Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 18
18 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Verkjamat fólks með heilabilun með matstækinu PAINAD Samantekt Heilabilun er heilkenni sem hrjáir um eitt prósent þjóðarinnar og líkur á heilabilun aukast hratt með hækk- andi aldri. Rannsóknir sýna að verkir eru algengir meðal aldraðra og algengt er að þeir séu van-meðhöndlaðir. Þetta á enn frekar við þegar litið er til einstaklinga með heilabil- un. Verkir skerða lífsgæði sjúklinga, þeir valda sjúklingum sálrænum kvillum og flækja meðferð þeirra. Góð verkjameðferð byggist á áreiðanlegu verkjamati. Sjálfsmat á verkjum, sem nefnt hefur verið „gullni staðall- inn“ í verkjamati, hentar illa fyrir einstaklinga með langt gengna heilabilun. Þörf er fyrir auðnotað mælitæki á verki sem byggir ekki á sjálfsmati sjúklinganna. Síðustu ár hefur athyglin í auknum mæli beinst að hegðunarbreytingum sem koma fram hjá einstaklingum með heilabilun. Útbúin hafa verið tæki sem meta verki út frá athugunum á hegðun sjúklinga sem eiga erfitt með að tjá sig um verki. PAINAD er eitt þeirra tækja sem útbúin hafa verið með það að leiðarljósi að greina verki hjá einstaklingum með langt gengna heilabilun. Tækið er fljótlegt í notkun og er nú aðgengilegt á íslensku. Mikilvægt er að starfsfólk á íslensk- um hjúkrunarheimilum hafi þekkingu á hvaða aðferðir hafa reynst bestar við að meta verki hjá þeim sem eru með heilabilun enda eru um 70% af þeim sem dvelja þar með einhver einkenni heilabilunar. HEIMILDIR Achterberg, W. P., Gambassi, G., Finne-Soveri, H., Liperoti, R., Noro, A., Frijters, D. H., o.fl. (2010). Pain in European long-term care facilities: Cross-national study in Finland, Italy and The Netherlands. Pain, 148(1), 70-74. AGS Panel on Persistent Pain in Older Persons (2002). The management of persistent pain in older persons. Journal of the American Geriatric Society, 50(6), S205-224. Apinis, C., Tousignant, M., Arcand, M., og Tousignant-Laflamme, Y. (2014). Can adding a standardized observational tool to interdisciplinary evaluation enhance the detection of pain in older adults with cognitive impairments? Pain Medicine, 15(1), 32-41 Chen, Y. H., Lin, L. C., og Watson, R. (2010). Validating nurses’ and nursing assistants’ report of assessing pain in older people with dementia. Journal of Clinical Nursing, 19(1-2), 42-52. Cohen-Mansfield, J., og Lipson, S. (2008). The utility of pain assessment for analgesic use in persons with dementia. Pain, 134(1-2), 16-23. DOI: S0304-3959(07)00137-6 [pii]10.1016/j.pain.2007.03.023. Helgi Egilsson (2014). Verkir hjá einstaklingum með langt gengna heilabilun: Umfjöllun og rannsókn. BS-lokaverkefni. Háskóli Íslands, Hjúkrunarfræðideild; http://skemman.is/handle/1946/18657. Herr, K., Bjoro, K., og Decker, S. (2006). Tools for assessment of pain in nonverbal older adults with dementia: A state-of-the-science review. Journal of Pain and Symptom Management, 31(2), 170-192. Herr, K., Bursch, H., Ersek, M., Miller, L. L., og Swafford, K. (2010). Use of pain-behavioral assessment tools in the nursing home: Expert consensus recommendations for practice. Journal of Gerontological Nursing, 36(3), 18-29. Herr, K., Coyne, P. J., Key, T., Manworren, R., McCaffery, M., og Merkel, S. (2006). Pain assessment in the nonverbal patient: Position statem- ent with clinical practice recommendations. Pain Management Nursing, 7(2), 44-52. Herr, K. og Garand, L. (2001). Assessment and measurement of pain in older adults. Clinics in Geriatric Medicine 17(3), 457-465. Hjaltadóttir, I., Hallberg, I. R., Ekwall, A. K., og Nyberg, P. (2011). Health status and functional profile at admission of nursing home residents in Iceland over 11-year period. International Journal of Older People Nursing, 7(3), 177-187. MYND 1. Mynd af vasakorti sem sýnir PAINAD-mælitækið sem gefið var út á Landspítala fyrir starfsfólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.