Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 20
20 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA ÞUNGLYNDI ER nokkuð algengt meðal aldraðra og hefur mikil áhrif á einstaklinga (Smalbrugge o.fl., 2008). Vísbendingar eru um að þunglyndi sé vangreint og vanmeðhöndlað meðal þessa aldurshóps og viðeigandi meðferð sé jafnvel ekki beitt (Hanlon o.fl., 2011). Notkun þunglyndislyfja meðal aldraðra hefur vissulega áhættu. Hins vegar er vanmeðhöndlað þunglyndi mun alvarlegra og getur leitt af sér alvarlega heilsufarsvanda svo sem vannæringu, þurrk, máttleysi, minni færni, minnkuð lífsgæði og að lokum jafnvel sjálfsvíg og dauða (Levin o.fl., 2007). Þar sem elsti aldurshópurinn stækkar hratt er mikilvægt að markvissum skimunum út af þunglyndi sé beitt og áhrifaríkri meðferð sé framfylgt. Þegar uppi er staðið gæti það sparað gífurlega fjármuni þar sem þunglyndi er kostnaðarsamt en fyrst og fremst getur það bætt líf og líðan aldraðra. Í þessari grein verður fjallað um þunglyndi aldraðra út frá einkennum, algengi, áhættuþáttum, fylgikvillum og meðferð. Einkenni Birtingarmynd þunglyndis meðal aldraðra getur verið mjög fjölþætt. Einkenni geta ýmist verið líkamleg eða tilfinningaleg og eru gjarnan mjög óljós. Einstaklingar átta sig oft ekki á eigin líðan en geta einnig haft fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þar af leiðandi eru þeir ólíklegri til að láta vita af vanlíðan. Sumir aldraðir telja að andleg vanlíðan sé eðlilegur fylgifiskur öldrunar og leita sér því ekki aðstoðar (Tabloski, 2014). Tafla 1 sýnir helstu einkenni þunglyndis meðal aldraðra. TAFLA 1. Einkenni, sem eru til staðar í meira en tvær vikur, geta bent til þunglyndis Tilfinningaleg Líkamleg Sorg Verkir Minnkuð gleði Stoðkerfisverkir Einbeitingarskortur Höfuðverkir Endurteknar hugsanir um dauðann Annars konar verkir Sektarkennd Þreyta Leiði Breyttur svefn Áhugaleysi Þyngdarbreytingar Tabloski, 2014 Hveru algengt er þunglyndi meðal aldraðra? Heimildum ber ekki saman um hve algengt er að aldraðir glími við þunglyndi. Í rannsóknum hefur komið fram að 7-49% íbúa hjúkrunarheimila sýni þunglyndis- einkenni (Djernes, 2006). Þunglyndi meðal þátttakenda í rannsókn Aðalheiðar Óskar Sigfúsdóttur (2014) var 13,5% en í þýði voru 60 ára og eldri gestir í dagdvöl á hjúkrunarheimili. Hér á landi benda niðurstöður RAI matstækisins til kynna að hlutfall þunglyndra íbúa á hjúkrunarheimilum sé um 37%. Einnig ber að nefna að um 13% íbúa sem sýna þunglyndiseinkenni, eru án meðferðar (RAI niðurstöður, 2015). Í þessum samhengi er rétt að skoða betur hvað hægt er að gera til að bæta greiningu og meðferð á þunglyndi meðal aldraðra. Áhættuþættir Þunglyndi er algengara meðal kvenna heldur en karla en talið er að félagslegir þættir geti útskýrt kynjamuninn að einhverju leyti. Konur eru líklegri til að búa einar og eru því viðkvæmari fyrir einmanaleika og fjárhags áhyggjum. Einnig er líklegra að þær verði háðar öðrum vegna færniskerðingar. Hjónaband er verndandi þáttur gegn HVERS VEGNA ER MIKILVÆGT AÐ VERA Á VARÐBERGI FYRIR ÞUNGLYNDI ALDRAÐRA? Sunna Eir Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.