Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 79

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 79
landi þar sem ályktað var að matarsóun innan spítalans stafaði að miklu leyti af takmarkaðri neyslu sjúklinga (van Bokhorst- de van der Schueren o.fl., 2012). Í ljósi niðurstaðna könnunarinnar á Eir er mikilvægt að greina þarfir hverrar deildar fyrir sig og horfa á þarfir einstak- linganna í stað þess að horfa á allar deildir og allt heimilisfólk undir sömu formerkjum. huga þarf að þörfum einstaklinganna sem þar búa í ljósi heilsu þeirra og aldurs ásamt andlegri og félagslegri líðan (Carrier o.fl., 2009). gagnlegt væri að gera þarfagreiningu á hverri deild fyrir sig og nýta niðurstöðurnar sem grundvöll að aðgerðum gegn matarsóun, svo sem hvaða matur hentar íbúum best og hvernig matur er borinn fram á deildinni. nýtt næringarráð hefur þegar verið stofnað innan Eirar sem hyggst fara yfir alla þætti matar- og næringarástands íbúanna því þannig er hægt að greina hvort hægt er að knýja fram breyt- ingar sem geta stuðlað að því að meira verði borðað en áður. gæti það orðið til þess að minni sóun ætti sér stað, en einnig þarf að huga að hversu mikið er skammtað á diska og hvort settur sé á diska matur sem sumir borða hreinlega ekki og fer því beint í ruslið. Mikilvægt er að huga að sjónarmiðum hvers og eins, þannig er hægt að ýta undir ánægju íbúa, stuðla að því að þeir nærist betur og minnka þar með mat sem fer í ruslið (Carrier o.fl., 2009; Evans og Crogan, 2005). framreiðsla matarins getur skipt máli (Carrier o.fl., 2009) og benda niðurstöður könnunar okkar til þess að skoða mætti hvernig maturinn er framreiddur og hvernig heimilismönnum líst hreinlega á matinn á íslensum hjúkrunarheimilum. Matur hefur breyst í gegnum tíðina og þeir heimilismenn sem búa á hjúkrunarheimilum landsins geta verið vanir annars konar mat en borinn er fram innan stofnunarinnar. Því skiptir þeirra sýn mestu máli og getur breytt miklu hvað varðar sóun. Eins væri gott að fá meiri innsýn í skoðanir starfsmanna á matnum og þannig athuga hvort skekkja gæti verið á milli deilda. Mismun- andi hættir eru á hverri deild fyrir sig og mismunandi hve mikill matur er pantaður á hverri deild burtséð frá fjölda íbúa. Skoða ætti hvort tenging er á milli matarsóunar innan hjúkrunar- heimila og venjanna á hverri deild og hvaða þættir það eru sem einkum ráða því hvort og hvernig matur nýtist. Skilaboð til hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum hjúkrunarfræðingar eru í forsvari fyrir og stýra rekstri og þjón- ustu hjúkrunarheimila. Það er því hlutverk þeirra og á ábyrgð þeirra, ásamt samstarfsfólki, að stuðla að umbótum þegar kemur að matarsóun á hjúkrunarheimilum. Efni þessarar greinar gefur vísbendingar sem nýst geta almennt á hjúkrunar- heimilum á Íslandi og viljum við með henni hvetja hjúkrunar- fræðinga og samstarfsfólk þeirra til að: • huga betur að samráði þeirra sem sinna beint hjúkrun heimilismanna og þeirra sem kaupa mat og matreiða • huga að einstaklingsþörfum heimilismanna hvað heilsu þeirra, dagsform og matarlyst varðar • bjóða fleiri kosti í fæðuvali, meira af heitum mat og ávöxt - um á kostnað sætmetis • vekja athygli nemenda í heilbrigðisgreinum á mikilvægi næringar aldraðra og nýtingu fæðu og þar með fjár- muna á hjúkrunarheimilum • standa að og taka þátt í rannsóknum á matarsóun á hjúkr - unarheimilum á Íslandi, ástæðum hennar og áhrif um og hvernig draga má úr henni. Heimildir aDEME (2016, maí). Food losses and waste — Inventory and management at each stage in the food chain. Executive summary. Sótt 15. nóvember 2017 á