Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 68
Litríkir, munstraðir kjólar og stuttir jakkar við buxur eru skilaboðin frá Armani fyrir komandi vor og sumar.
Ítalski tískuhönnuðurinn Giorgio Armani sýndi hátískuna fyrir vor og sumar komanda á tískuvikunni í París í fyrradag. Þar fór
hann með áhorfendur í ferðalag sem hófst á
malasískum flóamarkaði fyrir þrjátíu árum en
endaði á nýjum áfangastað í hliðstæðum alheimi
nútímans.
Við hönnun litríks kvenklæðnaðar fyrir
sumarið 2020 var Armani undir áhrifum þess
sem fyrir augu bar þegar hann skoðaði malasísk
munstur í teppum sem ofin voru og lituð
djúpum, undurfögrum litum. Þar keypti hann
sér munstrað og litríkt teppi sem hann saumaði
úr þrjá jakka sem hann notaði í sumartískuna
sína 1990 og segist Armani hafa heillast af
óskýrleika munstursins.
Hann segir hátískuna engan hægðarleik að
vinna en í þetta sinn hafi hann viljað leggja sér-
staka áherslu á kvöldklæðnað kvenna og gera
hann einstakan. Áhrifin eru exótísk, allt frá
kínabláu til smaragðsgræns með kynstrunum
öllum af skrautlegum útsaumi, mynstrum og
kristöllum. Stuttir jakkar og litríkar buxur;
einlitar, munstraðar eða bróderaðar fyrir fagra
sumardaga á meðan kvöldklæðnaðurinn var
f lóknari með léttri pilsaglennu til að þenja út
pils, útsaumuðu tjulli og löngum þráðum í
bláum og grænum kjólum, svörtum grunni og
rauðu og purpuralitu ívafi.
Exótískt sumar
frá malasískum
flóamarkaði
Vor- og sumartíska Armani er
undir heillandi áhrifum fram-
andi slóða; kvenleg, seiðandi
og til þess fallin að vekja
athygli fyrir dulúðugt litaval
og dáleiðandi munstur.
Buxur
Kjólar
Túnikur
Jakkar
Toppar
Bolir
Peysur
Str. 36-56
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
20%
aukaafsláttur
af allri útsöluvöru
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI
30-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM
DAG HVERN LESA
96.000
ÍSLENDINGAR
FRÉTTABLAÐIÐ
AÐ MEÐALTALI
HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP APR-JÚN 2019, 12-80 ÁRA,
ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019
FRÉTTABLAÐIÐ - MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R