Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 31
31 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Hjúkrun fólks með sykursýki á hjúkrunarheimilum að hjá heilbrigðum öldruðum einstaklingum eigi lang- tímablóðsykur að vera allt að 7,5 prósent, hjá fjölveikum einstaklingum með mikla sjúkdómabirgði eigi hann að vera allt að 8,0 prósent og hjá þeim sem eru mjög veikir með lélega heilsu eigi hann að vera allt að 8,5 prósent (sjá töflu 1) (ADA, 2016). Minni líkur eru taldar á nýrnakvill- um ef langtímablóðsykur er lægri en 6,5 prósent en líkur á æðasjúkdómum, eins og heilablæðingu og hjartaáfalli, minnka ekki. Langtímablóðsykur undir 6,5 prósent getur aukið líkunar á blóðsykurfalli og heildardánatíðni getur aukist (Tabloski, 2014). Næring Mataræði skipar alltaf stóran sess í meðferð við sykur- sýki en hjá öldruðum skiptir það enn meira máli. Orkuþörf minnkar með hækkandi aldri en næringarefnaþörf helst svipuð yfir ævina. Það er því vandaverk fyrir aldraða með sykursýki að minnka hitaeininganeyslu án þess að fara niður fyrir ráðlegt næringarinnihald og eru þeir því í meiri hættu á næringarefnaskorti (Kirkman o.fl., 2012). Hvetja þarf hinn aldraða til að borða hollan mat sem er í samræmi við manneldismarkmið en jafnframt þarf að taka mið af óskum hans og venjum. Leggja ætti áherslu á trefjaríkan mat, fitulitlar vörur og ferskan fisk. Mælt er með að orkuríkur matur, sem er með mikla mettaða fitu, sé borðaður sjaldan og þá í litlum skömmtum. Þetta eru til dæmis sykraðir eftirréttir og kökur (Inzucchi o.fl., 2012). Hjá hrumum öldruðum íbúum gæti þurft að auka prótein í fæðunni og gefa þeim orkuríkari mat til að stuðla að betri stöðu næringarefna og auka getu til virkni. Minnistrufluðum íbúum þarf að veita sérstakan stuðning á matmálstímum og fylgjast vel með matarneyslunni (IDF, 2013). Hreyfing Hreyfigeta einstaklinga hefur mikil áhrif á hvernig þeim gengur að sjá um sig sjálfir. Þekkt er að sykursýki flýtir fyrir vöðvarýrnun og að virkni minnkar (Anton o.fl., 2013). Margir þættir geta valdið þessu, bæði er það sjúkdómurinn sjálfur og ýmsir fylgikvillar hans sem gera einstaklingnum erfiðara fyrir að hreyfa sig. Minnkuð hreyfigeta leiðir síðan til þess að einstaklingurinn á frekar á hættu að detta (Kirkman o.fl., 2012). Með reglulegri hreyfingu er hægt að hægja á framgangi sjúkdómsins. Hreyfing bætir heilsu þessara einstaklinga, dregur úr mörgum fylgikvillum hennar og blóðsykursstjórnun verður betri (Tabloski, 2014). Einstaklingar finna jákvæð áhrif á líkamlega heilsu og sálfélagslega líðan jafnvel þó aðeins sé um litla hreyfingu að ræða (IDF, 2013). Lyf Ekki er mikið um klínískar leiðbeiningar um lyfjagjöf sérstaklega fyrir aldraða en vegna hættu á blóðsykursfalli þarf blóðsykursmarkmið að vera hærra (Dardano o.fl., 2014). Reyna þarf lífsstílsbreytingar en ef þær duga ekki til þarf að huga að vali á sykursýkilyfjum. Lyfjagjöf hjá þessum íbúum er flókin og taka þarf tillit til margra þátta. Það eru einkum hjarta- og æðasjúkdómar, skerðing á starfsemi nýrna og fleiri sjúkdómar, notkun margra lyfja og milliverkanir lyfja auk hættu á blóðsykursfalli sem þarf að horfa til (Inzucchi o.fl., 2012). Fjöllyfjanotkun er algeng meðal aldraðra. Þekkt er að breyting verður á lyfjahvörfum og áhrifum lyfja hjá öldruðum vegna skertrar stafsemi í nýrum og lifur og hærri helmingunartíma fituleysanlegra lyfja. Þetta getur leitt til meiri hættu á blóðsykursfalli og hugsanlega þarf að minnka einhverja lyfjaskammta og huga að nýrnastafsemi til að minnka áhrifin (Dardano o.fl., 2014). Einng þarf að vega og meta flókna lyfjameð- ferð, háan kostnaður og lyfjabyrði áður en meðferð hefst og skoða í samhengi við ætlaðan ávinning af meðferð (Kirkman o.fl., 2012). Fylgikvillar Á hjúkrunarheimilum hafa íbúar oft búið lengi við sykursýki og hafa þegar ýmsa fylgikvilla hennar þegar þeir flytja inn. Eðlilegar öldrunarbreytingar og aðrir sjúkdómar ásamt lélegri blóðsykursstjórnun flýta fyrir fylgikvillum sykursýkinnar, eins og sjónkvillum, nýrna- bilun og taugaskaða (Tabloski, 2014). Aldraðir íbúar á hjúkrunarheimili eru oft með marga sjúkdóma og lífslíkur eru oft stuttar. Því þarf að vega og meta hvað vinnst með því að greina fyrstu merki um fylgikvilla. Það þarf að meðhöndla þá til að koma í veg fyrir versnun. Þá áhættuþætti, sem hafa áhrif á virkni og lífsgæði í stuttan tíma, ætti að skoða sérstaklega, eins og hættu á fótasári, aflimun og sjónskerðingu (Kirkman o.fl., 2012). Efling lífsgæða, viðhald á virkni og að koma í veg fyrir að fylgi- kvillar sykursýkinnar verði til þess að íbúinn þurfi að fara TAFLA 1. Leiðbeiningar um langtímablóðsykur hjá öldruðum (ADA, 2016; IDF, 2013) Heilbrigðir Skert virkni Hrumir aldraðir Líknandi meðferð IDF Alþjóðlegar leiðbeiningar 7 – 7,5% 7 – 8% >8,5% Forðast blóðsykur- fall ADA Samtök um sykursýki í Ameríku <7,5% <8% <8,5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.