Fréttablaðið - 23.01.2020, Side 61

Fréttablaðið - 23.01.2020, Side 61
María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri Heil-brigðissviðs Hrafnistu- heimilanna, segir að markmið Hrafnistu sé að vera leiðandi í umönnun og þjónustu við aldraða og stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan heimilis- fólks. Gæði eru ekki aðeins metin með ýmsum mælitækjum heldur skiptir þarna máli persónulegt mat hvers og eins á hvað gæði eru. „Það mat er getur verið mjög ólíkt á milli einstaklinga og getur breyst frá degi til dags. Hrafnista býr yfir öflugu teymi starfsfólks og fjölbreyttum faghópi sem í eru ein- staklingar sem eiga það sameigin- legt að bera hag okkar íbúa fyrir brjósti og láta sér vellíðan okkar skjólstæðinga varða. Við erum einnig stöðugt vakandi yfir að styðja við aðstandendur sem eru að horfa upp á sinn ástvin veikjast, tapa getu og á stundum hverfa inn í sjálfan sig vegna heilabilunar,“ segir María. Hrafnistuheimilin nýta sér ýmsar leiðir til að meta gæði í þjónustu til sinna íbúa. Ein leiðin er svokallað RAI-mælitækið (Raunverulegur aðbúnaður íbúa), þar sem 400 spurningum er svarað þrisvar sinnum á ári fyrir hvern og einn íbúa af hjúkrunarfræðingi, sjúkraliða með sérnám, sjúkra- liða, félagsliða, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, lækni og starfsmanni í umönnun. Mælitækið gefi fagfólki niðurstöðu sem það vinnur með til að bæta líðan íbúa. „Starfsfólk Hrafnistu hefur það fram yfir önnur hjúkrunarheimili að geta leitað til stoðsviðs sem heldur utan um fagleg málefni sem þjónar öllum Hrafnistu- heimilunum, það er Heilbrigðis- svið Hrafnistu, og þar starfa auk mín sjö starfsmenn og hafa þeir ólík hlutverk.“ Lögð er áhersla á að vísa aldrei starfsfólki frá heldur aðstoða það við að finna lausn eða finna þann sem getur gefið svör. Heilbrigðissvið er hugsað sem fagleg viðbót við deildir Hrafnistu. Meðal verkefna sviðsins er að stýra 19 gæðateymum heimilanna. „Sviðið hefur starfað frá árinu 2015 og hefur það gefið góða raun að byggja upp sérfræðiþekkingu miðlægt sem deildir geta leitað til en ekki síður til að við lærum af hvert öðru.“ Hrafnista er stöðugt að skoða nýja hluti sem gætu aukið eða bætt núverandi þjónustu við sína íbúa eða einfaldað líf starfs- manna. Eitt af því sem Hrafnista er að skoða í þessu augnabliki er breskt kerfi sem heldur utan um nær alla þjónustu við íbúana og einfaldar fagfólki og stjórnendum að hafa eftirlit með veittri þjónustu. „Starfsfólk er opið fyrir að tileinka sér nýjungar hvort sem það er breytt verklag eða tækni sem ein- faldar okkur hlutina. Það er svo fal- legt hvað starfsfólk er óhrætt við að prófa, það má nefnilega alltaf hætta við. Markmið með allri tækni er að auka gæði og draga úr sóun hvort sem er í tíma, peningum eða öðru. Leiðandi í umönnun Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu segir að starfsmenn leggi sig alla fram daglega til að íbúum líði vel. María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistu- heimilanna, stýrir 19 gæðateymum Hrafnistu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Markmið með félagsstarf-inu er að auka virkni íbúa og koma í veg fyrir félags- lega einangrun. Á Hrafnistu búa einstaklingar með mismunandi áhugamál og á mismunandi aldri og því reynum við að hafa dag- skrána sem fjölbreyttasta og erum óhrædd að prófa nýja hluti. Fastir viðburðir eins og bingó, pílukast, boccia, pútt og dans er aðeins brotabrot af því sem er í boði,“ segir segir Rebekka Ingadóttir, for- stöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. „Hlutverk okkar á Hrafnistu er fólgið í að skapa nýjungar, bjóða upp á meiri fjölbreytni og vera opin fyrir öllum hugmyndum. Að geta boðið upp á fjölbreytta þjónustu í félagsstarfi svo flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi og innan síns áhugasviðs. Við nýtum okkur tæknina meira en áður, erum farin að nota You- tube t.d. þegar íbúar hjóla fyrir framan sjónvarp þar sem rúllar myndband og það er eins og þeir séu staddir í Kaupmannahöfn. Þetta færir fólki gleði, skapar umræður og hefur áhrif á að þau mæta oftar á hjólið og njóta betur. Við erum einnig að fikta okkur áfram með sýndarveruleika þar sem íbúar fá að upplifa nýja hluti og óuppfylltar langanir. Með nýrri kynslóð íbúa held ég að tæknin muni spila stærra hlutverk í félags- starfi á Hrafnistu en áður.“ Hún segir einnig mikilvægt að íbúar geti sótt sjúkra- og iðju- þálfun. Markviss þjálfun og hreyfing auki lífsgæði og viðhaldi líkamlegri og andlegri færni. „Íbúar geta sótt einstaklings- og/ eða hópatíma, allt eftir þörfum og áhuga. Félagsleg tengsl eru okkur öllum mikilvæg og geta meðal annars komið í veg fyrir einmana- leika. Það að hittast yfir kaffibolla, gera stólaleikfimi í góðum hópi eða spila brids við aðra færir okkur gleði og gefur okkur tilgang.