Fréttablaðið - 23.01.2020, Síða 45
Hvernig nýtir þú þína styttingu?
Vinnudagur félagsmanna VR styttist um 9 mínútur 1. janúar 2020. Ef ekki er búið
að semja um útfærslu á þínum vinnustað þá styttist vinnudagur þinn strax um 9 mínútur.
Kynntu þér mögulegar útfærslur á vr.is/9min
Á DAG
Á VIKU
Á MÁNUÐI3 51
54
9
Hvernig er samkomulagið
á þínum vinnustað?
Vinnudagur félagsmanna VR
hefur styst um 9 mínútur
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands sinnir stórum hópi einstaklinga á degi hverjum.
Hún þjónustar börn og fullorðna,
þá sem farið hafa í kuðungs-
ígræðslu, fólk með samþætta sjón-
og heyrnarskerðingu, suð fyrir
eyrum og aldraða sem eru farnir
að heyra illa. Einnig býður HTÍ
aðstandendum fræðslu og ráðgjöf.
Þar starfar fjöldi sérfræðinga, m.a.
heyrnarfræðingar.
„Heyrnarfræði er þverfagleg
grein sem tvinnar saman líffræði,
hugvísindi, eðlisfræði og tækni-
fræði. Sem vísindagrein snýst hún
um að rannsaka mismunandi
tegundir heyrnarskerðingar
og lögð er áhersla á að nálgast
endurhæfingu heyrnarskertra á
heildrænan hátt,“ segir Kristbjörg
Gunnarsdóttir.
„Heyrnarfræði snýst einnig um
að greina orsök heyrnarskerð-
ingar og afleiðingar hennar á líf
einstaklingsins og hvaða með-
höndlun hentar hverju sinni. Í dag
snúast rannsóknir vísindamanna
helst að því hvernig hægt er að
koma í veg fyrir heyrnarskerðingu.
Mikil tækniþróun er á þessu sviði
sem snýr að því að létta heyrnar-
skertum lífið,“ bætir Kristbjörg
Pálsdóttir við.
Þær eru sammála um að starf
heyrnarfræðings sé fjölbreytt og
áhugavert. Það felst m.a. í heyrnar-
mælingu, ráðgjöf um val og still-
ingu á heyrnartækjum og öðrum
hjálpartækjum, sem og skipu-
lagningu á endurhæfingu.
„Við vinnum með einstakl-
ingum á öllum aldri, með allar
tegundir heyrnarskerðingar. Hægt
er að sérhæfa sig á ákveðnum
sviðum, svo sem heyrnarskerð-
ingu barna, kuðungsígræðslu,
tinnitus, heilastofnsmælingum og
fleiru,“ segir Kristbjörg Pálsdóttir.
Nafna hennar bætir við að
þróun á sviði heyrnarfræðinnar
sé hröð, bæði hvað varðar tækni
og læknisfræði. „Góð undirstöðu-
þekking á heyrnarfræði er nauð-
synleg til að tileinka sér nýja tækni
og geta um leið horft gagnrýnum
augum á hana. Siðferði er mikil-
vægt í þjónustu við einstaklinga
með heyrnarskerðingu, líkt og hjá
öðrum heilbrigðisstéttum. Við
val á heyrnartækjum og öðrum
hjálpartækjum er t.d. nauðsynlegt
að þörf einstaklingsins sé höfð í
forgangi en ekki sölusjónarmið.“
Vantar fleiri heyrnarfræðinga
Þær segja brýna þörf á f leiri vel
menntuðum heyrnarfræðingum
þar sem þjóðin sé að eldast og
stöðug fleiri glími við heyrnar-
skerðingu. Vorið 2018 fengu
heyrnarfræðingar löggildingu
sem heilbrigðisstétt. Fagið er ekki
kennt á Íslandi en hægt er að fara
í nám t.d. til Svíþjóðar, Noregs,
Bretlands, Bandaríkjanna og
Ástralíu.
Kristbjörg Pálsdóttir er sérhæfð
í heyrnarskerðingu barna, endur-
hæfingu og fræðslu til foreldra. „Á
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
sjáum við um að greina heyrnar-
skerðingu hjá börnum og með-
höndla hana eftir þörfum hvers og
eins. Með tilkomu nýburaskimana
höfum við nú möguleika á að finna
heyrnarskerðingu fyrr og þá er
hægt að hefja meðhöndlun fyrr
sem eykur líkur á nær eðlilegum
málþroska. Sumir geta ekki nýtt
sér hefðbundin heyrnartæki
og hafa þá möguleika á að fara í
kuðungsígræðslu, bæði börn og
fullorðnir. Þá er rafskautum komið
yfir í kuðungi innraeyrans sem
örva þannig taugaenda heyrnar-
taugarinnar í stað hárfrumnanna.
Við erum líka með svokölluð
beinleiðnitæki, sem hjálpa þeim
sem glíma við miðeyrnavandamál
og geta ekki nýtt sér hefðbundin
heyrnartæki.“
Kristbjörg Gunnarsdóttir segir
heyrnarskerðingu hjá fullorðnum
vaxandi vanda þar sem fólk lifi að
jafnaði lengur nú en áður. „Heyrn-
arskerðing flokkast sem krónískur
sjúkdómur en þeir eiga það sam-
eiginlegt að breyta lífsgæðum og
lífsformi einstaklinga, oftast til
frambúðar. Ekki er einungis brýnt
að greina heyrnarskerðingu heldur
er endurhæfing líka mikilvæg.
Endurhæfing felur í sér marg-
þættar aðgerðir með það markmið
að bæta stöðu þess heyrnarskerta
í samfélaginu og stuðla að því
að viðkomandi læri að lifa með
henni. Aðgerðirnar eru og eiga að
vera einstaklingsmiðaðar og leiða
til þess að einstaklingurinn verði
sjálfstæður og virkur þátttakandi í
samfélaginu. Með hækkandi aldri
fjölgar þeim sem glíma við hvort
tveggja í senn; heyrnarskerðingu
og sjónskerðingu og það hefur
margföldunaráhrif á lífsgæði ein-
staklingsins.“
Vinna við að bæta lífsgæði fólks
Kristbjörg Gunnarsdóttir og Kristbjörg Pálsdóttir, heyrnarfræðingar hjá Heyrnar- og talmeina-
stöð Íslands, segja fagið áhugavert og fjölbreytt. Það snúist um lífsgæði barna og fullorðinna.
„Brýn þörf er á fleiri heyrnarfræðingum því þjóðin er að eldast og stöðug
fleiri glíma við heyrnarskerðingu,“ segja þær nöfnur hjá Heyrnar- og tal-
meinastöð Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 23 F I M MT U DAG U R 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 KONUR Í ATVINNULÍFINU