Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 111

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 111
Aðferð gerð og prófun á hEiLung felst í fjórum áföngum. Í fyrsta áfanganum, sem hér er lýst, er gerð grein fyrir upphaflegri gerð og mikilvægi skimunartækisins. Í þeim næsta verður gerð grein fyrir forprófun á hEiLung; í þriðja áfanga verður fjallað um rýnihóparannsókn meðal ungs fólks um hEiLung og í þeim fjórða verður hEiLung lagt fyrir unglinga í nokkrum fram- haldsskólum. Við gerð skimunartækisins, sem hér er lýst, var að miklu leyti fylgt eftir fjórum af átta skrefum DeVellis (1991) um þróun mælitækja. Þau fólust í því að ákveða hvað ætti að mæla (kenning, fræðilegur grunnur) (1), búa til atriðasafn (2), ákveða mælingu atriðanna (3) og fá mat sérfræðinga á spurn- ingunum (4). Önnur skref samkvæmt DeVellis (1991) ýmist áttu síður við um þróun skimunartækja (8) eða áttu betur við um formlega forprófun mælitækja (5, 6, 7, 8). Þessi atriði (5, 6, 7) voru framkvæmd að vissu marki við þróun á hEiLung eins og fram kemur í töflu 1. Kenningarlegur grunnur Við gerð skimunartækisins hEiLung var lögð til grundvallar - kenning um seiglu. Í henni er lögð áhersla á að til staðar sé bæði áhætta eða áhættuþættir og verndandi þættir (e. protective factors) (fergus og Zimmerman, 2005; Lee o.fl., 2012; rew og horner, 2003). Þó í kenningunni felist að einstaklingurinn standi frammi fyrir áhættu er megináhersla lögð á styrkleika (verndandi þætti) einstaklingsins (fergus og Zimmerman, 2005). Seigla á við um það að einstaklingurinn verði sterkur - þrátt fyrir alls kyns andstreymi (Zolkoski og Bullock, 2012). Áhættuþættir geta bæði verið innri og ytri hættur/ógnir sem gera einstaklinginn viðkvæmari fyrir erfiðleikum á þroska- ferlinu og geta valdið heilsutjóni (Engle o.fl., 1996). geta þeir verið í alls konar samsetningu (Barrett og Constas, 2014; green berg, 2006) og fjöldi þeirra getur skipt máli. Einn áhættuþáttur hefur kannski ekki mikil áhrif en þegar fleiri koma saman geta áhrifin orðið mun meiri (Zolkoski og Bul- lock, 2012). Dæmi um áhættuþætti er lítið sjálfstraust, erfið - leikar í skóla, geðrænir erfiðleikar, ofbeldi á heimili, óheppi- legar uppeldisaðferðir, félagsleg einangrun og ekki góð tengsl við félaga (Sigrún aðalbjarnardóttir, 2016). að sögn jessor (1991) felst í því að taka áhættu möguleiki á neikvæðum áhrif - um varðandi sjúkleika (e. morbidity) og dauða (e. mortality) sem er svörun við innri eða ytri álagsþáttum. iðulega stundar einstaklingurinn margs konar áhættuhegðun en síður er um staka áhættuhegðun að ræða (rew og horner, 2003). Dæmi um áhættuhegðun er að reykja, drekka áfengi, nota vímuefni, s.s. hass og maríjúana, og stunda áhættusama kynhegðun. Verndandi þættir eru þeir þættir sem varða einstaklinginn líkamlega, andlega og félagslega. jafnframt geta þeir verið í sambandi við fjölskyldu, nærumhverfi hans, samfélagið og menninguna (fergus og Zimmerman, 2005; Sigrún aðalbjarnar - dóttir, 2016; Zolkoski og Bullock, 2012). Verndandi þættir hjálpa til við að skapa jákvæð áhrif eða draga úr neikvæðum áhrifum (fergus og Zimmerman, 2005). Dæmi um verndandi þætti er sjálfstraust, trú á eigin getu, góð geðheilsa, menntun, örugg tilfinningatengsl við umönnunaraðila, góð samskipti við foreldra og góð tengsl við nána vini (Sigrún aðalbjarnardóttir, 2016). Sjá má af þessum dæmum að áhættuþættir eru oft and - stæða verndandi þátta (lítið sjálfstraust andstætt meira sjálfs- trausti). Fræðilegur grunnur fyrir mikilvægi atriða á skimunartækinu Áhættuþættir og áhættuhegðun Lítil sjálfsvirðing, neikvæð líkamsímynd, takmörkuð tengsl við foreldra og lítill stuðningur geta skapað áhættu og tengst vanlíðan og áhættusamri hegðun. Sýnt hefur verið fram á að unglingar með litla sjálfsvirðingu eru mun verr settir hvað líðan varðar en hinir sem bera virðingu fyrir sjálfum sér. niðurstöður McClure og félaga (2010) sýndu að lítil sjálfsvirðing tengdist ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 111 Tafla 1. Yfirlit yfir skref DeVellis (1991) við þróun matstækja og hagnýting þeirra við þróun á HEILUNG Meginatriði DeVellis Þróun skimunartækisins HEILUNG 1. skref Ákveða hvað skuli mæla Byggt á kenningarlegum og fræðilegum grunni (rannsóknum og mats- og skimunartækjum) 2. skref Búa til atriðasafn Spurningar um andlega, félagslega og kynferiðslegaþætti og lífsstílsþætti 3. skref Ákveða tegund kvarða nafnkvarði, raðkvarði, hlutfallskvarði og flokkunarkvarði 4. skref fá mat sérfræðinga á fjórir sérfræðingar mátu atriðin. Tveir hjúkrunarfræðingar með doktorspróf, tölfræðingur spurningunum og einn skólahjúkrunarfræðingur 5. skref Setja inn atriði til að fleiri en ein spurning var um sjálfsmynd og sjálfstrú auka réttmæti 6. skref Leggja spurningar fyrir Sex ungmenni á aldrinum 17–24 ára svöruðu skimunartækinu. Einn var 24 ára en hin 20 ára þróunarhóp eða yngri 7. skref Meta athugasemdir gerðar ýmsar breytingar á spurningunum í kjölfar mats á þeim þróunarhóps 8. skref hafa sem besta lengd spurningalistans Átti síður við um skimunartæki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.