Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 33
33 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Hjúkrun fólks með sykursýki á hjúkrunarheimilum sykursýki er meiri hætta á að fylgikvillar hafi áhrif á neðri útlimi. Aukin hætta er því á skaða og sáramyndun á fótum. Margir þættir hafa þarna áhrif eins og minnkað blóðflæði, taugaskaði, ýmsir sjúkdómar og þurr húð á fæti. Erfitt getur verið að finna hentuga skó vegna þess að lögunin á fótunum hefur breyst. Kvillar í skyn- og hreyfitaugum geta valdið því að einstaklingar verða óstöðugir og því fylgir aukin hætta á falli. Skyntaugakvillar og lélegt blóðflæði geta auðveldlega valdið skaða. Það þarf ekki meira en smá-afrifu eða jafnvel bara mar svo úr verði fótasár. Þegar einstaklingur er með skynkvilla er algengt að sár komi vegna skóbúnaðar. Oft valda líka smáatvik fótasárum, atvik sem enginn tekur eftir eða þau þykja svo lítil að þau eru hunsuð (Moakes, 2012). Hjá einstaklingum með minnistruflun getur verið erfitt að annast sykursýkisfót og mikil vandamál geta komið upp við sáragræðslu. Þessir einstaklingar eiga erfitt með að fara eftir fyrirmælum og því er erfitt að fræða þá um meðferð- ina og hvað þeir megi eða megi ekki gera. Til að bæta líf og líðan þessara einstaklinga og létta hjúkrunarbyrðina þarf því að fræða umönnunaraðila þeirra vel (IDF, 2013). Greina og meðhöndla þarf sýkingu í sykursýkisári án tafar. Sýking í sykursýkisári getur valdið hraðri versnun og leitt til aflimunar. Ekki er víst að hefðbundin merki um sýkingu komi fram. Sýkingarmerki, eins og verkur, koma ekki fram ef einstaklingur er með skyntruflun, og ef um blóðþurrð er að ræða getur verið erfitt að greina sýkingu. Nauðsynlegt getur verið að fá sérfræðiaðstoð við greiningu og meðhöndlun sykursýkisára (Moakes, 2012). Byltur Byltur og beinbrot eru algeng hjá eldra fólki og þegar sykursýki og skert virkni bætist við eykst hættan mikið. Meta þarf byltuhættu og gera mat á virkni einstaklingsins reglulega. Hægt er að draga úr hættu á byltum með góðri blóðsykursstjórnun, forðast þarf að blóðsykurinn sé of hár og einnig blóðsykursfall (Kirkman o.fl., 2012). Greina þarf byltur og bregðast við þeim því oft má bæta eitthvað sem veldur byltum. Yfirfara þarf lyf viðkomandi því ákveðin lyf geta aukið hættu á byltu. Líkamleg virkni og þjálfun getur skipt máli vegna jafnvægistruflana. Sjónin getur verið að versna og því þarf að meta hana. Gera þarf mat á vitsmunaskerðingu því hún getur verið hluti af orsökinni. Mæla þarf hvort um réttstöðulágþrýsing er að ræða þar sem hann veldur svima. Meta þarf athafnir daglegs lífs hjá einstaklingnum og gera jafnvægis- og göngulagspróf. Einnig þarf að athuga hvort hægt er að hagræða einhverju í umhverfinu þannig að hætta á byltu minnki (American Geriatrics Society, 2013). Fræðsla Mikilvægt er að halda áfram að fræða íbúa og fjöl- skyldu hans eftir að íbúi kemur á hjúkrunarheimili. Miða þarf fræðsluna við getu hvers og eins, bæði vitsmunalega og líkamlega getu (Sinclair o.fl., 2012). Starfsmannavelta er oft mikil á hjúkrunarheimilum og því fylgir stundum þekkingarleysi sem fer ekki vel saman með viðkvæmum íbúum. Það hefur sýnt sig að ekki er alltaf nægjanlega vel fylgst með þróun blóðsykurs og óhóflegt traust er sett á mælikvarða. Vísbendingar eru um að sannprófaðar aðferð- ir við mælingu á blóðsykri, notkun insúlíns og meðferð við blóðsykursfalli geti bætt meðferð íbúa verulega og jafnvel leitt til meiri starfsánægju meðal umönnunaraðila þeirra (Kirkman o.fl., 2012). Það er því mikilvægt að fræða starfsfólk vel um þessa flóknu hjúkrun. Lokaorð Öldruðum einstaklingum fjölgar hratt og allt bendir til þess að mikil fjölgun verði í hópi þeirra sem eru með sykursýki. Því má áætla að fjöldi þeirra sem eru með þennan sjúkdóm á hjúkrunarheimilum eigi eftir að aukast verulega. Hjúkrun þessara íbúa er bæði flókin og kostn- aðarsöm og því þarf að leita allra leiða til að koma í veg fyrir sykursýki í samfélaginu. Veita þarf þeim sem greinast bestu mögulegu meðferð svo draga megi úr fylgikvillum hennar, auka þar með lífsgæði einstaklinganna og draga úr kostnaði. Góð blóðsykursstjórnun skiptir öllu máli og setja þarf blóðsykursmarkmið fyrir hvern og einn eftir ástandi hans, lífsgæðum og lífslíkum. Hinir fjölmörgu fylgikvillar sykursýkinnar hafa mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan og geta dregið úr virkni og getu til sjálfsumönnunar. Blóðsykursfall margsinnis er alvarlegt hjá þessum einstak- lingum og alltaf þarf að hafa í huga að forðast slíkt og bregðast strax við ef það gerist. Vitsmunaskerðing virðist fara vaxandi hjá öldruðum einstaklingum með sykursýki og mikilvægt er að greina hana vegna þess að sé hún til staðar þarf einstaklingurinn aukna aðstoð við umönnun sína. Eins gæti verið um afturkræft ástand að ræða sem tafarlaust þarf að leiðrétta. Einstaklingar, sem lifað hafa með sykursýki í mörg ár, eru í mikilli hættu á að fá fótasár sem erfitt getur reynst að græða og getur það jafnvel leitt til aflimunar. Mikilvægt er að skoða fætur þessara einstaklinga reglulega og það getur reynst nauðsynlegt að leita sérfræðiaðstoðar ef sár kemur upp. Fræðsla til íbúans, ættingja hans og þeirra sem sinna umönnun hans er mikilvægur þáttur sem ekki má gleymst. Ljóst er af öllu þessu að hjúkrun þessara skjólstæðinga er vandasöm og margt sem þarf að skoða. Farið hefur verið yfir helstu þætti sem eru mikilvægir í hjúkrun þeirra en umfjöllunin er þó engan veginn tæmandi. Tækninni fleygir hratt fram og ef til vill verða insúlíndælur algengar hjá öldruðum eftir stuttan tíma eða komnar aðrar „patent“ lausnir. En þangað til er mikilvægt að halda áfram að veita bestu hjúkrun sem þekkt er í dag til að þessir skjól- stæðingar njóti mestu mögulegu lífsgæða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.