“ Óhrædd við að prófa nýja hluti á Hrafnistu Með nýrri kynslóð íbúa mun tæknin, eins og Youtube, spila stærra hlut- verk í félagsstarfi á Hrafnistu en áður. Hrafnista er í fremstu röð þegar kemur að stofnun og uppbyggingu á nýju hjúkr- unarheimili og hef ég verið svo lánsöm að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu. Ég tel það mikilvægt að hjúkrunarfræðingar og annað fagfólk sem hefur þekkingu á starf- semi hjúkrunarheimila fái að taka þátt í svona verkefnum. Það er að mörgu að huga og svo mikilvægt að fólkið sem kemur til með að vinna á staðnum fái að taka þátt í hönnun á vinnuumhverfi sínu. Ég vil taka það fram að ég hef verið lánsöm með alla samstarfsaðila mína í þessu verkefni,“ segir Valgerður K. Guðbjörnsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Sléttu- vegi, sem verður opnuð 28. febrúar næstkomandi. Þá verður tekið í notkun nýtt og glæsilegt 99 rúma hjúkrunarheim- ili sem skiptist í níu einingar en 11 manns munu búa á hverri einingu. Einnig verður starfrækt dagdvöl sem er ætluð fyrir 30 einstaklinga. Lagt verður upp úr heimilislegri nálgun, sem dæmi er starfsfólk ekki í sérstökum vinnufatnaði heldur í sínum eigin fötum. Unnið verður eftir svokallaðri Hrafnistu hugmyndafræði þar sem leitast er við að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og skapa honum heimili og öryggi síðustu ár ævi sinnar. Hjúkrunarheim- ilið tengist þjónustumiðstöð þar sem eldri borgarar og öryrkjar í nágrenninu geta komið og sótt ýmsa afþreyingu. Í þjónustu- miðstöðinni verður starfrækt verslun, kaffihús, bar og annars konar þjónusta og getur fólk notið þess að setjast á kaffihús í fallegu umhverfi Fossvogsdalsins. „Ég hef fengið að taka þátt í mik- illi vinnu við að setja upp hjúkr- unarheimilið. Fyrstu dagar mínir fóru í að læra að lesa teikningar, hitta verktaka, arkitekta og fleiri fagaðila sem koma að svona stóru verkefni.“ Mæta þörfum einstaklinga Valgerður K. Guðbjörnsdóttir er for- stöðumaður Hrafnistu Sléttuvegi, sem verður opnuð 28. febrúar. Það hafa orðið miklar breyt-ingar síðan ég hóf störf við öldrunarþjónustu 1988. Fólk var mun hressara áður þegar það kom á heimilin, fóru í ferðalög erlendis og jafnvel dæmi um að íbúar hafi enn verið að hluta til á vinnumarkaðnum. Í þá daga var algengt að íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila byggju allt að 15-20 ár á heimilinu, man t.d. eftir konu sem var hjá okkur í 28 ár eða þriðjung ævi sinnar,“ segir Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi. Hún segir að dvalarrými séu að verða barn síns tíma. Í dag sé aukin áherslan á fá þjónustu heim því biðlistar inn á hjúkrunarheimilin séu að lengjast og álagið á aðstand- endur og bráðasjúkrahúsin sífellt að aukast. „Það er mikil þörf fyrir dagdvalir og hvíldarpláss meðal annars til að hvíla aðstandendur og eins til að létta biðina fyrir þá sem veikastir eru heima.“ Hún segir að íbúar hjúkrunar- heimila séu miklu veikari þegar þeir innritast í dag og eru styttri tíma á hjúkrunarheimilum. „Í dag má segja að fjölskylduhjúkrun sé aðalviðfangsefnið. Það eru oft f lókin fjölskyldumynstur og sam- settar fjölskyldur. Það er aukin áhersla á þverfaglegt starf hjúkr- unarfræðinga, sjúkraliða, lækna, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Fólk er að verða eldra með fjölkerfa vandamál og krónískir sjúkdómar eru fylgifiskar hækkandi aldurs.“ Hún bendir á að þrátt fyrir allar tækninýjungar og breytingar sem séu í farvatninu þurfi alltaf að hafa gott starfsfólk. „Það er orðin aukin áhersla á gæðastarf, verkferla og við erum að innleiða tækni sérstaklega til að halda utan um ýmiss konar gögn. Þá er mikil áhersla á innra og ytra gæðaeftirlit. Það er framkvæmt skipulagt mat á gæðum þjónust- unnar, unnið með niðurstöðurnar til að bæta þjónustuna enn frekar. Við mættum alveg vera komin lengra varðandi tæknimálin því að mínu mati er það óplægður akur. En þrátt fyrir alla tækni og að miklar breytingar hafi orðið þá er og verður gott starfsfólk alltaf númer eitt, tvö og þrjú enda er nærvera, hlýja, félagsskapur og virðing fyrir einstaklingnum og hans þörfum órjúfanlegur þáttur í heildrænni þjónustu.“ Þróun og breytingar í öldrunarþjónustu Þrátt fyrir alla tækni og breytingar þarf að vera gott starfsfólk því nærvera, hlýja og virðing fyrir einstaklingn- um og hans þörfum er órjúfanlegur þáttur í þjónustunni. Árdís Hulda, forstöðumaður Hrafn- istu Hraunvangi, segir mikla áherslu vera á innra og ytra gæðaeftirlit. Valgerður hefur komið að hönnun nýjustu viðbótar Hrafnistu. Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. Þrátt fyrir alla tækni og að miklar breytingar hafi orðið þá er og verður gott starfs- fólk alltaf númer eitt, tvö og þrjú. KYNNINGARBLAÐ 39 F I M MT U DAG U R 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 KONUR Í ATVINNULÍFINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.