Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 52
52 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Forvarnir gegn myndun þrýstingssára og notkun klínískra leiðbeininga þrýstingssára hafi verið til í mörg ár fá allt of margir enn þá slík sár (Sving o.fl., 2012). Tíðni þrýstingssára er notuð á alþjóðlega vísu sem vísbending um gæði hjúkrunar (Chaboyer og Gillespie, 2014). Innleiðing klínískra leiðbeininga á heilbrigðisstofnanir er vandasamt verk (Sving o.fl., 2012). Aukin þekking leiðir til markvissari notkunar á klínískum leiðbeiningum í starfi og ein leið til að auka þekkingu er að bjóða næga fræðslu (Meesterberends o.fl., 2014). Einnig benda rannsóknir til að á vinnustað, þar sem stuðningur við starfsfólk sé til staðar, aukist líkurnar á að unnið sé samkvæmt klínískum leiðbeiningum (Sving o.fl., 2012). Síðasta áratuginn hefur fræðsla til heilbrigðisstarfsfólks, notkun áhættumatstækja, úrval útbúnaðar til að létta á þrýstingi og miðlun klínískra leiðbeininga aukist með það að leiðarljósi að bæta gæði hjúkrunar og draga úr tíðni þrýstingssára (Barker o.fl., 2013). Þrátt fyrir úrval klínískra leiðbeininga benda niðurstöð- ur fjölda rannsókna til þess að framkvæmd forvarna gegn myndun þrýstingssára sé enn ábótavant (Chaboyer og Gillespie, 2014). Íhuga á viðeigandi forvarnir sem fyrst hjá öllum einstaklingum í áhættuhóp þar sem tíðni þrýstings- sára lækkar umtalsvert þegar gagnreynd þekking í hjúkrun er notuð (Sving o.fl., 2012). Hindranir, sem hafa verið nefndar við innleiðingu gagnreyndrar þekkingar í klínískri vinnu, eru m.a. skortur á stuðningi og þjálfun, neikvætt viðhorf, vinnustaðasiðir, skortur á fyrirmyndum í starfi, tímaskortur og of fátt starfsfólk (Barker o.fl., 2012). Taka þarf þessar hindranir til greina þegar unnið er að því að innleiða klínískar leiðbeiningar í dagleg störf (Meesterberends o.fl., 2014). Í rannsókn, sem gerð var á níu hjúkrunarheimilum í Belgíu, var markmiðið að fá innsýn í þekkingu og við horf hjúkrunarfræðinga og aðstoðarfólks varðandi þrýstingssár. Einnig skyldi könnuð fylgni á milli þekkingar og þeirra forvarna sem beita átti samkvæmt klínískum leiðbeiningum um þrýstingssár. Mat á fylgni við klínískar leiðbeiningar um þrýstingssár var metið hjá 614 íbúum og af þeim fengu 259 eða 42,1% minna en 18 á Braden- mælikvarðanum. Af þeim sem höfðu minna en 18 fengu 6,9% forvarnir í samræmi við klínískar leiðbeiningar, 26,6% fengu engar forvarnir og 60% fengu forvarnir að einhverju leyti. Ekki var greinanlegur munur á þekkingu hjúkrunarfræðinga og aðstoðarfólks á forvörnum og á heildina litið var þeim ábótavant og klínískar leiðbeiningar um þrýstingssár lítið notaðar (Demarre o.fl., 2012). Rannsókn Gunningberg og félaga (2001) leiddi í ljós að framkvæmd á áhættumati, forvarnir og meðferð þrýstings- sára hjá sjúklingum með mjaðmabrot var ekki í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Meesterberends og félagar (2014) könnuðu þekkingu og notkun á forvörnum gegn myndun þrýstingssára hjá starfsfólki á hjúkrunarheimilum í Hollandi og Þýskalandi. Þar kom fram að þekking á gagnlegum forvörnum var í meðallagi í báðum löndum en tilvik þar sem ógagnlegum ráðum sem valda skaða hafði verið beitt var um 20% og er það áhyggjuefni. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á því að veitt sé gæðahjúkrun við forvarnir og meðferð á þrýstingssárum. Einnig bera hjúkrunarfræðingar ábyrgð á að leiðbeina samstarfsfólki (Sving o.fl., 2012). Fyrrnefndar rannsóknir benda til þess að ekki sé farið nægilega vel eftir klínískum leiðbeiningum og að þörf sé fyrir aukna fræðslu meðal starfsfólks. Forvarnagátlistar Forvarnagátlistar (care bundle) eru leiðbeiningar við umönnun, þar eru settar fram skipulagðar íhlutanir sem byggðar eru á gagnreyndri þekkingu og miða að bættum árangri fyrir sjúkling. Þeir gera umönnun markvissari og hvetja til þess að unnið sé í samræmi við klínískar leiðbein- ingar (Chaboyer og Gillespie, 2014). Tíðni þrýstingssára á fjórum sjúkrahúsum með 2500 rúmum í Wales var árið 2005, 12% eða um 500 þrýstingssár á ári. Til þess að bregðast við þessu vandamáli var lagst í rannsóknarvinnu og reynt að komast að því í hverju vandinn lægi. Í kjölfarið var saminn forvarnagátlisti (SKIN-bundle) sem var síðan prófaður á litlum einingum og að lokum innleiddur og hefur verið í notkun á þessum fjórum sjúkrahúsunum í Wales síðan 2010 og á mörgum hjúkrunarheimilum þar síðan 2012. Starfsfólk fékk fræðslu um áhættumat, skoðun á húð, þrýstingssáravarnir og kennslu á notkun gátlistans. Forvarnagátlistinn byggist á fyrirmælum um íhlutanir sem byggðar eru á gagnreyndri þekkingu. Hver stafur í orðinu SKIN stendur fyrir áveðna íhlutun: S = surface eða undirlagið, eins og dýnur og sessur; K = keep moving eða hreyfingu, þá er átt við skrifleg fyrirmæli um snúning og skoðun á húð; I = incontinence, það að meðhöndla lausheldni á þvag og hægðir og halda húð þurri og N = nutrition, það að meta og meðhöndla næringarástand. Við innlögn er einstakling- ur metinn með tilliti til áhættu fyrir myndun þrýstingssára með viðurkenndum mælikvarða og ef hann er í áhættuhópi er gátlistinn notaður og fyrirmæli gefin um hversu oft á að meta einstaklinginn. Árangurinn hefur verið ótrúlegur, til dæmis hafa ekki komið upp þrýstingssár í þrjú ár á níu deildum og á einum spítalanum ekkert sár í sex mánuði. Þrýstingssárum hefur fækkað úr 500 árið 2005 niður í sex sár árið 2013 (Laing, 2013). Hvernig stöndum við okkur? Það er alveg ljóst að hægt er að gera mun betur þegar kemur að forvörnum gegn myndun þrýstingssára og markmiðið ætti að vera engin þrýstingssár. Í langflestum tilvikum ætti að vera hægt að koma í veg fyrir þrýstingssár þó að til séu undantekningar. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vinna samkvæmt klínísk- um leiðbeiningum, framkvæma áhættumat samkvæmt Braden-mælikvarða og fara eftir leiðbeiningum sem honum fylgja. Þeir þurfa að meta húð, meta næringar- ástand, útvega veiðeigandi undirlag og hafa skýr fyrirmæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.