Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 40
40 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA SVEFN ER nauðsynlegur fyrir góða heilsu og stuðlar að bættum lífsgæðum óháð aldri, en aldurstengdar breytingar á svefni eru vel þekktar. Aldraðir þurfa jafn mikinn svefn og þeir sem yngri eru, en svefnmynstur þeirra breytist oftast nær. Þeir eru að jafnaði lengur að sofna, vakna oftar yfir nóttina, sofa styttra í einu og ná styttri djúpsvefni en þeir sem yngri eru. Margs konar svefnvandamál eru algeng hjá íbúum hjúkrunarheimila landsins, úr þeim er reynt að leysa með misjöfnum hætti og misjöfnum árangri. Brýnt er að fagfólk þekki hvaða ráð og íhlutanir hafa reynst best til að stuðla að góðum nætursvefni meðal íbúa hjúkrunarheimila. Í þessari grein verður rýnt í niðurstöður rannsókna síðustu ára á þessu sviði. Almennt um svefn aldraðra og undirliggjandi áhrifaþætti Meðalsvefnþörf fullorðinna einstaklinga er 6-10 klukkustundir. Svefnþörfin minnkar ekki með aldrinum en aldurstengdar breytingar á svefnmynstri eru þekktar, þar sem aldraðir eru oft lengur að sofna, ná styttri eða engum djúpsvefni, vakna oftar og eru lengur að sofna aftur en þeir sem yngri eru. Svefn er bráðnauðsynleg hvíld fyrir lík- amlega og andlega heilsu. Svefn skiptist í fimm svefnstig, fyrstu tvö svefnstigin eru léttasti svefninn þegar minnst áreiti þarf til að vakna upp, en í djúpsvefni á stigi þrjú og fjögur fer fram endurnýjun og viðhald á líkamanum. Draumsvefn (REM-svefn) fylgir á eftir léttasta svefninum en hann er mikilvægur fyrir minni og einbeitingu. Yfir nóttina förum við að jafnaði í gegnum öll svefnstigin á hverjum 90-120 mínútum, en aldraðir ná oft aðeins fyrsta og öðru stigi svefns og hvílast því ekki eins vel yfir nóttina (Tabloski, 2014). Hrumir aldraðir íbúar hjúkrunarheimila eru líklegir til að eiga við svefnvandamál að stríða en hvernig við vinnum með þau skiptir höfuðmáli. Langvinnir sjúkdómar hafa mikil áhrif á gæði og lengd svefns hjá öllum aldurs- hópum en þeir eru jafnan algengari meðal aldraðra íbúa á hjúkrunarheimilum. Sjúkdómar á borð við kvíða, þung- lyndi, fótaóeirð og kæfisvefn hafa bein og óbein áhrif á gæði svefns (Bourgeois o.fl., 2013). Fjölmargir lyfjaflokkar hafa neikvæð áhrif á gæði svefns, s.s. beta-hemlar, berkju- víkkandi lyf, sterar, þvagræsilyf, hjartalyf, meltingafæralyf, þunglyndislyf og ýmis fleiri. Einnig hafa reykingar og neysla koffíns neikvæð áhrif á gæði svefns (Bloom o.fl., 2009). Svefnvandamál koma sterkar fram og eru algengari hjá öldruðum íbúum hjúkrunarheimila en meðal aldraðra sem búa utan hjúkrunarheimila. Margir innri og ytri þættir koma þar til. Aldraðir verja að jafnaði meiri tíma í rúminu, njóta minni dagsbirtu, skortir virkni yfir daginn, fá færri vísbendingar í umhverfi og samskipti sem styðja venju- bundið svefn- og vökumynstur og búa við meiri hrumleika (Valenza o.fl., 2013). Mat á svefnmynstri og gæðum svefns Nákvæmt mat fagfólks og greining á svefnvandamálum og hugsanlegum orsökum þeirra er mjög mikilvægt til að stuðla að sem bestum lífsgæðum hins aldraða. Viðeigandi, raunhæf og einstaklingsmiðuð meðferðaráætlun þarf að fylgja í kjölfarið (Valenza o.fl., 2013). Þegar svefn og gæði hans eru metin í rannsóknartil- gangi sem og við greiningu hjá einstaklingum er horft á skynjun einstaklingsins á gæðum svefnsins. Svefnmynstur er núorðið ofast metið með hreyfiskynjara sem líkist armbandsúri á handlegg einstaklingsins. Kosturinn er hve lítið inngrip þetta er og auðveldara að fylgja vel eftir hugsanlegum breytingum á svefnmynstri við veitta meðferð eða yfir skilgreint tímabil. Svefnskrá er notuð til stuðnings og er annaðhvort í höndum einstaklingsins sjálfs eða umönnunaraðila að fylla hana út. Ítarlegri svefnrann- sókn með heilariti og flóknari mælingum er minna notuð þar sem um töluvert stærra og tæknilega flóknara inngrip er að ræða (Zhou o.fl, 2012). Meðferðaráætlun við ónógum nætursvefni þarf að taka mið af skynjun hins aldraða á svefni sínum og STUÐLAÐ AÐ GÓÐUM NÆTURSVEFNI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Jórunn María Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.