Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 42
42 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Stuðlað að góðum nætursvefni á hjúkrunarheimilum á líkamsstarfsemina. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar sem styðja það, hér verður greint frá viðamikilli íhlutun- arrannsókn þar sem áhrif gönguferða, styrktaræfinga og félagslegrar virkni á svefn voru rannsökuð meðal 193 íbúa á 10 hjúkrunarheimilum í Bandaríkjunum (Richards o.fl., 2011). Þátttakendur voru mjög misjafnlega staddir hvað sjálfsbjargargetu og vitsmunalega getu varðar, en oft eru það einmitt jaðarhóparnir sem eru skildir eftir í rannsókn- um af þessu tagi. Gerðar voru nákvæmar svefnrannsóknir í upphafi og að loknum sjö vikum þar sem gæði svefns og svefnstig voru metin, ásamt heildarlengd svefns og fleiri breytum til að meta gæði svefnsins. Rannsóknin stóð í sjö vikur þar sem bornir voru saman fjórir hópar. Hópur A gerði ákafar styrktaræfingar 3 daga vikunnar með lóðum og þyngdum eftir getu, ásamt því að fara í gönguferð eftir getu tvo daga vikunnar. Hópur B fékk einstaklingsmiðaða félagslega virkni í klukkutíma á dag fimm daga vikunnar. Hópur C fékk hvoru tveggja, líkamlega þjálfun og félags- lega virkni, og hópur D var samanburðarhópurinn sem fékk hefðbundna meðferð. Athygli vakti í niðurstöðunum að rétt tæplega helmingur þátttakenda reyndist vera með kæfisvefn en það reyndist mun hærra hlutfall en vitað var um fyrir mælingar. Jákvæðar breytingar komu fram á svefnmynstri og gæðum svefns hjá þátttakendum sem fengu eina gerð íhlutunar (hópar A og B) ásamt því að jákvæðar breytingar urðu á úthaldi og vöðvastyrk þátttak- enda sem stunduðu líkamsæfingar. Niðurstöðurnar voru meira afgerandi hjá hóp C sem fékk báðar gerðir íhlutunar, þ.e. hreyfingu og félagslega virkni. Svefninn batnaði því mest hjá hópi C þar sem heildarlengd svefnsins jókst um rúman klukkutíma að jafnaði og marktæk aukning varð á djúpsvefni þátttakenda (Richards o.fl., 2011). Blundað yfir miðjan daginn Að leggja sig yfir miðjan daginn er mjög algengt meðal íbúa hjúkrunarheimila. Ráðlagður blundur skal ekki vera lengri en 30 mínútur á dag, sem næst hádegi (ekki seinna en kl. 14) til að hafa sem minnst áhrif á nætursvefninn. Þannig bætir hann getu og virkni og dregur úr þreytu og magnleysi. Ef sofið er lengur en hálftíma á dag leiðir það til röskunar á nætursvefni og hefur neikvæð áhrif á heilsu eldra fólks og dregur úr gæðum nætursvefns og þannig lífsgæðum. Stundum er lengri blundur yfir daginn afleiðing af ónógum nætursvefni vegna undirliggjandi orsaka, s.s. kæfisvefns, þunglyndis o.s.frv., og þann víta- hring getur reynst erfitt að rjúfa en ekki ómögulegt (Li o.fl., 2014). Rannsókn á RAI-niðurstöðum 300 íbúa á húkrunar- heimili í Bandaríkjunum sýndi að yfir 70% sváfu meira en tvo tíma á dag, en það er mun hærra hlutfall en sýnt hefur verið fram á meðal aldraðra sem búa utan hjúkrunarheim- ila. Sýnt var fram á marktæk tengsl við meiri fjölda sjúkdóma, minnkaða vitræna getu, minni félagslega virkni og minni sjálfsbjargargetu þegar einstaklingarnir sváfu meira á daginn (Li o.fl., 2014). Félagsleg virkni er jafnan meiri hjá þeim íbúum sem eru hressari og hefur sú virkni, sem er í boði á hjúkrunar- heimilum, lengi miðast við þann hóp sem hefur meiri sjálfsbjargargetu. Áherslubreytingar undanfarinna ára hafa þó beinst að þeim sem búa við meiri vitræna skerðingu og skerta sjálfsbjargargetu. Nú fá þeir sífellt stærri hluta af þeirri félagslegu örvun og virkni sem er í boði á hjúkrun- arheimilum landsins, en betur má ef duga skal og sífellt má gera betur í þeim efnum. Lokaorð Aldraðir þurfa jafn mikinn svefn og þeir sem yngri eru en búa við töluvert skert gæði svefns, með styttri svefni og minni djúpsvefni. Fjölmargir undirliggjandi þættir, svo sem sjúkdómar og lyf, rýra gæði svefns hjá þessum hóp sem og hreyfingarleysi og of langur blundur yfir daginn. Æskilegt er að gera einstaklingsmiðaða meðferðaráætlun með nákvæmu mati í upphafi sem tekur mið af upplifun hins aldraða og móttækileika fyrir hugsanlegum úrræðum. Notkun svefnlyfja til lengri tíma hefur neikvæð áhrif á svefn en þar hafa áherslur undanfarinna áratuga gjarnan legið þegar verið er að fást við svefnvandamál á hjúkrunarheimilum. Þegar hlutfall svefnlyfja á fjölmörgum hjúkrunarheimilum var borið saman kom í ljós að það reyndist ekki vera í hlutfalli við skilgreind svefnvandamál íbúanna þannig að viðbrögð fagfólks við svefnvandanum skipta höfuðmáli. Mikilvægi hreyfingar og félagslegrar virkni fyrir aldraða íbúa hjúkrunarheimila hefur mikil áhrif á góðan nætursvefn. Það stuðlar að bættum lífsgæðum frá öllum hliðum séð og þar þurfa áherslur fagfólks sem starfar á hjúkrunarheimilum landsins að liggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.