Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 22
22 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Hvers vegna er mikilvægt að vera á varðbergi fyrir þunglyndi aldraðra? er umhugsunarvert hátt hlutfall þunglyndiseinkenna hjá þeim sem fá lyfjameðferð við þunglyndi (RAI-niðurstöður, 2015). Íhuga mætti að innleiða vinnuferla þess eðlis að lagt sé fyrir nýja íbúa stutt skimunarpróf sem mætti þá leggja aftur fyrir viðkomandi verði breytingar á heilsufari sem og til þess að meta árangur meðferðar. Meðferð Meðferð við þunglyndi er mikilvæg en árangursrík meðferð meðal aldraðra getur bætt tilfinningalega, félagslega og líkamlega virkni og þar með bætt almenna líðan og aukið lífsgæði. Góð meðferð getur leitt af sér betri meðferðarheldni fyrir þá sem glíma við aðra langvinna sjúkdóma og dregið úr dánartíðni þeirra (Khouzam, 2009). Niðurstöður bandarískrar rannsóknar, sem framkvæmd var á árunum 2004-2005, benda til þess að aðeins 17,6% þunglyndra íbúa hjúkrunarheimila fái viðeigandi þunglyndislyfjameðferð. Vert er að taka fram að í þeirri rannsókn voru aðrar tegundir þunglyndismeðferðar ekki skoðaðar. Hlutfall þunglyndra án meðferðar var töluvert hærra en hér á landi eða um 25%. Af þeim sem voru þunglyndir og fengu lyfjameðferð var ríflega helmingur sem fékk óæskilega lyfjameðferð, þ.e. þunglyndislyf höfðu milliverkanir við önnur lyf eða lyfjameðferð féll ekki vel að öðrum sjúkdómi sem einstaklingurinn glímdi við. Athyglisvert er að 42% einstaklinga sem voru ekki þung- lyndir voru engu að síður á einu eða fleiri þunglyndislyfi (Hanlon o.fl., 2011). Þessar vísbendingar um óviðeigandi notkun þung- lyndislyfja eru umhugsunarverðar m.t.t. þeirra áhrifa sem þau geta haft á einstaklingana. Aukaverkanir þunglyndis- lyfja eru margvíslegar og því mikilvægt að huga að þeim þegar meðferð er ákveðin. Meðal aukaverkana geta verið brjóstverkir, meltingatruflanir, lystarleysi, munnþurrkur, óróleiki og útbrot (Lyfjastofnun, e.d.) en þetta er einungis brot af þeim aukaverkunum sem þunglyndislyf geta valdið. Þá þarf að hafa í huga að stilla lyfjaskammta til að mæta öldrunartengdum breytingum og minnka þannig líkur á alvarlegum aukaverkunum (Alamo o.fl., 2014). Niðurstöður íslenskrar rannsóknar benda til þess að hérlendis sé geðlyfjanotkun meðal aldraðra sem búa utan stofnanna umtalsverð eða um tvöfalt meiri en í Danmörku. Þunglyndislyfjanotkun var tæplega 29% hjá konum og rúmlega 18% hjá karlmönnum (Ólafur Samúelsson o.fl., 2009). Þessi kynjamunur á lyfjanotkun endurspeglar þær vísbendingar sem benda til þess að þunglyndi sé algengara meðal kvenna heldur en karla (Tabloski, 2014). Þunglyndislyf eru ekki töfralausnin við þunglyndi meðal aldraðra. Vissulega er lyfjameðferð góð og gild þar sem hún er viðeigandi en jafnframt virðist sú meðferð vera fyrsti kostur við þunglyndi. Sýnt hefur verið fram á að hugræn atferlismeðferð sé mjög áhrifarík til meðhöndlunar á þunglyndi aldraðra og helst ávinningur meðferðar í a.m.k.sex mánuði eftir að meðferð líkur (Gould o.fl., 2012). Kínverjar standa frammi fyrir því að skortur er á fagfólki með sérhæfingu á geðrænum vandamálum. Tang og fleiri (2015) könnuðu því hvort hægt væri með auð- veldum hætti að þjálfa heimilislækna á dreifbýlum svæðum í að veita þessa meðferð. Niðurstöður þeirra leiddu í ljós að þessir nýju meðferðaraðilar gátu tileinkað sér færni til að veita hugræna atferlismeðferð og meðferð þeirra var árangursík. Því mætti skoða hvort unnt er að að þjálfa hjúkrunarfræðinga sem og annað heilbrigðisstarfsfólkí sem starfar í öldrunarþjónustu, í því að meðhöndla aldraða með þessu meðferðar-úrræði. Þannig mætti bæta aðgengi íbúa á hjúkrunarheimilum að þessu meðferðarúrræði og samtvinna lyfjameðferð og hugræna atferlismeðferð. Fleiri meðferðarúrræðum er beitt við meðhöndlun þunglyndis en ekki verður fjallað nánar um þau í þessari grein. Lokaorð Hækkandi aldur, lítill félagslegur stuðningur og erfið fjárhagsstaða gerir aldraðra berskjaldaðri fyrir þunglyndi en annað fólk (Glaesmer o.fl., 2011). Enn fremur verða ýmsir kvillar algengari með hækkandi aldri og er þung- lyndi einn af þeim sem getur haft gríðarleg áhrif á líðan fólks. Þunglyndi hefur neikvæð áhrif á virkni fólks og getu til sjálfstæðis (Drageset o.fl., 2011). Vísbendingar eru um að þunglyndi sé vangreint og vanmeðhöndlað eða jafnvel ofmeðhöndlað (Hanlon o.fl., 2011). Hægt er að beita skimun til að komast að því hvaða einstaklinga þarf að meta betur og getur RAI-matstækið, sem notað er á öllum hjúkrunarheimilum, verið gagnlegt í þeim tilgangi. Lyfjameðferð virðist oft vera fyrsti kostur til að meðhöndla þunglyndi en hafa ber í huga að aldraðir eru viðkvæmari fyrir aukaverkunum lyfja en þeir sem yngri eru. Viðeigandi lyfjameðferð hefur meiri ávinning en áhættu og því ætti alltaf að veita æskilega lyfjameðferð (Crumpacker, 2008). Markmið meðferðar ætti ekki eingöngu að snúast um skjótan bata heldur einnig um það að halda sjúkdómnum í skefjum (Reynolds o.fl., 2011). Góð eftirfylgni, sam- talsmeðferð, viðeigandi lyfjameðferð, meðferðarheldni og eftirlit með aukaverkunum leiðir af sér minni áhættu og lægri dánartíðni (Gallo o.fl., 2013). Þess vegna er mikil- vægt að greina og meðhöndla þunglyndi meðal aldraðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.