Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 57
57 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Hjartabilun: Vangreindur sjúkdómur hjá öldruðum 2012). Passa þarf vel lyfjameðferð og skammtastærðir hjá öldruðum með hjartabilun því viðmiðunarskammtarnir eru miðaðir við einstaklinga sem eru sextíu ára en einstak- lingar sem eru með langvinna hjartabilun eru yfirleitt mun eldri og er lyfjaþol þeirra minna og skammtastærðir aðrar þar sem meiri hætta er á aukaverkunum. Því er mikilvægt að byrja rólega, fylgjast vel með og endurmeta lyfjameð- ferðina reglulega (Nicholson, 2014). Lífsstílnum er aldrei of seint að breyta en mjög mikilvægt er að lifa hollu líferni til að halda einkennum sjúkdómsins niðri eins og hægt er. Hafa þarf í huga að borða hollan og fjölbreyttan mat, takmarka saltneyslu og vökvaneyslu, forðast áfengi, takmarka koffínneyslu, hreyfa sig reglulega, forðast taugaálag, fylgjast með líkamsþyngd daglega, mæla blóðþrýsting reglulega og hætta að reykja ef um slíkt er að ræða (Chase, 2014). Viðbótarmeðferð (complementary medicine) er það þegar önnur meðferð er notuð ásamt hefðbundinni læknisfræðilegri meðferð til að stuðla að aukinni vellíðan hjá fólki. Nálastungur, nudd, smáskammtalækningar, fæðu- bótarefni, jóga, notkun ilmkjarnaolía, tónlistarmeðferð og umgengni við dýr eru dæmi um viðbótarmeðferð (NCCAM, 2015). Talið er að viðbótarmeðferð geti átt þátt í að bæta líðan og lífssátt hjá þeim sem eru komnir að endimörkum ævidaganna. Nuddmeðferð og ýmiss konar jurtameðferð er helst notuð til þess að vinna gegn sársauka og streitu og til að auka vellíðan hjá fólki (Dorfman, o.fl., 2012). Lokaorð Það skiptir miklu máli fyrir lífsgæði og vellíðan einstak- linga með langvinna hjartabilun að hún sé greind sem fyrst. Mikilvægt er að starfsfólk og umönnunaraðilar séu vel vakandi fyrir breytingum og einkennum hjá öldruðum einstaklingum þar sem einkenni eru óljós og þeir eru í meiri hættu að fá sjúkdóminn. Til eru góðar vinnureglur um líknarmeðferð sem henta vel við umönnun einstaklinga með langvinna hjartabilun. Því er mikilvægt fyrir þá sem annast aldraða að vera vel að sér um sjúkdóminn og einkenni hans og fylgjast með merkjum um einkenni versnunar. Þekking og færni til að beita þeirri meðferð sem við á hverju sinni getur aukið lífsgæði þeirra sem greinast með sjúkdóminn og hjálpað aðstandendum hans að styðja einstaklinginn síðustu ævidagana og jafnframt hjálpað þeim að takast á við missinn eftir andlátið. HEIMILDASKRÁ Albert, N. M. (2012). Fluid management strategies in heart failure. Critical Care Nurse, 32(2), 20-33. Sótt 6. júní 2016 á http:// web.b.ebscohost.com/ehost/pdfviewer/pdfviewer?sid=ae561704- ee19- 4b46=a92e-8a72ac535eaf%40sessionmgr107&vid- 5&hid=123. Allen, L. A., Stevensson, L. W., Grady, K. L., Goldstein, N. E., Matlock, D. D., Arnold, R. M. o.fl. (2012). Decision making in advanced heart failure. American Heart Association, 125, 1928-1952. Sótt 10. júní 2016 á http://circ.ahajournals.org/content/125/15/1928.full. American Heart Association (e.d.). Sótt 16. júní 2016 á http://www. heart.org/HEARTORG/Conditions/HeartFailure/Heart-Failure_ UCM_002019_SubHomePage.jsp. Bekelman, D. B., Nowels, C. T., Allen, L. A., Shakar, S., Kutner, J. S., og Matlock, D. D. (2011). Outpatient palliative care for chronic heart failure: A case series. Journal of Palliative Medicine, 14(7), 815-821. Sótt 10. júní 2016 á http://web.a.ebscohost.com/ehost/pdfviewer/ pdfviewer?sid=f1c1ac56-efb2-49f4-b5fb- 7b0053e632e4%- 40sessionmgr4002&vid=5&hid=4212. Cancer Care Ontario (2016). Sótt 16. júní 2016 á https://www. cancercare.on.ca/cms/one.aspx?objectId=58189&contextId=1377. Chase, S. K. (2014). The Cardivascular System. Í P.A. Tabloski (ritstj.), Gerontological Nusring (bls. 363-399). New Jersey: Pearson Educational. Dekker, R. L., Lennie, T. A., Doering, L. V., Chung, A. L., Wu, J. R., og Moser, D. K. (2014). Coexisting anxiety and depressive symptoms in patients with heart failure. European Journal of Cardiovascular Nursing, 13(2), 168-176. Sótt 10. júní 2016 á http://cnu.sagepub. com/content/13/2/168.full. Dorfman, J., Denduluri, S., Walseman, K., og Bregman, B. (2012). The role of complementary and alternative medicine in end- of-life care. The New Online Home of Psychiatric Annals, 42(4), 150-155. Sótt 10. júní 2016 á http://www.healio.com/psychiatry/ journals/psycann/2012-4-42-4/%7B95544c91-68a5-4865-86f7- ec8e45b31787%7D/the-role-of-complementary-and-alternative- medicine-in-end-of-life-care. Graham, M. M., Galbraith, P. D., O´Neill, D., Rolfson, D. B., Dando, C., og Norris, C. M. (2013). Frailty and outcome in elderly patients with acute coronary syndrome. Canadian Journal of Cardiology, 29, 1610-1615. Sótt 10. júní 2016 á http://ac.els-cdn. com/S0828282X13013718/1-s2.0-S0828282X13013718-main. pdf?_tid=457cb856-40ac-11e6=9fda-00000aacb35d&acdnat- 1467502112_26557ccf5de5621277a6942e00d6f707. Guðríður Kristín Þórðardóttir (2010). Líknarþjónusta fyrir sjúklinga með langt gengna hjartabilun og aðstandendur þeirra: Fræðileg samantekt. MS-lokaverkefni. Háskóli Íslands, Hjúkrunarfræðideild. Sótt 1. október 2016 áf http://hdl.handle.net/1946/4823. Kemp, C. D., og Conte, J. V. (2012). The pathophysiology of heart failure. Cardiovascular pathology. The Official Journal of the Society for Cardiovascular Pathology, 21(5), 365-71. Sótt 10. júní 2016 á http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/ S1054880711001529. Landspítali (2009). Líknarmeðferð – leiðbeiningar um ákvörðun með- ferðar og meðferðarúrræði hjá sjúklingum með lífshættulega og/eða versnandi langvinna sjúkdóma. Klínískar leiðbeiningar. Reykjavík: Landspítalinn. Mcllvennan, C.K. og Allen, L.A. (2016). Palliative care in patients whit heart faillure. BMJ, 353. Sótt 10. júní 2016 af http://www.bmj.com/ content/353/bmj.i1010 Mcmurrary, J., Adamopoulos, S., Anker, S. D., Auricchio, A., Böhm, M., Dickstein K., o.fl. (2012) ESC Guidelines for the diagnosis and treatment of acute and chronic heart failure 2012. European Journal of Heart Failure, 14, 803-869. Sótt 10. maí 2016 á http://onlinelibr- ary.wiley.com/doi/10.1093/eurjhf/hfs105/epdf. NCCAM. National Center for Complementry and Alternative Medicine (2016). What is Complementary and aAternative Medicine (CAM)? Sótt 11. júní 2016 á http://nccam.nih.gov/health/whatiscam. Nicholson, C. (2014). Chronic heart failure: Pathophysiology, diagnosis and treatment. Nursing Older People, 26(7), 29-38. Sótt 10. júní 2016 á http://journals.rcni.com/doi/pdfplus/10.7748/nop.26.7.29. e584. Smith, L. (2010). Evaluation and treatment of depression in patients with heart failure. Journal of the American Academy of Nurse Practitioners, 22, 440-448. Sótt 10. júní 2016 á http://onlinelibrary. wiley.com/doi/10.1111/j.1745-7599.2010.00533.x/epdf. Tang, W. R., Yu, C. Y., og Yeh, S. J. (2010). Fatigue and its related factors in patients with chronic heart failure. Journal of Clinical Nursing, 19, 69-78. Sótt 8. júní 2016 á http://onlinelibrary.wiley.com/ doi/10.1111/j.1365-2702.2009.02959.x/epdf.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.