Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 47
Fagið03/08 Aldraðir og sjúklingar með heilabilun, alvarlega sjúkdóma eða mjaðmabrot eru líklegri til að fá óráð en aðrir. Óráð er heilkenni sem einkennist af truflun á meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Það byrjar skyndilega og hefur sveiflukenndan gang. Algengi óráðs hjá sjúklingum á lyflækningadeildum er 20-30% og 10-50% hjá sjúklingum eftir skurðaðgerðir. Sjúklingar sem fá óráð hafa skertari lífslíkur, eru líklegri til að fá heilabilun, fá frekar fylgikvilla, þurfa lengri sjúkrahúsdvöl og meiri endurhæfingu en aðrir sjúklingar. Allt þetta eykur verulega kostnað fyrir heilbrigðiskerfið. Með forvörnum er hægt að koma í veg fyrir óráð og bæta horfur sjúklinga. Einkenni óráðs Í leiðbeiningunum er mælst til þess að kannað sé við innlögn hvort nýlega hafi komið fram breytingar á hegðun sjúklings. Upplýsingar um það geta komið frá sjúklingi sjálfum, aðstandanda eða umönnunar- aðila. Óráð hefur verið flokkað í undirflokka eftir eðli einkenna. Það getur einkennst af vanvirkni (hypoactive) eða ofvirkni (hyperactive) en sumir sjúklingar sýna merki um hvort tveggja. Sjúklingar með ofvirknieinkenni óráðs geta verið eirðarlausir, órólegir og árásargjarnir en hinir draga sig í hlé, eru hljóðir og sofandalegir enda er þetta stundum kallað þögult óráð. Almennt eru verri horfur hjá þeim sem fá þögult óráð en það er jafnframt síður greint og meðhöndlað. Það getur verið erfitt að greina blandað og þögult óráð. Einnig getur verið erfitt taFla 1. EinkEnni óráðs Ofvirknieinkenni óráðs Vanvirknieinkenni óráðs Rugl Minnkuð einbeiting Breyting á skyntúlkun, s.s. Hæg viðbrögð sjón- eða heyrnarofskynjanir Eirðarleysi Minnkuð líkamleg virkni Óróleiki Minnkaðar hreyfingar Svefntruflanir Breytt matarlyst Skortur á samvinnu Hlédrægni Breyting á samskiptum, Framtaksleysi skapferli, hugarástandi eða viðhorfum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.