eða ákveðnar veirur) sem smitast með dropasmiti eða dropa- og snertismiti. Hér má nefna bakteríur eins og S. pyogenes og veirur eins og inflúensuveiru, þá getur nóróveira einnig smitast með dropasmiti ef sjúklingur er með mikil uppköst, RS-veira (Respiratory Syncytial Virus) getur smitast með dropa- og snertismiti og fleiri örverur. Úðasmit er smitleið sem er erfitt að verjast. Þegar fólk hóstar, hnerrar, kallar eða hrópar myndast ekki bara dropar heldur líka fínn úði frá öndunarvegi. Þessi úði getur svifið í loftinu en að lokum fellur hluti hans niður fjarri einstaklingnum en hluti getur borist milli herbergja. Smit verður þegar aðrir anda að sér úðanum eða fá agnirnar, sem féllu loks niður, á hendur og bera þær í vit sér (Siegel o.fl., 2007). Örverur sem smitast með úðasmiti eru berkla bakterían, mislinga- og hlaupabóluveiran. Mislingar og hlaupabóla geta haft samsettar smitleiðir úða- og snertismits þar sem þessar örverur geta borist með höndum í vit fólks. Auk þess er talið að SARS og MERS-Co smitist með úða- og snertismiti. Á Landspítala (LSH) eru sjúklingar einangraðir ef þeir greinast með eða líkur benda til að þeir séu með smitandi berkla. Hægt er að verjast mislingum og hlaupabólu með bólusetningum og á Íslandi er bólusett gegn mislingum í ungbarnabólusetningum en ekki gegn hlaupabólu (Embætti landlæknis, 2015). Þar sem mislingabólusetning fer ekki fram fyrr en við 18 mánaða aldur eru öll börn yngri en 18 Þegar fólk hóstar, hnerrar, kallar eða hrópar myndast ekki bara dropar heldur líka fínn úði frá öndunarvegi. Þessi úði getur svifið í loftinu en að lokum fellur hluti hans niður fjarri einstaklingnum en hluti getur borist milli herbergja. Smit verður þegar aðrir anda að sér úðanum eða fá agnirnar, sem féllu loks niður, á hendur og bera þær í vit sér.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.