Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 26
26 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Munnheilsa aldraðra Einkennin geta verið óeðlileg blæðing í munni, verkur eða dofi, stöðug tilfinning um að eitthvað sé fast í hálsinum, erfðiðleikar við að tyggja, breytingar á röddinni og eyrna- verkur. Meðferð getur verið skurðaðgerð, geislameðferð eða lyfjameðferð og er einstaklingsbundin (Tabloski, 2014). Hlutverk hjúkrunarfræðinga Skimun hjúkrunarfræðinga á munnheilsu skjólstæðinga sinna er mikilvæg til að hægt sé að sinna þörfum þeirra, annaðhvort að viðhalda munnheilsu eða betrumbæta hana. (Coker o.fl., 2013). Oft er á reiki hver ber ábyrgð á að viðunandi munnhreinsun fari fram á hjúkrunarheim- ilum. Hjúkrunarfræðingar telja að umönnunaraðilar framkvæmi verkin og svo virðist sem þá skorti innsæi í sína ábyrgð. Það er á ábyrgð hjukrunarfræðinga að skipuleggja hjúkrunarmeðferð og fylgja eftir að hún sé framkvæmd og þar með að fræða og leiðbeina að- stoðarfólki. Hjúkrunarfræðingar þurfa aðleggja áherslu á mikilvægi munnhreinsunar en oft virðist munnheilsa skjólstæðinga ekki vera áhersluatriði fyrr en vandamál steðja að (Sonde o.fl., 2011). Meirihluti allra heilbrigðis- starfsmanna hefur ekki fengið sérstaka fræðslu um hvernig á að sinna almennri munnhreinsun (RNAO, 2008) og því mikilvægt að auka þekkingu starfsmanna. Til að fræða samstarfsmenn og aðstoðarfólk er hægt að nálgast mikið af fræðsluefni, bæði myndbönd og greinar, á vef Embættis landlæknis um tannvernd (Embætti landlæknis, 2016) og vef Tannverndarráðs (Tannverndarráð, e.d.). Auk þess hafa viðhorf heilbrigðisstarfsmanna og aðstoðarfólks mikil áhrif á það hvernig munnhreinsun er sinnt og því er mikilvægt að vera meðvitaður um sínar eigin hugmyndir um mikilvægi munnheilsu. Munnhreinsun skjólstæðinga virðist ekki vera eftirsóknarvert verk og bendir það til að við álítum munnholið persónulegan stað á líkamanum og að heilbrigðisstarfsfólki finnist að það sé að fara yfir ákveðinn þröskuld gagnvart skjólstæðing sínum. Einnig virðist vera að munnhreinsun sé ekki talin eins mikilvæg og aðrir þættir í umönnun skjólstæðinga (RNAO, 2008). Tímaskortur og álag er daglegt brauð og það getur tekið tíma og reynt á þolrifin að aðstoða einstakling sem er hægur og skilur ekki til fulls hvað er í gangi. Starfsfólk á það þá til að grípa fram fyrir hendur skjólstæðingsins og klára verkið fyrir hann og þar með draga enn fremur úr hæfni hans til að sinna verkinu. Viðnám og mótþrói skjólstæðingsins, sem oft er vegna skorts á vitsmunalegri færni, getur valdið því að umönnunaraðilar gefast upp á verkinu og það leiðir til enn verri munnheilsu og þar með líðanar (Sonde o.fl., 2011). Lokaorð Áhuga á munnheilsu skjólstæðinga virðist vera ábóta- vant í heilbrigðiskerfinu. Oft eiga skjólstæðingarnir við brýn og alvarleg veikindi að stríða sem taka athyglina frá munnheilsu en slæm munnheilsa getur haft gríðarlega áhrif á lífsánægju fólks. Með auknum fjölda aldraðra á komandi árum, sem hafa eigin tennur með fjölbreytilegum viðgerðum, er mikilvægt að huga að munnheilsu og ætti hún að vera sjálfsagður hlutur í heildrænni hjúkrun. Þar eru hjúkrunarfræðingar í lykilstöðu við að halda málefninu á lofti með því t.d. að framkvæma