Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 36
36 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA RISTILLINN ER mikilvægt líffæri en hægðir hafa verið viðkvæmt umræðuefni og persónulegt mál sem fólk ber ekki á torg. Umræðan hefur verið að opnast sem er mjög til góðs og menn að gera sér betri grein fyrir mikilvægi góðrar meltingar og hægða og að ristillinn starfi eðlilega. Í nýútkominni metsölubók „Þarmar með sjarma“ er rætt um þessi málefni á skýran, opinn og auðskilinn hátt (Enders, 2015). Meltingarfærin eru eins og rás í gegnum líkamann. Meltingin byrjar í munninum og mikilvægt er að tyggja matinn vel því það skilar sér í betri upptöku næringarefna og góðum hægðum. Á leið niður meltingarveginn blandast ensím í fæðuna sem hjálpa til við frekari meltingu og niðurbrot í prótein, fitu og kolvetni. Vökvi og næringarefni frásogast inn í blóðrásina og það sem ekki nýtist og meltist fer út um endaþarminn í formi hægða (Tabloski, 2014). Hægðalosun er flókið samspil taugaboða og vöðva- hreyfinga og með hækkandi aldri hægir á taugaboðum og hefur það áhrif á hægðalosun. Einnig eru fleiri atriði sem orsaka hægðatregðuna, s.s. andlegir, tilfinningalegir, líkam- legir og umhverfislegir þættir (Roque og Bouras, 2015). Lífsstíll fólks getur einnig breyst með hærri aldri og það getur orsakað hægðatregðu sem síðan getur leitt til lakari líðanar (De Giorgio o.fl., 2015). Meðferð við hægðatregðu hjá öldruðum er mikilvægur þáttur í starfi hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum. Markmiðið með þessari grein er að fjalla um þennan vanda. Rætt verður um algengi, orsakir, einkenni og ekki síst úrræði. Einnig verður sagt frá óhefðbundnum meðferðarúrræðum við hægðatregðu sem gætu e.t.v. verið viðbót við þau ráð sem algengust eru hér á landi. Orsakir hægðatregðu Hægðatregða getur komið upp á öllum aldursskeiðum. Talið er að 20% Vesturlandabúa glími við þennan vanda og er minnkuð neysla trefja í mataræðinu talin ein helsta orsökin. Breytingar á meltingarfærum okkar hefjast fyrir 50 ára aldurinn og er hægðatregða algengari meðal kvenna en karla (Tabloski, 2014). Það skiptir miklu máli að hugsa vel um meltingarfærin og það gerum við m.a. með hollri fæðu og hreyfingu og jafnvægi milli vinnu og hvíldar. Hægðatregða er algeng kvörtun meðal aldraðra og nálægt 50% fólks yfir 80 ára eru með hægðatregðu. Þar af eru 40% eldri borgara sem búa heima með hægðatregðu og 60% þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum (Gandell o.fl., 2013). Hægðatregða er ekki sjúkdómur í sjálfu sér og ekki eðli- leg afleiðing öldrunar þótt vandinn verði mun algengari með hærri aldri. Ýmislegt getur stuðlað að hægðatregðunni og má þar nefna ónóga vökvadrykkju sem getur leitt af sér þurrar og harðar hægðir sem erfitt er að skila frá sér. Of lítil trefjaneysla minnkar rúmmál hægðanna og þar með eiga þær ekki eins greiða leið niður ristilinn. Hafa skal í huga að samspil vökva og trefja er mjög mikilvægt. Nauðsynlegt getur verið að grípa til nokkurra úrræða samtímis við lausn vandans (De Giorgio o.fl., 2015). Minnkuð hreyfigeta er ein orsökin þar sem líkamshreyf- ing eykur blóðflæði og þarmahreyfingar og stuðlar þar með að betri meltingu. Þeir sem eru rúmliggjandi eru því í mikilli hættu fyrir að fá hægðatregðu. Með hækkandi aldri verða breytingar á meltingunni sem tengjast t.d. hægari taugaviðbrögðum og minnkaðri hreyfigetu. Einnig tengjast þær ójafnvægi í vökvabúskap, breytingum á efnaskiptum, sjúkdómum og ýmsum áhrifum af lyfjainntöku (Roque og Bouras, 2105). Einnig geta önnur atriði, sem tengjast lífsstílsbreyting- um, haft áhrif, s.s. breytt mataræði, einangrun og það að vera háður öðrum. Minnkuð virkni í grindarbotni (e.pelvic floor disfunction) getur verið ein orsökin. Konur eru viðkvæmari fyrir þessu þar sem meðganga og fæðingar hafa áhrif á grindarbotninn (Roque og Bouras, 2015). Breytingar á högum fólks, öryggi og umhverfi, s.s. ferða- lög, sjúkrahúsvist og streita, geta sömuleiðis haft áhrif á hægðirnar. Ristillinn er nefnilega viðkvæmt og vanafast líffæri sem þolir ekki miklar breytingar (Enders, 2015). Mörg lyf valda hægðatregðu, sérstaklega þau sem hafa HÆGÐTREGÐA MEÐAL ALDRAÐRA, ORSAKIR, EINKENNI OG RÁÐ Unnur Ágústa Sigurjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.