Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 64
64 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA EINN STERKASTI áhrifaþáttur á heilsufar einstaklinga er hversu vel þeim gengur að tileinka sér þekkingu og lesa fræðsluefni um heilsutengd málefni (Badarudeen og Sabharwal, 2010). Stór þáttur í starfi hjúkrunarfræðinga er að fræða skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra um ýmislegt sem tengist heilsu. Flestir sem njóta þjónustu á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum eða í heimaþjónustu eru komnir yfir miðjan aldur og oft eru nánustu aðstand- endur aldraðra skjólstæðinga einnig komnir yfir miðjan aldur. Þessir einstaklingar þurfa margs konar fræðslu. Hvernig fólk lærir er auðvitað mjög einstaklingsbundið en einnig koma fram mismunandi þarfir sem tengjast aldri einstaklinga. Því er mikilvægt að taka tillit til þeirra þátta sem hafa áhrif til að fræðsla nýtist sem best. Setja þarf fræðsluefnið fram þannig að það sé auðskilið þeim sem það er ætlað (Badarudeen og Sabharwal, 2010). Tilgangur þessarar greinar er að fara yfir þætti sem skipta máli bæði við fræðslu eldra fólks og hvernig best er að útbúa fræðslu- efni á prenti fyrir þennan aldurshóp. Hvað hefur áhrif á hvernig fólki gengur að læra? Fullorðið fólk lærir eingöngu það sem það telur sig hafa gagn af og hefur áhuga á. Aðrir þættir hafa einnig áhrif á hvernig fólki gengur að tileinka sér nýja þekkingu, svo sem erfðir, menningarlegur bakgrunnur, persónuleg reynsla, sjúkdómar og öldrunarbreytingar. Með öldrunar- breytingum koma fram eðlilegar breytingar á sjón, heyrn og snertingu, en hæfni til að læra helst nægjanlega góð allt fram undir nírætt. Því má gera ráð fyrir að skert færni til að læra nýja hluti geti bent til að sjúkdómur búi að baki Eldra fólk á hins vegar erfiðara með að meðtaka og túlka upplýsingar hratt, skilja texta, sem er mjög samþjappaður og með flóknu orðalagi, og leysa ný vandamál. Einnig er erfiðara að meðtaka mismunandi upplýsingar á sama tíma, draga ályktanir, forgangsraða og breyta viðhorfum sem fólk hefur haft lengi, þ.e.a.s. aldraðir hafa minni vitrænan sveigjanleika. Það sem hins vegar gagnast eldra fólki vel er reynsla, þekking og færni sem eldra fólkið hefur aflað sér á lífsleiðinni. Áralöng reynsla gefur einstaklingnum viðmið sem gagnast honum við að taka góðar ákvarðanir en þetta kallast „cristalized intelligence“ á ensku og öldrun hefur ekki áhrif á þessa tegund þekkingar (National Institute on Aging, 2008). Framsetning á fræðslu fyrir eldra fólk Það sem helst þarf að hafa í huga þegar verið er að fræða eldra fólk er að leita fyrst efti því hvað einstaklingur- inn veit nú þegar um efnið og að tala við hann á þeim grunni. Passa þarf að setningar séu ekki of flóknar, kynna nýjar upplýsingar hægar (eða: rólega) og kynna nýtt efni í litlum skömmtun, þ.e. 10-15 mínútur í einu. Umhverfi þarf að styðja við einstaklinginn, nægilegt ljós þarf að vera og forðast ber utanaðkomandi truflun eða hávaða og betra er að nota lægri tón og tala hægt og skýrt. Hafi einstaklingur- inn skerta skynjum er mikilvægt að hann noti viðeigandi hjálpartæki, s.s. gleraugu, stækkunargler eða heyrnartæki (Euro Med Info, 2016). Þegar verið er að leiðbeina fólki um breytingar á lífsstíl eða atferli er best að stíga bara 1-2 skref í einu. Einnig er betra að nota jákvætt orðalag, segja frekar: „Það væri mjög gott fyrir þig að hætta að nota sykur,“ frekar en neikvæða orðalagið: „Það er slæmt fyrir þig að borða sykur“ (Euro Med Info, 2016). Einnig er talið gott að orða setningar þannig að leiðbeinandinn tali til einstaklingsins, til dæmis: „Þú gætir lært …“ í stað þessa að tala um sjúklinginn í þriðju persónu. Þegar verið er að tala um ákveðið atriði eða fyrir- bæri er best að nota alltaf sama orðið yfir hlutinn, til dæmis tala alltaf um sykur sem sykur en ekki nota stundum orðið glúkósi eða fínunnin kolvetni. Fjölbreytilegt orðalag getur í þannig tilfellum valdið ruglingi (Williams o.fl., 2016). Mikilvægt er að huga að góðum samskiptum þegar einstaklingurinn er fræddur og eru sex atriði sérstaklega tiltekin sem skipta máli. Í fyrsta lagi þarf viðmælandinn að finna til öryggis og að finna að sjálfsagt sé að spyrja FRÆÐSLA OG GERÐ FRÆÐSLUEFNIS FYRIR ELDRA FÓLK Ingibjörg Hjaltadóttir, dósent og sérfræðingur í öldrunarhjúkrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.