Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 56
56 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Hjartabilun: Vangreindur sjúkdómur hjá öldruðum kvíða og þunglyndis (Tang o.fl., 2010). Rannsóknir hafa bent til þess að ef einstaklingur með hjartabilun er með þunglyndi eru lífsgæði og lífshorfur hans minni. Einnig eru endurinnlagnir tíðari á sjúkrahús hjá þeim einstaklingum sem þjást af þunglyndi og þunglyndi getur magnað upp önnur einkenni hjartabilunar. Það getur verið erfitt að greina þunglyndi hjá hjartabiluðum einstaklingum þar sem sum einkenni þunglyndis og hjartabilunar eru lík, eins og þreyta og svefntruflanir. Þetta eru algeng einkenni beggja sjúkdóma. Því ætti að vera í vinnureglum að skima eftir þunglyndi hjá einstaklingum með hjartabilun (Smith, 2010). Kvíði er líka eitt af einkennunum þar sem einstaklingurinn getur kviðið fyrir framgangi sjúkdómsins, framtíðinni, einkennum, endurinnlögnum og skertum lífslíkum (Dekker o.fl., 2014). Meðferð við langvinnri hjartabilun Meðferð við langvinnri hjartabilun byggist á því að meðhöndla undirliggjandi orsakir, ef hægt er, og stöðva framgang sjúkdómsins. Auka þarf blóðstreymi frá hjartanu, halda einkennum niðri, draga úr sjúkrahúsinnlögnum og auka lífsgæði einstaklingsins. Meðferðin er fyrst og fremst lyfjameðferð, lífsstílsbreytingar, fræðsla og stuðningur. Síðan er metið í hverju tilfelli hvort hægt er að bæta líðan og horfur með aðgerðum, s.s. kransæðavíkkun, hjartaloku- aðgerð eða gangráðsísetningu. Mikilvægt er að meðferð sé í samráði fagaðila og skjólstæðings þar sem það eykur líkur á meðferðarfylgni, dregur úr einkennum og þróun sjúkdómsins og eykur lífsgæði einstaklingsins (Allen o.fl., 2012). Þeir sem greinast með langvinna hjartabilun trúa því oft að þeir komi til með að lifa lengur en raunin verður og því er mjög mikilvægt að þeir séu vel upplýstir um sjúkdóminn og hugsanlega þróun hans þannig að þeir taki upplýstar ákvarðanir um hvaða meðferð þeir velja. Mikilvægt er að gera það þannig að það skapi sem minnstar áhyggjur hjá sjúklingnum en passa þarf að hann geri sér grein fyrir alvarleika sjúkdómsins. Gagnlegt getur verið að hafa fjölskyldufund til að fara yfir meðferð og meðferðarúrræði þar sem lífsgæði og lífsviðhorf sjúklings- ins eru metin og hvað það er sem skiptir hann mestu máli. Mikilvægt er að skráning á þessum markmiðum sem og meðferðartakmörkunum sé góð þannig að allir sem annast einstaklinginn hafi aðgang að þeim. Þessar upplýsingar þarf að endurmeta reglulega eftir gangi sjúkdómsins þannig að sjúklingurinn fái markvissa og einstaklings- miðaða umönnun. Einnig kemur þetta í veg fyrir að taka þurfi skyndiákvarðanir ef eitthvað óvænt kemur upp á (Macllvennan og Allen, 2016). Líknarmeðferð ætti að vera mikilvægur hluti af meðferð einstaklinga sem eru með langt gengna hjartabilun en með henni er hægt að minnka líkamleg og sálræn einkenni, bæta lífsgæði og auka öryggistilfinningu sjúklinga og fjölskyldna þeirra (Guðríður Kristín Þórðardóttir, 2010). Að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, er þörfin fyrir líknarmeðferð í heiminum mjög vanmetin og sérstaklega hjá einstaklingum með langvinna sjúkdóma eins og hjartabilun (WHO, 2014). Árið 2002 skilgreindi WHO líknarmeðferð á eftifarandi hátt. Líknarmeðferð (e. palliative care) [er] meðferð sem miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga sem eru með lífshættulega sjúkdóma (life-threatening) og fjölskyldna þeirra og felst meðferðin í að fyrirbyggja og draga úr lík- amlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu. Líknarmeðferð getur átt við snemma á veikindatímabilinu samhliða læknandi meðferð. Líknarmeðferð miðar að varðveislu lífsins, en jafnframt er litið á dauðann sem eðlileg þáttaskil. Markmið líknarmeðferðar er hvorki að lengja líf né flýta dauða. Í líknarmeðferð er ekki litið á sjúkdóminn sem afmarkaða truflun á starfsemi líkamans, heldur horft til þeirrar þjáningar sem sjúkdómurinn veldur og áhrifa hennar á fjölskyldu sjúklings (Landspítali, 2009, bls. 11). Í líknarmeðferð er þannig litið á einstaklinginn á heildrænan hátt. Tekið er tillit til lífsgæða og hve þung ein- kennabyrðin er en hún hefur mikil áhrif á einstaklinginn og fjölskyldu hans (Whellan o.fl., 2014). Einstaklingur með langt gegna hjartabilun þarf að lifa við þá staðreynd að sjúkdómurinn getur versnað hvenær sem er, heilsu hans hrakar við hverja versnun og hætta á skyndidauða er mikil. Á þessu stigi getur verið gott að kynna líknarmeðferð fyrir sjúklingnum en það getur hjálpað honum og aðstandendum hans að takast á við sjúkdóminn (Whellan o.fl., 2014). Fræðsla og upplýsingar til skjólstæðinga og fjölskyldu eru mikilvægur hluti að meðferð. Samvinna við skjól- stæðinga skiptir miklu máli og að þeir sé vel upplýstir um gang mál. Passa þarf að það séu góð og markviss vinnu- brögð við skipulagningu og skráningu á fjölskyldufundum, við fræðslu og meðferðarákvarðanir hjá einstaklingum sem greinast með hjartabilun og að tekið sé tillit til skoðana, gilda og væntinga skjólstæðinganna. Einnig skiptir máli að starfsfólk sé vel upplýst og allir séu samstiga (Allen o.fl., 2012). Þá hafa rannsóknir sýnt að einstaklingar með langvinna hjartabilun deyja flestir inn á sjúkrastofnun en óska þess heldur að deyja heima (Mcllvennan og Allen, 2016). Í klínískum leiðbeiningum Landspítalans um líknar- meðferð eru gefnar mjög góðar og markvissar leiðbein- ingar um vinnubrögð við upplýsingasöfnun, fræðslu og fjölskyldufundi þar sem tekið er á öllum þáttum. Í þessum leiðbeiningum er líka farið í mat, greiningu og meðferð við verkjum, kvíða og þunglyndi, þreytu, lystarleysi, megurð og vannæringu, vefjaþurrki, hægðatregðu, niður- gangi, ógleði og uppköstum, andnauð, kláða og óráði (Landspítali, 2009). Lyfjameðferð við langvinnri hjartabilun er margþætt og eru notuð þvagræsilyf, ACE-hemla, beta-hemla, digitalis lyf og nítröt sem virka á hjartað og æðakerfið. Einnig eru notuð verkjalyf, þunglyndislyf, kvíðastillandi lyf og svefnlyf sem viðbótarlyf þegar þörf er á (McMurray o.fl.,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.