Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 61
61 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Langvinn lungnateppa og aldraðir hjálpað til við öndunaræfingar og til slímlosunar. Notkun á pep-flautu eða maska hefur reynst vel við slímlosun ásamt banki á bak og brjóstkassa. Mikilvægt er að hjálpa fólki með LLT að losa slím til að forðast sýkingu og draga úr mæði (Hill o.fl., 2010). Kvíði er algengur fylgifiskur mæði og oft vangreindur hjá þeim sem eru með LLT. Oföndun er eitt einkenni kvíða. Oföndun veldur aukinni mæði og andnauð og eykur þannig enn meira á kvíðann. Einstaklingurinn getur því lent í vítahring andnauðar og kvíða. Mikilvægt er að leiðbeina fólki í andnauð að róa öndunina niður og veita nærveru (COPDFoundation, 2012). Ýmis hagnýt ráð eru til sem hægt er að hvetja sjúklinginn til að nýta og leiðbeina honum með. Má þar nefna að nota mótstöðuöndun og hvíldarstöður þar sem sjúklingurinn styður sig fram á hendurnar. Handarnudd og baknudd með löngum handar- strokum eru aðferðir sem auðvelt er veita við umönnun og hafa reynst draga úr kvíða hjá öldruðum og veita slökun (Harris og Richards, 2010). Lyfjameðferð Lyfjameðferð er mikilvægur þáttur í meðhöndlun langvinnrar lungnateppu. Lyfjameðferð dregur úr einkenn- um sjúkdómsins, minnkar bólgur, bætir öndun og eykur lífsgæði einstaklinga (Kaufmann, 2013). Hvaða lyfjameð- ferð er beitt fer eftir alvarleika eða flokkun sjúkdómsins. Algengast er að nota berkjuvíkkandi- og bólgueyðandi innúðalyf (GOLD, 2015). Mikilvægt er að taka innúðalyf rétt til að fá sem besta virkni. Minnkaður vöðvastyrkur, léleg samhæfing og skerðing á vitrænni starfsemi hafa áhrif á getu aldraðra til að nota innúðalyf (Taffet o.fl, 2014). Sýnt hefur verið fram á að aldraðir einstaklingar eiga í erfileikum með að nota innúðalyf og um helmingur þeirra notar þau ekki á réttan hátt. Virkni lyfjanna verður ekki sem skyldi og lyfjameðferð ber ekki tilskilinn árangur (Gelberg og McIvor, 2010). Fræðsla og kennsla á innúðalyf er grunnur að góðri lyfjameðferð fyrir þennan aldurshóp, ásamt mati á hvaða innúðalyfjaform hentar einstaklingnum best (Kaufmann, 2013). Það að nota úðavél eða belg (spacer) til lyfjagjafar getur reynst vel fyrir þennan aldurshóp. Notkun á úðavél er góð leið til að gefa lyf á öruggan og árangursríkan hátt, einkum hjá þeim sem eru með vitræna og/eða líkamlega skerðingu (Taffet o.fl., 2014). Súrefni flokkast sem lyf. Sýnt hefur verið fram á að notkun á súrefni, yfir 15 klukkustund- ir á hverjum sólarhring eykur lífslíkur einstaklinga með LLT og bætir líkamsástand þeirra. Mælt er með samfelldri súrefnisnotkun hjá einstakingum með lágt súrefnisgildi í blóði (Tabloski, 2014). Fara þarf þó gætilega við gjöf súr- efnis vegna hættu á hækkuðu koltvísýrinsgildi hjá þessum skjólstæðingum. Hækkað koltvísýringsgildi í blóði getur leitt til öndunarbilunar (McNicholas o.fl., 2013). Reykleysi Reykingar eru stærsti áhættuþáttur í myndun langvinnrar lungnateppu. Að hvetja til reykleysis, óháð aldri einstaklingsins, er mikilvægur þáttur í hjúkrun einstaklinga með LLT. Með því að hætta að reykja er hægt að draga úr framgangi sjúkdómsins. Að hætta að reykja er þó ekki einfalt mál. Meðferð, sem byggist á lyfjameðferð ásamt hegðunarmótandi aðferðum, hefur reynst árangurs- rík. Lyfjameðferð með nikótínlyfjum dregur úr fráhvörfum vegna nikótínfíknar og gerir einstaklinginn betur í stakk búinn til að finna leiðir til að brjóta upp þann vana sem fylgir reykingum (Kaufmann, 2013). Áhugahvetjandi samtal er aðferð sem aðstoðar einstaklinginn til að brjóta upp vanann með því að hjálpa honum að sjá hvað það er sem þarf til að yfirstíga hindranir og breyta þeirri hegðun sem fylgir reykingum. Ef einstaklingurinn er tilbúinn að hætta að reykja þarf að styðja hann í þeirri ákvörðun og hjálpa honum að finna út hvaða leið henti honum best. Best er að leita aðstoðar fagfólks á þessu sviði. Hreyfing Hreyfing er mikilvæg öllum. Endurhæfing einstak- linga með langvinna lungnateppu er mikilvægur þáttur í meðferð þeirra. Markmið endurhæfingar er að bæta almennt líkamsástand, líkamsþol og auka þannig virkni einstaklingsins í daglegu lífi (Tabloski, 2014). Rannsóknir sýna að líkamaþjálfun gagnast öllum, öldruðum og þeim sem eru með lokastig sjúkdóms. Því ætti ekki að útiloka aldraða frá því að taka þátt í endurhæfingu vegna aldurs (Gelberg og McIvor, 2010). Markviss hreyfing styrkir vöðva, dregur úr mæði og þreytu, bætir andlega líðan og hefur almennt jákvæð áhrif á almenna líðan og lífsánægju. Mælt er með þolæfingum, sem styrkja hjarta og æðakerfi, styrktaræfingum er styrkja vöðva og teygjuæfingum sem auka liðleika. Æfingar þarf að gera 3-5 sinnum í viku til að þær beri sem mestan árangur (COPDFoundation, 2012). Sýnt hefur verið fram á að æfingaáætlun, sem inniheldur göngu- og styrktaræfingar fyrir alla limi líkamans gagnast öldruðum vel, þær draga úr mæði, auka almennt þol og úthald (Liao o.fl., 2015). Mikilvægt er þó að fara rólega af stað. Árangursrík líkamsþjálfun krefst samstarfs við sjúkraþjálfara til að átta sig á hver geta einstaklingsins er og til að útbúa einstaklingsmiðaða æfingaáætlun sem umönnunaraðilar geta fylgt (Kaufmann, 2013). Fylgja þarf einstaklingnun eftir við að framfylgja æfingaáætluninni, hvetja hann áfram og gæta þess að hann ofgeri sér ekki við æfinarnar. Stuttar æfingar með reglulegri hvíld á milli gagnast þessum hóp betur en stöðug æfing án hvíldar. Einstaklingurinn ofgerir sér síður, æfingatími verður lengri og æfingarnar skila markvissari árangri en stöðug æfing án hvíldar (Vogiatzis, 2011). Mótstöðuöndun gagnast vel á meðan á æfingum stendur og við alla hreyfingu. Hún hjálpar til við að stjórna öndun og dregur úr mæði (Liao o.fl., 2015).Til að auka æfingaþol einstaklinga með lágt súrefnsgildi er gott að gefa aukasúrefni til að auka flæði súrefnis til vöðva og draga úr mæði (Vogiatzis, 2011). Æskilegt er að súrefnismettun sé > 90% á meðan á æfingum stendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.