Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 24
24 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Munnheilsa aldraðra ÖLDRUÐUM MUN fjölga mjög á næstu árum og áratugum og er áætlað að mesta fjölgunin verði í aldurshópnum 85 ára og eldri. Munnheilsa er öllum mikilvæg en sérstaklega þeim eldri. Fólk heldur eigin tönnum lengur nú á dögum en áður var og hefur orðið mikil breyting á örfáum áratug- um. Margir eru með dýrar viðgerðir í tönnunum, krónur, brýr og ígræðslur sem kalla á gott hreinlæti til að viðhalda góðri munnheilsu og fyrirbyggja vandamál. Slæm munn- heilsa eykur líkur á tannskemmdum, sjúkdómum í gómum og sveppasýkingum sem geta valdið miklum óþægindum og skertum lífsgæðum hjá öldruðum. Fullnægjandi munnheilsu virðist vera ábótavant á hjúkrunarheimilum en heilbrigðisstarfsfólk og aðrir umönnunaraðilar gegna mikilvægu hlutverki við að betrumbæta munnheilsu skjólstæðinga sinna og ætti hún að vera hluti af heildstæðri hjúkrun þeirra. Heilbrigður munnur Heilbrigður munnur á að hafa hreinar tennur með lágmarkstannsýklu. Fyllingar og viðgerðir eiga að vera óskemmdar svo þær valdi ekki skaða á aðliggjandi vefjum, tungu eða kinnum. Gómarnir eiga að vera bleikir og stinnir. Blæðing frá gómi er ábending um vandamál og ætti að fá sérfræðiálit tannlæknis. Gervitennur, hvort sem eru nokkrar eða allur tanngarðurinn, eiga að vera hreinar og án skarpra brúna. Tungan á að vera bleik með jafnri áferð og ósködduð. Slímhúðin á að vera bleik, mjúk, rök og án sára. Sár, hvítar eða rauðar skellur í munni, sem hafa verið viðvarandi í meira en tvær vikur, er óeðlilegt ástand og ætti að fá álit tannlæknis á því (Bissett og Preshaw, 2011). Ýmsar breytingar eiga sér stað í munninum með hækk- andi aldri. Bragðlaukum fækkar og þeir rýrna og þar með minnkar getan til að finna bragð. Munnvatnsframleiðsla minnkar einnig með aldrinum og getur valdið því að slímhúðin verði mjög þurr en það eykur líkur á sjúkdóm- um í munni. Gómar rýrna og því verða tennur viðkvæmari, en glerungur tannanna eyðist með tímanum og það veldur enn meiri líkum á tannskemmdum. Rýrnun verður á vef í munnholinu, það getur valdið því að falskar tennur verða of stórar og passa illa og geta sært viðkvæmt tannholdið. Ef einstaklingurinn er með eigin tennur getur þessi rýrnun valdið því að þær færast til og slíkt getur valdið sársauka. Slíkt getur leitt af sér að fólk forðast að borða ýmsa holla fæðu eins og grænmeti og ávexti og það getur síðan leitt af sér vannæringu. Það er mjög mikilvægt að viðhalda hreinlæti í munninum og koma þannig í veg fyrir mörg óþægindi (Tabloski, 2014). Góð munnheilsa hefur góð áhrif á næringu, samskipti og líðan einstaklingsins, en slæm munnheilsa eykur líkur á sýkingu, skapar vandamál við að nærast, tyggja, tala og hefur slæm áhrif á líðan hans (Sonde o.fl., 2011). Að viðhalda góðri munnheilsu Góð munnheilsa byggist fyrst og fremst á sykurlitlu fæði, góðu flæði munnvatns og góðri tannhreinsun (Bissett og Preshaw, 2011). Að hreinsa burt skán af tönnum krefst góðra fínhreyfinga, góðrar sjónar og áhuga á verkinu. Best er að bursta tennurnar kerfisbundið og fara rækilega yfir hvern flöt tannanna með þeirri aðferð sem hentar hverjum og einum en ekki hefur verið sýnt fram á að ein aðferð sé betri en önnur (RNAO, 2008). Mælt er með að bursta tennurnar með flúorbættu tannkremi í tvær til þrjár mínútur með léttum þrýstingi að minnsta kosti tvisvar á dag (Hayasaki o.fl., 2014). Bakteríur í munni setjast jafnt á gervitennur sem eigin tennur og séu þær vanhirtar eykur það líkur á sýkingum og sveppasýkingum. Þrif á slímhúð í munni og tungu fjarlægja tannsýklu og draga úr fjölda ör- vera í kokinu og er mikilvægt að þrífa munnholið, líka hjá þeim sem eru tannlausir. Tannlausir, sem nota gervitennur, þurfa því líka að huga að munnhreinsun og fara reglulega til tannlæknis (Nitschke o.fl., 2010). Gervitennur á að láta liggja í köldu vatni yfir nótt. Ef tannsteinn myndast á gervitönnum er hægt að setja þær í edikblöndu um stund, eina matskeið af ediki út í eitt glas af vatni og skola svo af með volgu vatni, þó ekki oftar en einu sinni í mánuði (Tannverndarráð, e.d.). MUNNHEILSA ALDRAÐRA Halla Beic Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.