Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 6
6 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Íbúar á hjúkrunarheimilum með hegðunarvandamál, mat einkenna og meðferðarmöguleikar LANGLÍFI HEFUR aukist mjög á síðustu árum og því má gera ráð fyrir því að fleiri einstaklingar greinist með langvinna sjúkdóma af ýmsu tagi, svo sem heilabilun- arsjúkdóma, krabbamein og hjartasjúkdóma (Ogden, 2005). Algengasta tegund öldrunarsjúkdóma er heilabilun en sjúkdómar, sem valda heilabilun, eru yfir 50 talsins (Ogden, 2005). Algengasti heilabilunarsjúkdómurinn er Alzheimers-sjúkdómur og má rekja 55% allra heilabilana til hans (Ogden, 2005). Einkenni heilabilunarsjúkdóma eru margvísleg og hafa víðtæk áhrif á líf einstaklingsins. Algengust eru svokölluð atferlis- og taugasálfræðieinkenni en það er safn ákveðinn- ar hegðunar eða sálfræði einkenna sem greina má hjá einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma (Gerdner, 2010). Talið er að hægt sé að greina atferlis- og taugasálfræðiein- kenni hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun (Yu o.fl., 2006). Meðferð við þessum einkennum getur verið flókin og sérstaklega í ljósi þess að meðferðin krefst einstaklings- bundinnar nálgunar þar sem engin ein meðferð hentar öllum (Kales o.fl., 2015). Rannsóknir hafa leitt í ljós að atferlis- og taugasál- fræðieinkenni hafa mikil áhrif á líf og liðan einstaklingsins og á þá umönnun sem hann fær bæði í heimahúsum sem og á hjúkrunarheimili. Þetta eru þau einkenni sem fjölskyldumeðlimum og umönnunaraðilum finnst hvað erfiðast að meðhöndla og leiða oft til þess að einstak- lingurinn leggst inn á hjúkrunarheimili (Dettmore o.fl., 2009). Algengt er að meðhöndla atferlis- og taugasálfræði- einkenni með geðdeyfðarlyfjum ýmiss konar en einnig er notkun fjötra algengari hjá þessum skjólstæðingahópi en öðrum (Dettmore o.fl., 2009). Komið hefur í ljós í rannsóknum að skilningur umönnunaraðila á orsökum og eðli hegðunarvanda og annarra atferlis- og taugasálfræði- einkenna er oft og tíðum lítill. Það leiðir svo til aukins álags, úrræðaleysis og mikillar streitu fyrir umönnunar- aðila, auk þess að hafa áhrif á gæði umönnunarinnar sem einstaklingurinn nýtur (Lemay og Landreville, 2010). Mjög mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra sem annast einstaklinga með heilabilun að meta einkenni um hegðunarvanda hjá íbúum á hjúkrunarheimilum, tíðni vandans og styrk og greina hvaða þættir hafa þar áhrif. Þetta er afar mikilvægt til þess að hægt sé að veita mark- vissa hjúkrunarmeðferð sem bætir líðan og daglegt líf íbúa á hjúkrunarheimilum og sem dregur úr streitu og álagi á aðstandendur og umönnunaraðila (Smith o.fl., 2004). Atferlis- og taugasálfræðieinkenni Hegðunarvandi er hluti af svokölluðum atferlis- og taugasálfræðieinkennum sem eiga sér stað hjá einstak- lingum með heilabilunarsjúkdóma. Um er að ræða safn ákveðinnar hegðunar eða sálfræði einkenna sem birtast á ólíkan hátt eftir einstaklingum. Algengustu einkennin eru þunglyndi, kvíði, ofskynjanir, ranghugmyndir, óróleiki, árásargirni, sinnu- leysi, svefntruflanir og innsæisleysi eða hvatvísi (Kales o.fl., 2015). Nánast allir einstaklingar, sem greindir eru með heilabilunarsjúkdóm, finna þessi einkenni einhvern tímann á sjúkdómsferlinu (Lyketsos o.fl., 2011). Einkennin hafa tilhneigingu til að koma í köstum eða tímabilum og getur hvert tímabil varað í sex mánuði eða lengur (Kales o.fl., 2015). Óróleiki og árásargirni Óróleiki er vítt hugtak sem notað er yfir hegðun sem lýsir sér með endurteknu atferli eða munnlegri tjáningu. Hvernig óróleiki birtist er mjög mismunandi eftir einstak- lingum en getur verið til dæmis að endurtaka ákveðna hreyfingu, svo sem að nudda saman höndum, unna sér ekki hvíldar, klæða sig úr og í og finna fyrir tilfinningalegri streitu. Óróleiki eykst oft og tíðum þegar sjúkdómurinn ágerist og getur án inngripa og meðferðar í sumum tilvikum þróast út í árásargirni (Steinberg o.fl., 2008). Óróleiki, sem lýsir sér með endurtekinni munnlegri tjáningu, er ein algengasta birtingarmynd óróleika hjá fólki með heilabilun. Þessi tegund af óróleika er talin vera hvað erfiðust að takast á við og meðhöndla og veldur mikilli streitu bæði einstaklingnum sjálfum og umönnunaraðilum. Rannsóknir hafa sýnt tilheigingu hjá umönnunaraðilum að einangra þá sem sýna þessi einkenni eða meðhöndla með sterkum geðlyfjum (Lemay og Landreville, 2010). ÍBÚAR Á HJÚKRUNARHEIMILUM MEÐ HEGÐUNARVANDAMÁL, MAT EINKENNA OG MEÐFERÐARMÖGULEIKAR Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.