munnhreinsun, mat á munnheilsu með viðurkenndum matstækjum, fræðslu og stuðningi við skjólstæðinga og ekki síður starfsfólk og fá sérfræðiálit tannlæknis þegar þörf er á. HEIMILDASKRÁ Barnes, C. M. (2014). Dental hygiene intervention to prevent nosocomi- al pneumonias. Journal of Evidence Based Dental Practice, 14, 103-114. Bissett, S., og Preshaw, P. (2011). Guide to providing mouth care for older people. Nursing Older People, 23(10), 14-21. Sótt á http://search.ebscohost.com/login. aspx?direct=true&db=cin20&AN=104615252&site=ehost-live. Coker, E., Ploeg, J., Kaasalainen, S., og Fisher, A. (2013). A concept analysis of oral hygiene care in dependent older adults. Journal of Advanced Nursing, 69(10), 2360-2371. Doi:10.1111/jan.12107. Embætti landlæknis (2016). Tannvernd. Sótt á http://www.landlaeknir.is/ heilsa-og-lidan/tannvernd/. Hayasaki, H., Saitoh, I., Nakakura-Ohshima, K., Hanasaki, M., Nogami, Y., Nakajima, T., ... Yamasaki, Y. (2014). Tooth brushing for oral prophylaxis. Japanese Dental Science Review, 50(3), 69-77. Doi:http://dx.doi.org/10.1016/j.jdsr.2014.04.001. Metcalf, S. S., Northridge, M. E., og Lamster, I. B. (2011). A systems perspective for dental health in older adults. American Journal of Public Health, 101(10) 1820-1823. Doi:10.2105/AJPH.2011.300321. Meurman, J. (2012). Functional foods/ingredients and oral mucosal diseases. European Journal of Nutrition, 51, 31-38. Doi:10.1007/ s00394-012-0324-6. Müller, F., og Schimmel, M. (2010). Tooth loss and dental prostheses in the oldest old. European Geriatric Medicine, 1(4), 239-243. Doi:http://dx.doi.org/10.1016/j.eurger.2010.06.001. Nitschke, I., Majdani, M., Sobotta, B. A., Reiber, T., og Hopfenmüller, W. (2010). Dental care of frail older people and those caring for them. Journal of Clinical Nursing, 19(13/14), 1882-1890. Doi:10.1111/j.1365-2702.2009.02996.x. RNAO [Registered Nurses’ Association of Ontario] (2008). Oral Health: Nursing Assessment and Interventions. Toronto, Kanada: Registered Nurse´s Association of Ontario. Sótt á http://rnao.ca/bpg/ guidelines/oral-health-nursing-assessment-and-intervention. Sargeant, S., og Chamley, C. (2013). Oral health assessment and mouth care for children and young people receiving palliative care. Part two. Nursing Children & Young People, 25(3), 30-33. Sótt á http://search.ebscohost.com/login. aspx?direct=true&db=cin20&AN=104273952&site=ehost-live. Sonde, L., Emami, A., Kiljunen, H., og Nordenram, G. (2011). Care providers’ perceptions of the importance of oral care and its performance within everyday caregiving for nursing home residents with dementia. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 25(1), 92-99. Doi:10.1111/j.1471-6712.2010.00795.x. Tabloski, P. A. (ritstj.). (2014). Gerontological Nursing. Upper Saddle River, New Jersey: Pearson Education Inc. Tannverndarráð (e.d.). Tannheilsa. Sótt á http://brunnur.stjr.is/interpro/ heilb/tannvernd.nsf/pages/wpp0041. Östberg, A.-L., og Hall-Lord, M.-L. (2011). Oral health-related quality of life in older Swedish people with pain problems. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 25(3), 510-516. Doi:10.1111/j.1471-6712.2010.00857.x.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.