Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 22

Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 22
bestar því það er ekki verið að búa til kemískar blöndur. En aftur á móti þurfum við oft kemískar blöndur svo hárið á okkur lokist, en það lokast ekki nema með silíkoni, en þá komum við aftur að því að silíkon er til frá stigi 1 og upp í 10 og best er að velja þær vörur sem inni- halda sem minnst silíkon,“ segir Hermann. Mikið áreiti á húðina Hann segir mikilvægt fyrir Íslend- inga að hugsa vel um hárið á sér og hársvörðinn. „Við búum á eyju þar sem er mikið áreiti á húðina eins og vindur, salt og miklar hitabreyt- ingar jafnvel sama daginn. Þess vegna er mikilvægt að passa hvað við notum á húðina, við þurfum að passa okkur á þessum efnum sem ég nefndi áðan en við þurfum líka að passa okkur á ilmefnum sem geta valdið kláða og ertingu í hársverðinum. Þá er betra að nota náttúruleg ilmefni úr olíum.“ Eitt ráð sem flestir kannast eflaust við er að setja aldrei hárnær- ingu í hársvörðinn. Hermann segir það gamalt og úrelt húsráð sem er líklega stór ástæða ýmissa vanda- mála í hársverði hjá Íslendingum. „Þetta ráð er svona 80% rangt og 20% rétt. Öll sjampó, sama af hvaða tegund þau eru, eru með miklu hærra pH-gildi en húðin og hárið okkar þurfa. Ástæðan er að til að sjampóið nái að leysa öll óhreinindi og olíur úr hársverðinum verður pH-gildið að vera hátt. Hárnæring er aftur á móti með rétta pH-gildið fyrir húðina og hárið og með því að setja hana í hársvörðinn jöfnum við sýrustig hans eftir hárþvott,“ útskýrir Hermann. „Þetta þýðir samt ekki að við eigum að nudda hárnæringu í hár- svörðinn. Við eigum að byrja að setja hana í endana og dreifa henni um hárið svo hún smiti sér út í hársvörðinn. Ef við setjum of mikla hárnæringu í hársvörðinn þá fitnar hárið svo þetta er alltaf spurning um að finna ballans.“ Auk þess að reka hárgreiðslu- stofurnar og vefverslunina og fræða fylgjendur á samfélagsmiðlum um ýmislegt sem varðar hárið hefur Hermann líka séð um hárgreiðslur fyrir Miss Universe Iceland keppn- ina og greitt hár fyrir auglýsingar, tímarit og sjónvarpsþætti. „Ég er alltaf í einhverjum verkefnum. En mér finnst skemmtilegast að pæla í vöruinnihaldi og miðla þekkingu til viðskiptavina.“ Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 30-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Hermann segir að uppruna-lega hafi hann fengið áhuga á hárgreiðslu þegar hann fylgdist með ömmu sinni setja rúllur í hárið þegar hann var lítill strákur. „Ég átti yndislega ömmu sem rúllaði upp á sér hárið og ég fylgdist oft með sem krakki og mér fannst þetta mjög heillandi og fallegt. Svo deyr amma mín mjög ung og það sat svo í mér að hafa misst þessa stund með henni að horfa á hana laga á sér hárið og hjálpa henni með rúllurnar. Það var það sem kveikti fyrst áhuga minn á hárgreiðslu,“ segir Hermann. „Ástæðan fyrir að ég fór svo að læra hárgreiðslu var dömublástur. Þegar ég var að læra greindist ég með ólæknandi sjúkdóm og þurfti alltaf að fara í lyfjagjöf á St. Jósefs- spítala. Ég æfði mig alltaf í blæstri á aðfangadag, þá komust margar konur af spítalanum ekki heim til sín svo ég æfði mig á að blása hárið á þeim. Ég hélt svo í hefðina til að muna af hverju ég fór að læra þetta og fór á St. Jósefsspítala og fékk eldri dömurnar til að kenna mér þetta almennilega því þær voru bestu kennararnir.“ Hermann segir að dömublástur sé enn í miklu uppáhaldi. „Mér finnst alltaf gaman þegar ég fæ til mín fallegar eldri konur og ég get blásið hárið á þeim og spjallað við þær á sama tíma. Ég fæ alltaf einhverja svona unaðstilfinningu og hugsa: Æi, hvað ætli amma sé að gera? dramadrottningin ég,“ segir Hermann og hlær. Óholl efni skemma fyrir hollu efnunum Eftir að Hermann fór að læra hárgreiðslu kviknaði líka áhugi á klippingu og litun en sérstaklega á innihaldslýsingu í hárvörum. „Maður þarf að vera með mjög meðvitaður um hvað maður er að nota í vörum. Þess vegna fór ég að reyna að læra hvaða efni eru slæm, hver góð og af hverju og hvernig við getum stuðlað að betri heilsu innan á hárinu og utan á hárinu,“ segir hann. „Þá komum við alltaf að silí- koni, súlfati og parabenum. Þessi efni eru til í stigum frá einum upp í tíu eftir hversu slæm þau eru. Og staðreyndin er bara sú að það er allt of mikið af professional hárvöru- merkjum í heiminum sem spara í innihaldinu hjá sér og nota ódýrar blöndur. Ef ég skoða innihaldið er kannski helmingurinn af efnunum slæmur efni og hinn helmingurinn góður. Þessi óhollu skemma alltaf meira fyrir þessum hollu.“ Hermann rekur Modus hár og snyrtistofu í Smáralind og Modus hárgreiðslustofu á Glerártorgi á Akureyri auk þess sem hann rekur vefverslunina Hárvörur.is og heldur úti Snapchat- og Insta- gramreikningi undir merkjum vefverslunarinnar. „Við erum með umhverfisstefnu í fyrirtækinu. Ef merkin falla ekki undir ákveðnar umhverfiskröfur sem við setjum okkur, þá getum við ekki selt vörurnar eða merkin. Við teljum okkur bera samfélags- lega ábyrgð gagnvart kúnnanum og gagnvart umhverfinu.“ Á Snapchat-reikningnum sem Hermann segir að hafi allt að 80.000 áhorf á viku gefur hann reglulega góð ráð um hárumhirðu og fræðir fólk um hvaða vörur er best að nota fyrir hárið. „Náttúrulegar vörur eru yfirleitt Áhuginn á hár- greiðlsu kvikn- aði hjá Hemma þegar hann var lítill strákur og fylgdist með ömmu sinni setja í sig rúllur. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ Hermann hefur tekið að sér að gera alls konar hárgreiðslur, hér er brúðargreiðsla eftir hann. Við búum á eyju þar sem er mikið áreiti á húðina eins og vindur, salt og miklar hitabreytingar jafnvel sama daginn. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.