Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 37
37 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Hægðtregða meðal aldraðra, orsakir, einkenni og ráð áhrif á miðtaugakerfið, eins og parkinsonslyf, róandi lyf, þunglyndislyf og verkjalyf. Morfínskyld lyf (ópíöt) seinka magatæmingu og hægja á þarmahreyfingum og 50% aldraðra, sem taka slík lyf, tala um hægðatregðu (Fosnes o.fl., 2012). Rannsókn frá Bandaríkjunum sýndi að verkja- plástrar, eins og Fentanyl, valda minni hægðatregðu en morfín sem er tekið í töflum (Hsieh, 2005). Þvagræsilyf ýta vökva út úr líkamanum og geta þar af leiðandi aukið hættu á þurrki og hægðatregðu. Ýmis fleiri lyf geta valdið hægða- tregðu, eins og járnlyf, kalklyf, magasýrulyf, kalsíumlokar og betalokar (Gandell o.fl., 2013). Ýmsir sjúkdómar hafa áhrif á meltingarfærin, s.s. sykursýki, kvíði og þunglyndi. Einnig má nefna parkin- sonsveiki, MS, mænuskaða, heilablóðfall, skjaldkirtil- sjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Sjúkdómar, sem tengjast meltingarfærum, ristilsjúkdómar og sjúkdómar í endaþarmi, geta líka haft áhrif. Af hægðatregðu geta orsakast ýmis vandamál, s.s. þvagteppa, legsig, blöðrusig og endaþarmssig (Gandell o.fl., 2013). Talið er að fylgni sé á milli aukinnar hægðatregðu, fjölda þrálátra sjúkdóma og fjölda lyfja sem tekin eru inn (De Giorgio, 2015). Hver eru einkenni hægðatregðu? Ýmis einkenni gefa til kynna að um hægðatregðu sé að ræða. Mælitæki kallað Rome III er víða notað til að greina og skilgreina hægðatregðu. Þá eru skoðaðir og metnir ákveðnir þættir, s.s. erfiðleikar og mikill þrýstingur við að koma frá sér hægðunum, hvort hægðirnar eru harðar og þurrar, hvort sársauki og jafnvel blæðing við endaþarmsop er við hægðalosunina. Ef hægðaþörfin gerir oft vart við sig og lítið skilar sér í einu sem og sú tilfinning að vera enn mál eftir hægðalosun bendir til hægðatregðu. Tíðni hægðalosunar er mjög einstaklingsbundin en þegar hún er sjaldnar en þrisvar í viku má skilgreina það sem hægða- tregðu (Gandell o.fl., 2013). Önnur einkenni eru m.a. þaninn kviður, megrun, ógleði og uppköst. Heilabilaðir einstaklingar, sem eiga erfitt með að greina frá líðan sinni í orðum, sýna oft aukinn óróleika og rugl. Ef einkenni eru um verki eða vanlíðan gæti það einnig bent til þess að viðkomandi þurfi að losa hægðir. Annað mælitæki, sem notað er við rannsóknir og greiningu á hægða- tregðu, er Bristol Stool Form Scale. Myndirnar á þessum kvarða auðvelda fólki einnig að greina og segja frá hvernig hægðir líta út (WebMD, 2016) og er kvarðinn notaður þannig að hægðirnar eru skoðaðar og metnar með tilliti til útlits og áferðar. Þeim er skipt í sjö flokka, allt frá því að vera mikil hægðatregða til þess að vera niðurgangur (Tack o.fl., 2011). Hvað er til ráða við hægðatregðu? Rannsóknir sýna að hreyfing er af hinu góða en eðli hreyfingarinnar fer að sjálfsögðu eftir ástandi viðkomandi. Hreyfing eykur blóðflæði til meltingafæra og þar með þarmahreyfingar og er rúmliggjandi einstaklingum því hættara við hægðatregðu. Einnig hefur verið sýnt fram á að aukin vökvaneysla, 1500-2000 ml á sólarhring, hefur góð áhrif. Hafa þarf í huga nýrna- og hjartasjúklinga þegar kemur að vökvaneyslu þar sem þeim er hættara við bjúgsöfnun (De Giorgio o.fl., 2015). Trefjar eru mikilvægar fyrir hægðirnar og koma þær m.a. úr grófu korni, grænmeti, ávöxtum og hnetum. Mælt er með að auka trefaneysluna hægt og sígandi með stærri skömmtum, 20-30 grömm á dag. Aukin trefjaneysla getur valdið lofti í ristli sem minnkar síðan þegar líkaminn fer að venjast trefjunum. Mikilvægt er að auka vökvaneysluna samhliða þessum aðgerðum. Það skiptir líka máli að tyggja matinn vel þannig að munnvatn blandist fæðunni. Sambland trefja og vökva eykur umfang hægðanna og mýkir þær og það tekur skemmri tíma fyrir hægðirnar að ferðast niður ristilinn (De Giorgio o.fl., 2015). Sveskjur, epli og perur innihalda sorbítól sem er hægða- losandi. Gott er að útbúa svokallað trefjamauk úr sveskju- safa, eplamauki og hveitiklíði. Rannsókn í Bandaríkjunum sýndi að ef þetta var gefið kvölds og morgna gaf það góða raun (Hsieh, 2005). Miklu máli skiptir að sinna hægðaþörfinni strax þegar hún gerir vart við sig og bjóða fólki reglulega salernisferðir. Einnig er nauðsynlegt að taka sér tíma til hægðalosunar og fara á salernið á sama tíma dags, t.d. þegar fólk er nývaknað eða fljótlega eftir máltíðir. Með því móti notum við okkur virkni svokallaðs magaristilstaugaviðbragðs (e. gastrocolic reflex ) sem fer af stað stuttu eftir máltíðir og er virknin mest eftir morgunmatinn. Þetta getur verið gagnlegt fyrir fólk með heilabilun sem á í erfiðleikum með að rembast (Gandell o.fl., 2013). Grindarbotninn gegnir stóru hlutverki við hægðalosun þar sem samhæfing vöðva og tauga er mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt að þjálfun grindarbotnsvöðvanna getur haft áhrif til góðs þegar þessir vöðvar og endaþarmurinn eru farnir að slappast (Roque og Bouras, 2015). Gott ráð til að minnka líkur á hægðatregðu er að huga að hvernig setið er á salerninu. Best er að sitja þannig að hnén séu fyrir ofan mjaðmalínu og fætur séu á gólfi eða á kolli, halla sér síðan fram og þá er auðveldara fyrir fólk að rembast (Gandell o.fl., 2013). Við getum hugsað um það hvernig börn sitja á koppnum þegar þau eru í salernisþjálfun (sjá mynd 1). Setið með hné hærra en mjaðmirSetið MYND 1. Myndin til vinstri sýnir setstellingu þar sem vinkill myndast neðst í endaþarmi og hægðir eiga ekki eins greiða leið út. Myndin til hægri sýnir stellingu þar sem slaknar á endaþarmi og hægðalosun verður auðveldari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.