Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 51
51 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Forvarnir gegn myndun þrýstingssára og notkun klínískra leiðbeininga áhættuhópi sem eru lagðir inn á sjúkrahús, þ.e. hjá einstaklingum sem eru lamaðir fyrir neðan háls, einstak- lingum sem liggja á gjörgæslu og hjá öldruðum sem leggjast inn vegna mjaðmabrots. Meirihluti þrýstingssára kemur fram hjá einstaklingum eldri en 70 ára (Tabloski, 2014) og algengustu staðirnir, sem þrýstingssár myndast á, eru spjaldhryggur og hælar (Bredesen o.fl., 2015). Áhættumat og forvarnir gegn myndun þrýstingssára Myndun þrýstingssára hefur verið tengd við gæði hjúkrunar og því eru það hjúkrunarfræðingar og aðrir umönnunaraðilar sem fyrst og fremst bera ábyrgð á því að fyrirbyggja og græða þrýstingssár. Áhættumat og fyrir- byggjandi aðgerðir skipta miklu máli og ber að framkvæma (Tabloski, 2014). Klínískar leiðbeiningar Landspítala um áhættumat og varnir gegn myndun þrýstingssára þjóna þeim tilgangi að leiðbeina starfsfólki með gagnreyndri þekkingu. Greining áhættuþátta felst í að meta húð einstaklings við innlögn og síðan daglega hjá þeim sem eru í hættu á að fá þrýstingssár, greina og flokka þrýstingssár samkvæmt skilgreiningu EPUAP og einnig nákvæmri skráningu. Einstaklingsmiðuð átætlun er svo byggð á matinu (Landspítali, 2008). Tilgangur áhættumats er að finna þá einstaklinga sem eru í mestri hættu fyrir myndun þrýstingssára. Áhættumat á að framkvæma kerfisbundið með viðurkenndu mælitæki en einnig á að nota klíníska dómgreind við matið (EPUAP/ NPUAP, 2009). Rétt greining á þeim þáttum, sem setja einstakling í áhættuhóp fyrir myndun þrýstingssára, skiptir höfðumáli, með því er hægt að greina og veita viðeigandi forvarnir (Cowan o.fl., 2012). Í klínískum leiðbeiningum er mælt með að nota Braden-mælitækið við áhættumat fyrir myndun þrýstings- sára (Landspítali, 2008). Braden-mælitækið er mikið notað og rannsakað mælitæki sem var útbúið af Barböru Braden og Nancy Berström og var upphaflega sett fram og prófað hjá öldruðum einstaklingum á hjúkrunarheimilum (Cowan o.fl., 2012). Mælitækið byggir á sex áhættuþáttum: virkni, hreyfigetu, skyntilfinningu, næringu, raka og núningi og togi. Einstaklingnum eru gefin stig á bilinu 6-23 og ef stigafjöldinn er undir 18 telst það vera vísbending um aukna áhættu fyrir myndun þrýstingssára (Moore og Cowman, 2012). Mælitækinu fylgja leiðbeiningar um fyrirbyggjandi aðgerðir eftir áhættuflokkum kvarðans (Landspítali, 2008). Samkvæmt leiðbeiningum um varnir gegn myndun þrýstingssára er mælt með að nota snúningsskema sem er miðaður að þörfum einstaklingsins, hjá rúmföstum einstaklingum er mælt með 30° hliðarlegu og 30° hækkun á höfðalagi og stuðningi við bak einstaklingsins. Nota skal þrýstingsdreifandi dýnur hjá þeim sem eru ≤ 18 á Braden-mælikvarða og loftdýnur hjá þeim sem eru ≤ 12 á Braden-mælikvarðanum. Nota verður rétta tækni við hagræðingu, flutning og snúning til þess að koma í veg fyrir núningsáverka. Vernda þarf og viðhalda heilli húð, verja hana fyrir raka og forðast að nudda húð yfir útstæðum beinum. Mælt er með reglubundnu verkjamati og meðhöndlun verkja með lyfjum, hagræðingu og annars konar verkjameðferð sem ekki byggist á lyfjum. Mælt er með mati á næringarástandi einstaklings og að gera áætlun um viðbótarnæringu sé þess þörf (Landspítali, 2008). Í rannsókn á Landspítala 2008 kom fram að að- gerðir starfsfólks til þess að koma í veg fyrir myndun þrýstingssára voru ómarkvissar og notkun snúnings- og hagræðingar skema var of lítil miðað við þann fjölda einstaklinga sem var í áhættuhóp (Guðrún Sigurjónsdóttir o.fl., 2011). Svipaðar niðurstöður voru í rannsókn Bredesen o.fl. (2015) en þar kom fram að starfsfólki fannst notkun snúnings- og hagræðingarskema vera of tímafrek. Í rannsókn Vanderwee o.fl. (2007) kom fram að ein- ungis 9,7% af einstaklingum, sem töldust í áhættuhóp fyrir myndun þrýstingssára samkvæmt Braden-mælikvarðanum, fékk viðeigandi forvarnir. Rannsakendur urðu fyrir vonbrigðum þegar þeir komust að því að fyrirbyggjandi aðgerðir voru lítið notaðar hjá einstaklingum í áhættuhóp. Þeir töldu hugsanlegar ástæður skort á viðeigandi búnaði eða skort á þekkingu á árangursríkum forvörnum. Það kom hins vegar í ljós að margir þeirra einstaklinga, sem ekki voru í áhættuhóp, voru á þrýstingsdreifandi dýnum og sessum og snúið reglulega. Í samanburðarrannsókn Moore og félaga (2011) var einstaklingum skipt í tvo hópa þar sem tilrauna- hópnum var snúið 30° á þriggja klukkustunda fresti á tímabilinu frá kl. 20:00 að kvöldi til kl. 8:00 að morgni. Samanburðarhópurinn fékk hefðbundna aðferð við snúning, þ.e. að snúa 90° á 6 klst. fresti á sama tímabili. Niðurstöðurnar sýndu að í tilraunahópnum fengu 3% einstaklinga þrýstingssár en í samanburðarhópnum voru það 11%. Þessar niðurstöður styðja tilmæli um forvarnir við þrýstingssárum frá Landspítala um að snúa einstakling- um í 30° hliðarlegu. Hver og ein stofnun ætti að setja sér stefnu um áhættumat og varnir gegn myndun þrýstingssára, tíðni endurmats, aðferðir við skráningu og mat á innri og ytri áhættuþáttum hjá hverjum einstaklingi fyrir sig. Þeir áhættuþættir, sem greindir eru hjá hverjum einstaklingi, ættu svo að leiða til einstaklingsmiðaðrar áætlunar til þess að draga úr áhrifum þessara þátta og nota til þess klínískar leiðbeiningar (EPUAP/NPUAP, 2009). Þekking og notkun klínískra leiðbeininga Klínískar leiðbeiningar um forvarnir gegn myndun þrýstingssára leggja áherslu á að skima eftir einstaklingum í hættu fyrir myndun þrýstingssára með skoðun á húð við innlögn, daglegu endurmati og að veita viðeigandi forvarnir tímanlega (Barker o.fl., 2013). Þrátt fyrir að alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar um varnir gegn myndun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.