Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 54
54 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA HJARTABILUN ER alvarlegur sjúkdómur en með auknum framförum í greiningu og meðferð sjúkdómsins fjölgar þeim sem lifa með langvinna hjartabilun. Sjúkdómurinn hefur oft óljós einkenni og getur því farið framhjá heil- brigðisstarfsfólki. Síðan getur fólk einnig talið einkennin vera hluta af eðlilegum öldrunarbreytingum. Mikilvægt er að greina hjartabilun sem fyrst því lyf og lífsstílsbreytingar geta dregið mjög úr einkennum, lengt líf og aukið lífsgæði aldraðra með langvinna hjartabilun. Meðferðarheldni skiptir verulegu máli um framtíðarhorfur fólks með hjartabilun (Chase, 2014). Mikilvægt er að varpa ljósi á þá þætti sem auka líkur á að fólk með langvinna hjartabilun verði greint fyrr þannig að það fái viðeigandi meðferð við henni. Hér á eftir verður fjallað um langvinna hjartabilun, skilgreiningu, greiningu, orsakir, flokkun, einkenni og meðferð við henni. Skilgreining og greining á langvinnri hjartabilun Hjartabilun er ástand þar sem hjartavöðvinn starfar ekki eðlilega. Hjartað nær ekki að uppfylla lífeðlisfræði- legar þarfir líkamans fyrir súrefnisríkt blóði. Í hjartabilun hefur starfsemi hjartans skerst verulega þar sem blóð- streymið frá hjartanu er minna en 40% af eðlilegri starf- semi hjartans. Hjartabilun er yfirleitt ekki læknanleg og því byggist meðhöndlun hennar yfirleitt á því að halda niðri einkunnum hennar og viðhalda lífsgæðum einstaklingsins (American Heart Association. Greiningin byggist að miklu leyti á nákvæmri læknisskoðun og rannsóknum á starfsemi hjarta- og æðakerfisins. Langvinn hjartabilun þróast á alllöngum tíma og koma einkenni því líka smám saman í ljós og geta verið lúmsk til að byrja með (McMurray o.fl., 2012). Mikilvægt er að greina hjartabilun sem fyrst til að auka lífslíkur og bæta almenna líðan einstaklinganna (Chase, 2014). Langvinn hjartabilun vaxandi vandamál Langvinn hjartabilun er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi vegna tækniþróunar og framfara í læknisfræði því að fleiri einstaklingar lifa af eftir kransæðastíflu og meðalaldur fólks hækkar (Chase, 2014). Langvinna hjartabilun má rekja til erfiðisvinnu hjartans í langan tíma og er því mun algengari hjá eldra fólk en því yngra. Af þeim sem leggjast inn á spítala vegna hjartabilunar eru 80% 65 ára og eldri (Yancy o.fl., 2013). Talið er að um 9% karlmanna á aldrinum 60 til 79 ára séu með hjartabilun og um 5-6% kvenna á sama aldri. Þegar einstaklingar eru komnir yfir áttrætt dregur saman með kynjunum og eru þá á milli 11 og 12% einstaklinga í þeim aldurshópi með langvinna hjartabilun. Konur fá oftar langvinna hjartabilun út af háþrýstingi heldur en karlar, en meðal karlmanna er algengara að hún fylgi í kjölfar kransæðastíflu. Langvinn hjartabilun er mjög alvarlegur sjúkdómur og er dánartíðni há þar sem um 50% einstak- linga deyja á fyrstu fimm árunum eftir greiningu (Chase, 2014). Lífslíkur einstaklinga með hjartabilun hafa aukist með bættri meðferð því um 1990 voru 60-70% þeirra sem greindust með hjartabilun dánir eftir fimm ár (McMurray o.fl., 2012). Orsakir langvinnrar hjartabilunar Frumorsök langvinnrar hjartabilunar er að margar frumur í hjartavöðvanum hafa dáið og hjartað nær ekki lengur að starfa eðlilega (Kemp og Conte, 2012). Það sem veldur því er oftast kransæðastífla eða hár blóðþrýstingur. Einnig eru ýmsar aðrar orsakir, eins og misnotkun áfengis, reykingar, hjartavöðvasjúkdómar, gollurshúsbólga, loku sjúkdómar, hjartsláttartruflanir, lungnaþemba og efnaskiptasjúkdómar eins og sykursýki og sjúkdómar í skjaldkirtli (McMurray o.fl., 2012). Enn fremur getur langvinn hjartabilun þróast í kjölfar sýkinga í hjartanu og við notkun ýmissa lyfja, eins og krabbameinslyfja (Chase, 2014). Langvinn hjartabilun kemur sjaldan ein og sér heldur getur hún komið samhliða öðrum sjúkdómum eða hrumleika. Hrumleiki er mun algengari hjá þeim sem eru með hjartabilun heldur en almennt gerist hjá öldruðu fólki HJARTABILUN: VANGREINDUR SJÚKDÓMUR HJÁ ÖLDRUÐUM Inga Björg Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.