Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 72

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 72
Fagið10/16 Áhugaskapandi samtal: Samtalsaðferðin áhugaskapandi samtal þróaðist í meðferð við fíkn en hefur síðan verið aðlöguð öðrum meðferðarsviðum (Miller og Rollnick, 2002; Rogers, 1951). Í rannsókninni, sem hér er til umfjöllunar, var aðferðin löguð að umönnun dauðvona sjúklinga. Þó áhugaskapandi samtal sæki margt í smiðju annarra aðferða eru ýmsir þættir aðferðarinnar einkennandi fyrir hana, meðal annars markviss beiting spegl- ana í stað spurninga í samtali og skilyrðislaus virðing fyrir persónumörkum (e. autonomy). Brautryðjendur aðferðarinnar hafa lagt áherslu á að aðferðin eigi að vera viðfang vísindarannsókna og er aðferðin því hentug við að skipuleggja gagnreynd inngrip. Þó aðferðin sé í sjálfu sér ekki flókin krefst hún töluverðrar þjálfunar. Rannsóknir benda til að hæfni í að beita henni verði aðeins náð með því að nota aðferðina undir leiðsögn sérþjálfaðra leiðbeinenda (Forsberg, 2010). Rannsakendur, sem beita áhugaskapandi samtölum, leitast við að skoða sambandið á milli ákveðinna atriða í samtalinu og hegð- unar- eða viðhorfsbreytinga. Það hefur meðal annars komið í ljós að speglanir (sjá kafla um inngrip hér neðar) hafa þann eiginleika að sjúklingurinn skynjar að viðmælandinn hlusti með athygli á það sem hann/hún er að segja og leitist við að skilja aðstæður viðkomandi. Þegar það gerist skynjar sjúklingurinn að viðmælandinn sýni samhygð (e. empathy). Aðgerðabinding (e. operationalization) samhygðar- hugtaksins í rannsóknum innan áhugaskapandi samtala byggist á því að meta hvernig skjólstæðingurinn skynjar samtalið. Það er meðal annars gert með spurningum þar sem sjúklingurinn er beðinn um að svara að hve miklu leyti honum fannst meðferðaraðilinn leitast við að skilja líðan sína á tíu stiga kvarða. Útkoman er síðan borin saman við sjálfstæðar mælingar á hljóðrituðum samtölum þar sem samtalið er metið af sérþjálfuðum matsaðilum. Þannig er líka mögulegt að skoða sambandið á milli þess hvernig sjúklingurinn skynjaði samhygð og hvernig það síðan tengist hegðunarbreytingum. Einnig hvað það Áhugaskapandi samtal ögrar ekki persónumörkum sjúklings og byggist á „gagnreyndum boðskiptum“ og siðferðilegri sjálfbærni.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.