http://www.ademe.fr/sites/default/files/assets/documents/food-losses- waste-inventory-management-2016-summary. anderson, S. (2013). What are medical reasons for loss of appetite in the elderly? Sótt 19. apríl 2017 á http://www.livestrong.com/article/283166-what-are- medical-reasons-for-loss-of-appetite-in-the-elderly/. Bell, C.L., Lee, a.S., og Tamura, B.k. (2015). Malnutrition in the nursing home. Curr Opin Clin Nutr Metab Care, 18(1), 17–23. Carrier, n., West, g.E., og Ouellet, D. (2009). Dining experience, food services and staffing are associated with quality of life in elderly nursing home resi- dents. The Journal of Nutrition, Health & Aging, 13(6), 565–570. Cereda, E., Pedrolli, C., klersy, C., Bonardi, C., Quarleri, L., Cappello, S., o.fl. (2016). nutritional status in older persons according to healthcare setting: a systematic review and meta-analysis of prevalence data using Mna. Clinical Nutrition, 35(6), 1282–1290; doi.org/10.1016/j.clnu.2016.03.008. Embætti landlæknis (2016, júní). Aldraðir á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Sótt 7. maí 2017 á http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item297 51/Talnabrunnur_juni_2016.pdf. Evans, B.C., og Crogan, n.L. (2005). using the foodEx-LTC to assess institu- tional food service practices through nursing home residents’ perspectives on nutrition care. The Journals of Gerontology Series A: Biological Sciences and Medical Sciences, 60(1), 125-128. farr-Wharton, g., foth, M., og Choi, j. h. (2014). identifying factors that pro- mote consumer behaviours causing expired domestic food waste. Journal of Consumer Behaviour, 13(6), 393–402; doi:10.1002/cb.14884. guðmundur B. ingvarsson ( 2017, mars). rannsókn á matarsóun Íslendinga. Neytendablaðið, 17–18. hagstofa Íslands (2016). Mannfjöldaspá 2016–2065. Sótt 15. júlí 2018 á https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/mannfjoldaspa- 2016-2065/. hirose, T., hasegawa, j., izawa, S., Enoki, h., Suzuki, Y., og kuzuya, M. (2014). accumulation of geriatric conditions is associated with poor nutritional status in dependent older people living in the community and in nursing homes. Geriatrics Gerontology International,14, 198–205. kaiser, M.j., Bauer, j.M., rämsch, C., uter, W., guigoz, Y., Cederholm, T., og Tsai, a.C. (2010). frequency of malnutrition in older adults: a multina- tional perspective using the mini nutritional assessment. Journal of the American Geriatrics Society, 58(9), 1734–1738. Löwik, M.r., van den Berg, h., Schrijver, j., Odink, j., Wedel, M., og Van hou- ten, P. (1992). Marginal nutritional status among institutionalized elderly women as compared to those living more independently (Dutch nutrition Surveillance System). Journal of the American College of Nutrition, 11(6), 673–681. Matarsóun (e.d.). Hvað er matarsóun? Sótt 18.apríl 2017 á http://www.mat- arsoun.is/default.aspx?pageid=26d48a16-0248-11e6-b096-00505695691b. Mathey, M.f.a., Siebelink, E., de graaf, C., og Van Staveren, W.a. (2001). fla- vor enhancement of food improves dietary intake and nutritional status of elderly nursing home residents. The Journals of Gerontology Series A: Biological Sciences and Medical Sciences, 56(4), M200-M205. umhverfisstofnun (2016, nóvember). Food Waste in Iceland: Methodological Report. reykjavík: umhverfisstofnun. van Bokhorst-de van der Schueren, M.a., roosemalen, M.M., Weijs, P.j., og Langius, j.a. (2012). high waste contributes to low food intake in hospi - talized patients. Nutrition in Clinical Practice, 27(2), 274–280. matarsóun á hjúkrunarheimilum tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.