Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 55
55 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Hjartabilun: Vangreindur sjúkdómur hjá öldruðum (Mcllvennan og Allen, 2016). Hrumleiki er safn einkenna sem veldur hægri afturför í færni og heilsu. Einkenni hrumleika eru samspil ýmissa líffræðilegra, vitrænna og félagslegra þátta sem veldur auknu varnarleysi líkamans (Graham o.fl., 2013). Þar af leiðandi er langvinn hjartabil- un stundum vangreind þar sem einkenni hennar eru óljós og lýsa sér eins og það sem fólk telur vera eðlileg áhrif öldrunar, með úthaldsleysi og þreytu. Það er því mikilvægt fyrir fagfólk að vera vakandi fyrir einkennum hennar svo að hún sé greind og meðhöndluð í tíma til að viðhalda lífsgæðum hins aldraða (Chase, 2014). Fjögur stig langvinnrar hjartabilunar Að sögn Hjartasamtaka New York, NYHC (New York Heart Association), er hjartabilun flokkuð í fjögur stig eftir alvarleika einkenna og hvað áhrif þau hafa á sjúkinginn. Á fyrsta stigi hefur hjartabilun ekki áhrif á líðan fólks. Á öðru stigi hefur sjúkdómurinn væg áhrif á sjúklinginn en á þriðja og fjórða stigi veruleg áhrif á daglegt líf sjúklingsins og skerðir lífsgæði hans. Þegar hjartabilun er komin á III. og IV. stig telst sjúkdómurinn vera langt genginn, sjá töflu 1 (American Heart Association, 2016). Einkenni langvinnrar hjartabilunar Mikilvægt er að greina og meta einkenni langvinnrar hjartabilunar, merkjum um versnandi einkenni og bregðast við á viðeigandi hátt. Meðferð einkenna er flókin þar sem um samspil líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta er að ræða. Því þarf þjónustan að byggjast á þverfaglegri samvinnu heilbrigðisstarfsfólks og samvinnu starfsfólksins við sjúklinginn (Allen o.fl., 2012). Einkenni langvinnar hjartabilunar geta verið óljós, sérstaklega hjá öldruðum, eins og fram hefur komið. Einkenni, sem sjúklingur með hjartabilun lýsir, geta stafað af öðrum sjúkdómum og geta komið hægt og bítandi á löngum tíma. Einkenni langvinnar hjartabilunar eru mismunandi eftir einstaklingum og geta t.a.m. verið mæði, verkir, þreyta, úthaldsleysi, bjúgur, svefntruflanir, hósti, þyngdaraukning eða þyngdartap, lystarleysi og ógleði. Einnig einkenni eins og þandar hálsæðar, öndunarerf- iðleikar og þá sérstaklega þegar einstaklingurinn leggst niður. Langvinn hjartabilun hefur líka áhrif á andlega líðan og getur valdið þunglyndi, hræðslu, kvíða og félagslegri einangrun. Ef sjúklingarnir eru á lyfjum vegna annarra hjartasjúkdóma eða háþrýstings geta einkenni verið óljósari til að byrja með og erfiðara að greina hjartabilun- ina (McMurray o.fl., 2012). Tilvalið er að nota matstækið Edmonton Symptom Assessment System (ESAS) til að meta einkenni sjúklinga með hjartabilun þar sem metin eru níu algeng einkenni hjá sjúklingum. Í mælitækinu er metinn verkur, þreyta, ógleði, þunglyndi, kvíði, syfja, matarlyst, vellíðan og mæði (Cancer Care Ontario, 2016). Eins og fram hefur komið hrjá öll þess einkenni einstaklinga með hjartabilun. Í ESAS er ekki spurt sérstaklega út í bjúg og þyngdaraukningu, en mikilvægt er að fylgjast með því og meta hjá þeim sem eru með langvinna hjartabilun. Þegar sjúklingar með hjartabilun leggjast inn á sjúkrahús er það oftast vegan vökvasöfnunar. Snemmkomin einkenni vökvasöfnunar eru mæði, bjúgur á fótleggjum, þyngdaraukning, þan á bláæðum í hálsi, brak við lungnahlustun og öndunarerfiðleikar þegar einstak- lingurinn leggst niður en lagast svo þegar hann reisir sig við (Albert, 2012). Sjúkrahúsinnlagnir auka dánartíðni hjá hjartabiluðum en tuttugu prósent þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús deyja innan eins árs frá innlögn og því er mikilvægt að koma í veg fyrir bráða versnun og innlagnir eins og hægt er (Nicholson, 2014). Einkenni, sem helst hafa áhrif á lífsgæði einstaklinga með langvinna hjartabilun, eru þunglyndi, þreyta (út- haldsleysi), svefntruflanir, verkir og andnauð. Andnauð og þreyta eru samt þau einkenni sem sjaldnast eru meðhöndluð hjá þessum sjúklingum þar sem þau eru erfið viðureignar og geta verið aukaverkanir lyfja sem notuð eru til að meðhöndla sjúkdómseinkennin (Bekelmann o.fl., 2011). Þreyta er það einkenni hjartabilunar sem hefur mest áhrif á líf og almenna líðan sjúklingsins en mjög erfitt er að eiga við hana þar sem líffræðilegir (aldur og kyn), lífeðlisfræðilegir og andlegir þættir hafa áhrif á hana. Orsakir þreytu geta verið líkamlegar, til dæmis vegna þess að vefi líkamans vantar súrefni, blóðleysi hrjáir líkamann eða truflun er í starfsemi skjaldkirtils. Þreytan getur líka verið af andlegum toga, eins og tilfinningaálag vegna einkenna langvinnrar hjartabilunar. Þunglyndi og kvíði eru einnig algeng einkenni hjá sjúklingum með hjartabilun og rannsóknir sýna að sterk tengsl eru á milli þreytu, TAFLA 1. Stig og einkenni hjartabilunar samkvæmt flokkun New York Heart Association (Tómas Guðbjartsson o.fl., 2014). Stig I Engar takmarkanir á athöfnum daglegs lífs. Venjuleg líkamleg áreynsla veldur ekki óeðlilegri þreytu, mæði eða hjartsláttaróþægindum Stig II Væg takmörkun á líkamlegri áreynslu en ekki óþægindi í hvíld. Venjuleg líkamleg áreynsla veldur þreytu, hjartsláttaróþægindum, mæði eða hjartaöng. Stig III Veruleg takmörkun á líkamlegri áreynslu. Engin óþægindi í hvíld en minnsta áreynsla veldur áðurnefndum einkennum. Stig IV Vangeta til að reyna nokkuð á sig líkamlega og einkenni hjartabilunar eru til staðar í hvíld. Öll líkamleg áreynsla veldur stigvaxandi óþægindum og einkennum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.