Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 59
59 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Langvinn lungnateppa og aldraðir LANGVINN LUNGNATEPPA (LLT) er sjúkdómur sem veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum þeirra sem af honum þjást. Sjúkdómurinn verður æ algengari og er áætlað að árið 2020 verði LLT í þriðja sæti yfir algengustu dánarorsök í heiminum (Kaufman, 2013). Niðurstöður íslenskrar rannsóknar frá árinu 2007 sýna að um 18% Íslendinga eru með langvinna lungnateppu og má gera ráð fyrir að sú tala eigi eftir að hækka með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið (Bryndís Benediktsdóttir o.fl., 2007). Samkvæmt þessu má ætla að fjöldi aldraðra einstaklinga með langvinna lunganteppu eigi eftir að aukast. Hjúkrun aldraðra einstak- linga með LLT er yfirgripsmikil og nær til margra þátta. Tilgangur þessarar fræðslugreinar er að fjalla um með- ferðarúrræði sem hafa þarf í huga við umönnun aldraðra einstakinga með LLT til að auka öryggi þeirra og lífsgæði á efri árum. Hvað er langvinn lungnateppa? Langvinn lungnateppa (LLT) er ólæknandi og lífshættu- legur sjúkdómur í lungum. Global initiative for chronic lung disease (GOLD) skilgreinir langvinna lungnateppu sem „algengan sjúkdóm í lungum sem hægt er að koma í veg fyrir og meðhöndla. Sjúkdómurinn einkennist af þrálátri teppu í lungum sem ágerist smám saman og henni tengjast langvarandi bólguviðbrögð í lungnavef við ertandi ögnum eða lofttegundum” (Global initiative for chronic lung disease [GOLD], 2015). Til langvarandi lungnateppu teljast tveir nátengdir sjúkdómar í lungum, langvinn berkjubólga og lungnaþemba. Ef annar er til staðar er hinn það að jafnaði líka en misjafnt er hvor hefur meiri áhrif á heilsuna (Tabloski, 2014). Langvinn berkjubólga lýsir sér sem bólga í berkjum sem orsakast af langvarandi ertingu. Bólgusvörun veldur þrengslum í lungnaberkjum sem leiða til þess að inn- og útöndun verður erfiðari. Slímframleiðsla eykst og bifhár slímhúðar lamast og það leiðir til þess að hreinsun lungna verður ófullnægjandi. Í lungnaþembu verða skemmdir í lungnablöðrum, þær renna saman vegna bólgu, stækka og veggir þeirra missa teygjanleika sinn. Lungun ná ekki að starfa á eðlilegan hátt og skerðing verð- ur á súrefnisupptöku til vefja líkamans. Í sumum tilfellum verður einnig skerðing á losun koltvísýrings frá lungum og óæskileg efni geta safnast upp og valdið öndunarbilun (Kaufman, 2013). Reykingar eru aðaláhættuþátturinn fyrir myndun LLT og talið er að rekja megi allt að 90% tilfella til þeirra. Óbeinar reykingar, iðnaðarryk, ýmis kemísk efni og loftmengun geta einnig átt þátt í myndun LLT (Tabloski, 2014). Greining LLT Greining sjúkdómsins fer fyrst og fremst fram með öndunarmælingu (spírómetríu) sem mælir starfsemi lungn- anna. Mælt er hlutfall fráblásturs á 1 sekúndu (FEV1) og heildarrúmmáls (FVC) eftir notkun á berkjuvíkkandi lyfi. Ef hlutfall milli FEV1 og FVC er lægra en 70% er um teppusjúkdóm að ræða. Við útreikninga er tekið tillit til aldurs, hæðar og kyns (GOLD, 2015). Eftir að niðurstöður úr öndunarprófi liggja fyrir er sjúkdómurinn flokkaður í fjögur stig eftir alvarleika (sjá töflu 1). Einkenni LLT Einkenni langvinnar lungnateppu þróast á löngum tíma og koma yfirleitt ekki fram fyrr en eftir miðjan aldur. Hósti og uppgangur eru oft fyrstu einkenni (Tabloski, LANGVINN LUNGNATEPPA OG ALDRAÐIR Jóna Bára Jónsdóttir TAFLA 1. Flokkun LLT ( GOLD, 2015). Sjúklingur er með teppu ef FEV1/FEV < 70% GOLD-stig 1 Vægur sjúkdómur FEV1 ≥ 80% af spáðu gildi GOLD-stig 2 Meðalslæmur sjúkdómur 50% ≤ FEV1 < 80% af spáðu gildi GOLD-stig 3 Alvarlegur sjúkdómur 30% ≤ FEV1 < 50% af spáðu gildi GOLD-stig 4 Mjög alvarlegur sjúkdómur FEV1 < 30% af spáðu gildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.