Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 25
25 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Munnheilsa aldraðra Langvinnir sjúkdómar eru líklegri til að aukast með aldrinum og hafa oft áhrif bæði á líkamlega færni sem og andlega hæfni. Þegar þessi færni er farin að skerðast er erfiðara fyrir einstaklinginn að viðhalda viðunandi munnhreinsun og það leiðir til verri munnheilsu. Skortur á félagslegum stuðningi og ferðaörðugleikar til og frá tannlækni geta einnig haft mikil áhrif (Metcalf o.fl., 2011). Hrumir aldraðir á hjúkrunarheimilum, sem eru háðir þjónustu annarra, eru líklegri en hinir til að búa við slæma munnheilsu vegna líkamlegrar og vitsmunalegrar getu. Þeir eru líklegri til að fá tannskemmdir því matur situr lengur á tönnunum en þeir sem geta sinnt þessu sjálfir (Nitschke o.fl., 2010). Þeir eiga einnig frekar á hættu að fá lungnabólgu vegna ásvelgingar en vel hreinsaður munnur er liður í því að koma í veg fyrir lungnabólgu af þessum toga (Barnes, 2014). Verkir og slæmu ástandi í munnholi geta fylgt tannskemmdum en ef einstaklingurinn á erfitt með að tjá sig eða er með heilabilun getur verið erfitt að greina slíka verki. Mikilvægt er því að fylgjast vel með ástandi munnhols og greina hvort einstaklingurinn er líklegur til að finna til óþæginda, greina ástæður verkjanna og meðhöndla sem fyrst (Tabloski, 2014) en verkir í munnholi draga verulega úr lífsánægju fólks (Östberg og Hall-Lord, 2011). Þurr slímhúð (xerostomia) Munnvatnsframleiðsla minnkar með aldrinum og getur valdið þurrki í munninum. Algengasta ástæðan fyrir munn- þurrki er aukaverkun af lyfjum sem einstaklingurinn tekur en fjölmörg lyf valda þessari aukaverkun, svo sem þríhring- laga þunglyndislyf, deyfilyf, róandi lyf, blóðþrýstingslækk- andi lyf, þvagræsilyf, Parkinsonslyf og fleiri lyf (Tabloski, 2014). Fyrir utan að vera mjög óþægilegt getur þetta valdið margs konar vandamálum, svo sem við að tala og kyngja, en það getur valdið hættu á vannæringu og þyngdartapi en einnig hættu á ásvelgingu og þar með lungnabólgu. Það get- ur valdið óþægindum að hafa gervitennur þegar slímhúðin er þurr (Bissett og Preshaw, 2011). Í munnvatninu er flókin bakteríudrepandi efnasamsetning sem er hluti af ónæm- iskerfinu og ver tennurnar og slímhúðina í munninum. Minnkuð munnvatnsframleiðsla dregur úr ónæmisvörnum aldraðra og eykur líkur á sýkingum í munni. Til að sporna við þurri slímhúð er hægt að örva munnvatnsframleiðsluna með sykurlausu tyggjó eða molum, fá sér sopa af vatni af og til eða jafnvel nota gervimunnvatn. Ef munnþurrkurinn er kominn til vegna lyfja er gott að endurskoða mikilvægi lyfjagjafarinnar. Ekki á að nota munnhreinsisvampa með sítrus sem taldir voru auka munnvatnsframleiðslu þar sem það er skammvirk lausn og eyðir upp glerungi tannanna (Coker o.fl., 2013). Natríumlárýlsúlfat er stundum notað í tannkrem og getur það valdið ertingu á viðkvæmri slímhúð. Hægt er að skola því burt með vatni en þá skolast einnig flúorið burt sem er nauðsynlegt til varnar tannskemmdum. Til eru tannkremstegundir sem innihalda ekki natríumlárýls- úlfat (t.d.Sensodyne ProNamel) og ætti fólk með viðkvæma slímhúð frekar að velja slíkt tannkrem (Meurman, 2012). Vandamál eins og andremma getur verið afleiðing af þurri slímhúð og er hvimleitt. Það getur verið verulega hamlandi fyrir einstaklinginn, til dæmis í samskiptum og þátttöku í ýmsu félagsstarfi (Metcalf o.fl., 2011). Sveppasýking Sveppasýking í munni er yfirleitt af völdum Candida albicans og er algeng aukaverkun af þurri slímhúð. Einkenni eru hvítar skellur í munninum og er hún yfirleitt meðhöndluð með nýstatín-mixtúru (Mycostatin) fjórum sinnum á dag í tvær vikur. Mixtúrunni á að velta uppi í munninum í tvær mínútur í senn. Ef einstaklingurinn er með gervitennur er mikilvægt að taka þær út á meðan og gott er að setja 1 ml út í vatn og láta tennurnar liggja í því yfir nótt eða að minnsta kosti sex klukkustundir (Tabloski, 2014). Ef það er ekki merki um sveppasýkingu en skán er í munninum er betra að nota munnskol eða gel, svo sem klórhexidín (Sargeant og Chamley, 2013). Tannholdsbólga Bólga í tannholdi með roða, bólgu og jafnvel blæðingu eru algeng einkenni tannholdsbólgu (gingivitis). Orsökin eru sýklar frá munnholi sem festa sig við yfirborð tannanna og mynda tannsýklu. Þar veldur tannsýklan ertingu og bólgu í tannholdinu. Með því að bursta tennurnar með flúor bættu tannkremi og nota tannþráð tvisvar á dag má draga úr einkennum tannholdsbólgu (Tabloski, 2014). Ef tannholdsbólgan er ekki meðhöndluð, dreifist bólgan um dýpri lög stoðvefjanna og kallast þá tannvegsbólga (peridontitis). Bólgan er þá ekki aðeins bundin tannholdinu heldur hafa bólgur breiðst út frá tannholdi niður í dýpri vefjalög, svo sem rótarslíður og kjálkabein, og valda eyðingu þar. Að endingu eyðist festa tannarinnar og tönnin losnar (Coker o.fl., 2013). Þetta skapar hættu hjá hrumum öldruð- um með fjölþætt heilsufarsvandamál (Müller og Schimmel, 2010). Erfitt getur reynst að meðhöndla vandamálið þegar aldraðir eiga í hlut og því er fyrirbygging á yngri árum mikilvæg (Tabloski, 2014). Munnbólga (stomatitis) Munnbólga er bólguástand í munni sem getur lýst sér sem lítið sár eða óþægindi yfir í að öll slímhúðin í munn- inum sé blæðandi. Þetta er oft af völdum krabbameinslyfja sem valda frumueyðingu í öllum líkamanum. Að matast og drekka getur verið sársaukafullt. Í þessu ástandi þarf að huga vel að munnhreinsun til að koma í veg fyrir frekari sýkingar, nota milt munnskol og passa að matur og drykkir séu hvorki of heitir, of kaldir né of sterkir (Tabloski, 2014). Krabbamein í munni Góðkynja og illkynja æxli geta myndast í munninum og í kokinu og líkt og önnur krabbamein geta þau valdið meinvarpi í aðra líkamsvefi. Flöguþekjukrabbamein er al- gengasta krabbameinið í munni og er oftast hjá öldruðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.