Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 74
Fagið12/16 Einföld speglun (e. simple reflection) í samtali merkir að með- ferðaraðilinn endurtekur orð skjólstæðingsins án þess að breyta merkingu setningar, en flókin speglun (complex reflection) gefur kost á annarri sýn með því að gera örlitlar breytingar á innihaldi þess sem speglað er. Með flókinni speglun er því boðið upp á nánara samtal. Bæði bein og flókin speglun eru skilgreindar sem yfirlýsingar (aldrei spurningar) sem meðferðaraðili kemur með sem andsvar við því sem skjólstæðingur segir. Meðferðarmarkmiðin á bak við notkun speglana í stað spurninga eru vel skilgreindar í kennslubókum um áhugaskap- andi samtöl (Miller og Rollnick, 2002). Í stuttu máli hafa rannsóknir sýnt að speglanir auka líkurnar á því að skjólstæðingurinn átti sig á að viðmælandinn sýni áhuga og leitist við að skilja viðkomandi. Eins eru flóknar speglanir einkar vel til þess fallnar að opna nýja möguleika á að samtalið þróist áfram í ákveðnar áttir, í þessu tilviki í átt að samtali um eigin dauða, án þess að ögra persónumörkum vikomandi. Þó leitast sé við að beita frekar speglunum en spurningum hafa spurningar vissulega sinn sess í áhugaskapandi samtali eins og öðrum samtals aðferðum. Spurningum er jafnan skipt í lokaðar og opnar spurningar. Opnum spurningum er ekki hægt að svara með einu orði, en lokuðum spurningum er hægt að svara á þann hátt. Því er mælt með opnum spurningum frekar en lokuðum ef þróa á samtalið áfram. Munurinn á opnum spurningum annars vegar og flóknum speglunum hins vegar er m.a. sá að flóknar speglanir mynda ákveðinn nýjan farveg fyrir samtalið en á hinn bóginn geta opnar spurn- ingar útvíkkað samtalið í hvaða átt sem er. Samtalið um dauðann: Skjólstæðingur getur komið inn á umræðuefni tengt lífslokum án þess að hefja beint umræðu um eigin yfirvofandi dauða. Í siðfræðiumræðu er í vaxandi mæli rætt um annars vegar sálar- angist dauðvona sjúklinga og ólíkar leiðir þeirra til að takast á við hana og hins vegar hvernig forða megi nánustu aðstandend- um frá langvinnum vanda vegna skorts á umræðu í aðdraganda andláts ástvinar þeirra samhliða því að draga úr skaðlegri með- ferð við lífslok.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.