Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 28
28 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Mikilvægi góðrar næringar hjá öldruðum brugðist á annan hátt við lyfjagjöf en yngra fólk (Tucker, 2006). Við öldrun líkamans verða einnig ýmsar breytingar á meltingarfærum sem og munn- og tannheilsu. Þar má sérstaklega nefna minni munnvatnsframleiðslu sem hefur slæm áhrif á tannheilsu og það getur síðan haft áhrif á getu til þess að neyta matar (Baumgartner o.fl., 2015). Auk þess getur upptaka lyfja í líkamanum breyst vegna breytinga sem verða í meltingarfærum og þess vegna lengist sá tími sem líkaminn er að útskilja lyf. Því er sérstaklega mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum lyfja á aldraða þar sem verkun lyfja og aukaverkanir geta verið aðrar en hjá yngra fólki (Tucker, 2006) Með aldrinum aukast einnig líkurnar á ofþornun, bæði vegna minnkaðrar þorstatilfinningar en einnig vegna þess að framleiðsla líkamans á reníni og aldósteróni, sem stýra vökvajafnvægi í líkamanum, getur minnkað með aldrinum. Þetta veldur auknu næmi fyrir salti í fæðu og eykur þannig hættu á bjúg og vökvasöfnun í líkamanum. Því þurfa nýrun meira magn vökva til að losa sig við salt úr líkamanum á sama tíma og fólk drekkur oft minna vegna minnkandi þorstatilfinningar (Tucker, 2006). Ráðleggingar um mataræði Í ráðleggingum Embættis landlæknis frá árinu 2014 er lögð áhersla á fjölbreytt fæði fremur en einstakar fæðu- tegundir. Samsetning næringarinnar skiptir meira máli en magn og lögð er áhersla á neyslu hollrar fitu og gæðakol- vetna. Þó er alltaf mikilvægt að huga að hitaeiningum en í töflu 1 er sýnt hvernig hitaeiningaþörf getur minnkað með aldrinum (Faghópur landlæknis um ráðleggingar um mataræði 2014). Þegar hugað er að því hvernig má uppfylla næringar- þörf aldraðs einstaklings er bent á hina einföldu reglu um hlutföll á matardiskinum. Disknum er skipt í 3 hluta, óháð skammtastærð, þar sem 1/3 eru próteinrík matvæli (fiskur, kjöt, egg eða baunir), 1/3 eru matvæli sem innihalda kolvetni (heilkornapasta, hýðishrísgrjón, bygg, kartöflur eða gróft brauð) og 1/3 eru grænmeti eða ávextir. Einnig er mælt með fiskneyslu tvisvar til þrisvar í viku og kjötmál- tíð tvisvar til þrisvar, ásamt grænmetis- eða baunarétti einu sinni (Faghópur landlæknis um ráðleggingar um mataræði, 2014). Samkvæmt leiðbeiningunum er hægt að koma í veg fyrir þörf á vítamín- og steinefnaneyslu í töfluformi með fjölbreyttu fæði, þó er nauðsynlegt að taka aukalega D-vítamín en ráðlagður dagskammtur D-vítamíns fyrir Íslending 70 ára og eldri er 20 míkrógrömm eða 800 AE (Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, 2013). Einnig er nauðsynlegt er að tryggja að kalkneysla sé hæfileg og nægja þá tvö glös eða skálar af mjólkurvörum á dag. Margir ávextir og grænmeti eru einnig ríkir af kalki, í 100 grömmum af rabbarbara eru t.d. 86 mg af kalki. Skortur á trefjaefnum og vökva auk hreyfingarleysis veldur því að margir aldraðir eiga við hægðatregðu að stríða. Ýmsir sjúkdómar og lyf auka svo enn frekar á þenn- an vanda. Það er því mikilvægt að tryggja neyslu nægilega mikillar trefjaríkrar fæðu og vökva til að ekki þurfi að nota hægðalyf. Þó er hættan oft til staðar, þegar munnheilsa er léleg eða fólk býr eitt, að það leitar í einfalda fæðu og mjúka sem þá er oft ekki eins næringar- og trefjarík. Natríumhluti matarsalts getur stuðlað að bjúgsöfnun og hækkun á blóðþrýstingi en hvort tveggja er algengt meðal aldraðra. Of hár blóðþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Með því að gæta að saltmagni fæðunnar er mögulegt að minnka notkun á blóðþrýstings- og þvagræsilyfjum og því er rík ástæða til að forðast ofnotkun salts í fæði aldraðra (Tucker, 2006). Mat á næringarástandi Ýmis matstæki hafa verið útbúin til að meta næringar- ástand einstaklinga. Einna mikilvægast er að þau séu auðveld í notkun og að sama matstækið sé alltaf notað til að fá niðurstöður sem hægt er að nota til samanburðar (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2007). Mælitækið „Kembileit til greiningar á vannæringu aldraðra“ er einfalt og fljótlegt TAFLA 1. Breyting á hitaeiningaþörf karla og kvenna með hækkuðum aldri. Konur Aldur Lítil hreyfing Meðalhreyfing Mikil hreyfing 61-74 ára 1770 hitaeiningar 2030 hitaeiningar 2270 hitaeiningar 75 ára og eldri 1700 hitaeiningar 1960 hitaeiningar 2220 hitaeiningar Karlar Aldur Lítil hreyfing Meðalhreyfing Mikil hreyfing 61-74 ára 2220 hitaeiningar 2530 hitaeiningar 2870 hitaeiningar 75 ára og eldri 2010 hitaeiningar 2290 hitaeiningar 2580 hitaeiningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.