Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 34

Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 34
Og hér erum við, tvær konur sem horfa björtum augum á næstu ár og komandi verkefni enda ekki annað hægt. KVARTZ er markaðsstofa sem aðstoðar fyrirtæki við að ná betri árangri m.a. þegar kemur að stafrænni nálgun, hönn- un, umsjón með samfélagsmiðlum og framleiðslu. „Í raun má segja að við séum flæðandi markaðs- deild sem aðstoðar fyrirtæki við markaðs- og kynningarmál. Við viljum miðla af reynslu, leiðbeina og þjálfa og aðstoða fyrirtæki við að koma hugmyndum og verk- efnum í framkvæmd,“ segir Lovísa og Unnur bætir við: „Við fundum strax fyrir mikilli eftirspurn fyrir- tækja sem voru að leita að persónu- legri þjónustu frá minni einingum sem hafa kost á því að veita ráðgjöf sniðna að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. En KVARTZ er einmitt þar og eru verkefnin því mjög fjöl- breytt og skemmtileg. Frá upphafi var hugmyndin með KVARTZ sú að vinna náið með hönnuðum, ljósmyndurum og upptökuteymi og hafa þar af leiðandi kost á því að velja rétta fólkið í verkefnin hverju sinni. Með þessu náum við að halda yfirbyggingunni í lágmarki sem að sjálfsögðu skilar sér í lægra verði.“ Unnur og Lovísa hafa starfað við auglýsingar, markaðs- og kynn- ingarmál í gegnum þau störf sem þær hafa gegnt undanfarin ár. „Við kynntumst einmitt á þeim vettvangi, ég var þá markaðsstjóri BESTSELLER og Unnur markaðs- fulltrúi hjá 365 miðlum. Við unnum saman að fjölda verkefna sem þróaðist svo mjög fljótt í gott vinasamband enda áhugamálin mjög svipuð,“ segir Lovísa. Grunnurinn að fyrirtækinu var lagður þegar þær hittust af tilviljun á göngu á Helgafelli. „Við fórum í kjölfarið að ræða nokkrar hugmyndir sem við höfðum báðar gengið með í maganum í þó nokk- urn tíma og vorum sammála um að það þyrfti að efla hlut kvenna á þessu sviði,“ segir Unnur. Þær hitt- ust því aftur stuttu síðar til þess að taka upp þráðinn og þá varð ekki aftur snúið. „Og hér erum við, tvær konur sem horfa björtum augum á næstu ár og komandi verkefni enda ekki annað hægt,“ segir Lovísa brosandi. Þarf kjark og þor til að taka skrefið Unnur og Lovísa vonast til að konur líti til fyrirtækja eins og KVARTZ eftir innblæstri til þess að láta drauma rætast og nýta þann mikla kraft sem býr í konum. „Það er staðreynd að það hallar verulega á okkur þegar við lítum til hlutfalls kvenna í stjórnenda- stöðum meðal annars í auglýsinga- og markaðsgeiranum. Það er alveg nóg pláss fyrir okkur og jafnara hlutfall er bara hollt fyrir okkur öll – það er engin spurning,“ segir Unnur og bætir við: „Eftir því sem við komumst næst erum við eina stofan þar sem eignarhald er eingöngu í höndum kvenna og við erum mjög stoltar af því, enda er staða kvenna á vinnumarkaði okkur hugleikin.“ Reynsla og áhugi á sölu og þjónustu Unnur og Lovísa hafa tekið að sér fjölbreytt verkefni auk þess að kenna námskeið í sölustjórnun hjá Markaðsakademíunni. Ásamt því hafa þær haldið sérsniðin nám- skeið fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu. „Að vinna með Markaðsaka- demíunni hefur verið mjög skemmtilegt og gaman að kynnast fjölbreyttu og flottu fólki sem starfar við sölu og þjónustu,“ segja þær. Á námskeiðinu hjálpa þær fólki og fyrirtækjum að efla og nýta þau tól sem til eru til að efla sölu og þjónustu innan sinnar ein- ingar. „Við teljum að það sé mikil þörf á námskeiði sem þessu enda hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar. Við hlökkum til að taka á móti næsta hópi þann 12. febrúar næstkomandi.“ En af hverju FKA? Þær segja FKA vera frábæran félagsskap kvenna úr öllum atvinnugreinum. „Það er virki- lega gaman að vera hluti af slíku tengslaneti en FKA styður kven- leiðtoga, styrkir og leiðbeinir. Við erum stoltar af því að vera hluti af FKA og hlökkum til að kynnast enn fleiri f lottum konum. Hlutfall kvenna í stjórnendastöðum er bara of lágt því miður, við þurfum að gera betur,“ segja þær stöllur að lokum. Markaðskonur láta til sín taka Lovísa Anna Pálmadóttir og Unnur María Pálmadóttir reka markaðs- og viðburðastofuna KVARTZ en þær sérhæfa sig í markaðs- og auglýsingaráðgjöf og stafrænni markaðssetningu. Lovísa Anna og Unnur María hjá KVARTZ nýta þekkingu sína og reynslu til að aðstoða fyrirtæki við markaðs- og kynningarmál. MYND/GASSI Rafiðnaðarsamband Íslands er stoltur bakhjarl UN Women RAFIÐNAÐARSTÖRF ERU LÍKA KVENNASTÖRF 12 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.