Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 44
44 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA BYLTUR ERU eitt af algengustu viðfangsefnum öldrunar- hjúkrunar. Bylta er skilgreind sem atburður þar sem einstaklingur fellur óviljandi niður á jörð, gólf eða annan lágan flöt (WHO, e.d.; Landspítali, 2007). Áhættuþættir bylta eru margir og aldraðir sem detta eru oftast með flókin og fjölþætt vandamál. Nauðsynlegt er að aldraðir og aðstandendur þeirra séu meðvitaðir um áhættuþætti fyrir byltum og þekki bestu leiðina til að draga úr byltum og alvarlegum afleiðingum þeirra. Byltur geta aukið hættu á áverkum, verkjum, þjáningu, óöryggi, ósjálfstæði og dauða hjá öldruðum og hafa einnig áhrif á aðstandendur og umönnunaraðila. Einnig geta byltur leitt til að sjúkdómur versni, hreyfigeta minnki og hinn aldraði þurfi að fara fyrr en ella á stofnun (Gray- Micelli og Quigley, 2011; National Institude for Health and Clinical Exellence, 2013). Samkvæmt vefsíðunni Healthy people 2020, þar sem sett voru heimsmarkmið fyrir árin 2010-2020, er eitt af markmiðum, sem tengjast öldruðum, að fyrirbyggja og draga úr byltum sem draga einstakling til dauða. Fjöldi aldraðra í þjóðfélaginu fer ört vaxandi. Á næstu árum verða því margþætt verkefni í heilbrigðisþjónustunni að aðstoða aldraða að lifa við sem mest lífsgæði og sjálf- stæði. Hærri aldur er einn af áhættuþáttunum fyrir byltum og því má gera ráð fyrir að byltum fjölgi á komandi árum vegna fjölgunar aldraðra. Í þessari grein verður farið yfir orsakir, áhættuþætti, alvarlegar afleiðingar bylta, ásamt því að skoða hvernig er hægt að fyrirbyggja byltur hjá öldruðum. Hvað vitum við um byltur? Byltur hjá öldruðum eru algengar og alvarlegt vandamál. Talið er að þriðjungur einstaklinga eldri en 65 ára, sem búsettir eru heima, muni detta einu sinni á ári. Helmingur eldri en 80 ára, búsettir heima eða á hjúkrunarheimili, munu einnig hljóta byltu einu sinni á ári. Af þeim öldruðu sem detta heima hljóta 5% beinbrot eða þurfa að leggjast inn á sjúkrahús (National Institude for Health and Clinical Exellence, 2013). Mest er um byltur á hjúkrunarheimilum þar sem um 50-75% detta árlega (Gray-Micelli og Quigley, 2011). Byltur eru með algengustu óvæntu atvikunum sem skráð eru í atvika- skráningu á heilbrigðisstofnunum (Landlæknisembættið, e.d.; National Institude for Health and Clinical Exellence, 2013). Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu (e.d.) eru byltur á heilbrigðisstofnunum tæplega 53% af heildar- fjölda skráðra óvæntra atvika árið 2015. Þrátt fyrir aukna þekkingu á byltum og byltuvörnum á heilbrigðistofnunum eru aldraðir þar í mun meiri byltu- hættu en þeir sem heima eru. Byltur á heilbrigðisstofnun- um eiga sér oftast stað á fyrstu dögum innlagnar. Ástæður eru margvíslegar, svo sem umhverfi, slappleiki, minnkuð hreyfigeta og jafnvægistruflanir, fjöllyfjanotkun, óráð, þvagleki og tíð þvaglát (Lim o.fl., 2014). Gefnar voru út þverfaglegar klínískar leiðbeiningar til að koma í veg fyrir byltur á sjúkrastofnunum á Landspítala (LSH) árið 2007. Markmið þeirra var að draga úr byltum með því að auðvelda heilbrigðisstarfsfólki að setja fram gagnreyndar meðferðir til að koma í veg fyrir byltur eldra fólks á sjúkrahúsum og draga úr alvarlegum áverkum tengdum þeim (Landspítali, 2007). Í þeim er lögð áhersla á þverfaglegt mat hjá þeim sem eru í byltuhættu, að boðið sé upp á þverfaglega einstaklingshæfða meðferð til varnar byltum og að heilbrigðisstarfsfólk meti og skrái vitræna getu og færni sjúklinga. Ráðlagt var að fræða heilbrigðis- starfsfólks um byltur og byltuvarnir. Orsakir og áhættuþættir bylta Byltur verða yfirleitt vegna samspils líffræðilegra þátta, atferlisþátta, umhverfisþátta og félags- og efnahagslegra þátta. Líffræðilegir þættir eru þá til dæmis aldur og kyn og ýmsir heilsufarsþættir og er oft talað um þessa þætti sem innri áhættuþætti. Ytri þættir eru þá atferlisþættir, umhverfisþættir og félags- og efnahagslegir þættir. Atferlis þættir geta verið meðal annars misnotkun áfengis, óviðeigandi skófatnaður, lítil hreyfing og aðgerðaleysi. HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM? Þórlína Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, Hlíf Guðmundsdóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.