Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 80

Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 80
Hátískuvikan í París Hátískuvikan í París fer nú fram en eftir mánuð fer svo fram almenna tískuvikan. Flíkurnar sem sýndar eru á hátískuvikunni eru framsæknari og ekki beint praktískar, enda meira ætlaðar fólki til innblásturs. Blár heitasti liturinn Blár hefur verið áberandi á sýning- um það sem af er hátískuvikunni í París. Má þar sérstaklega nefna sýn- ingu Armani Privé, þar sem nánast önnur hver flík var blá. Blár er greinilega heitasti liturinn á næstu misserum ef eitthvað er að marka hátískuvikuna, en hún setur tóninn fyrir stefnur og strauma í tísku. Stjörnurnar heimfæra þær svo á eigin stíl fyrir verðlauna- hátíðir. Því má gera ráð fyrir að blái liturinn verði mögulega áberandi á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar. Götutískan á hátískuviku Köflótt heldur greinilega velli á nýju ári ef marka má hvað helstu tísku- skvísur heims klæddust á götum Parísarborgar undanfarna viku. Skærlitaðar töskur voru greinilega vinsælar og bjartir litir verða áfram mjög vinsælir samkvæmt fatavali helstu tískuspekúlanta heims á hátískuvikunni í París. Breiðir og víðir jakkar voru að sama skapi áberandi. Blaðamenn og annað fólk úr bransanum flykkist til borgarinnar í janúar ár hvert til að fylgjast með. Blái liturinn var alveg sérstaklega áberandi í hátísku- línu tískurisans Armani, Armani Privé. MYNDIBR/NORDIC­ PHOTOS Það verður spennandi að sjá hvort einhver klæðist bláu frá hönnuðinum Ronald van der Kemp á Óskarnum. Franska hátísku- húsið Givenchy var líka með kónga bláan í sinni línu. Skær- litaðar töskur eru greinilega aðalfylgihluturinn um þessar mundir. Flottar við hverdags- lega klæðnað til að ,,poppa aðeins upp á lúkkið“. Köfl- ótt er búinn að vera vinsælt síðasta árið og það er greinilega ekkert að breytast. Alls ekki vera hrædd við að blanda honum við aðrar mynstraðar flíkur. Breiðar og brún- tónaðar síðkápur er eitthvað sem allar konur þurfa að eiga. Fullkomnar til að dressa síðkjólinn upp eða niður, með Converse og hettupeysu. 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.