Skírnir - 01.04.2005, Síða 132
130
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
klausu á eftir lýsingu Sverris.41 Það er í Flateyjarbók og klausan
er samanburður á Sverri konungi og föður hans, Sigurði Haralds-
syni:
Þat birtisk hér, sem oft reynisk, at eigi má faðerni manna marka at skap-
lyndi, því at þeir feðgar, Sigurðr konungr ok Sverrir, váru ólíkir í
skapshpfnum, því at Sigurðr var léttlátr ok ákaflyndr, en Sverrir var stað-
fastr ok stilltr vel, Sigurðr auðtryggr ok talhlýðinn, Sverrir varúðigr ok
vinvandr, Sigurðr hverfráðr ok mislyndr, Sverrir fastúðigr ok jafnlyndr,
Sigurðr óðlátr ok opinspjallr, Sverrir fastorðr ok fályndr, Sigurðr fáfróðr
ok fjplráðr, Sverrir ráðugr ok ráðvandr. En þó váru þeir í mprgu líkir.
Báðir váru stórráðir ok stórlyndir, hvárrtveggi hirðprúðr ok hœgir við
vini en stríðir við óvini, hvárrtveggi ástsæll við sína hirð ok fylgð, því at
báðir váru þrautgóðir, ok váru þeir mestir vinir hvárratveggju er kunnast-
ir váru þeira háttum (181. kap.).42
Hér er bæði sagt frá því sem er líkt með feðgunum og hinu sem er
ólíkt. Kemur Sverrir ólíkt betur úr þeim samanburði, hefur flesta
kosti góðs höfðingja en Sigurður fáa. Ef betur er gáð er það sem er
líkt með feðgunum fremur yfirborðslegt. I raun og veru eru þeir
ekkert líkir.
Ekki væri þetta í sjálfu sér einkennilegt nema vegna samheng-
isins. Sverrir hefur alla ævi þurft að lifa við orðróm um að hann sé
ekki sonur Sigurðar konungs. I sögunni hefur allt kapp verið lagt
á að hafna þeim orðrómi en þess í stað hefur verið hæðst að öðr-
um konungsefnum. Mætti því ætla að hér væri nokkur áhætta tek-
in. I sjálfu sér er ekkert sérstætt að feðgar séu ólíkir. En þegar
svona stendur á gefur ekki auga leið að söguhlýðendum sé ætlað
að draga sína ályktun: Nú, þeir eru ekkert líkir? Merkir það að
Sverrir konungur hafi alls ekki verið sonur Sigurður munns?
41 Þar sem niðurlag Sverris sögu vantar í AM 327 4to er erfitt að dæma hvort þessi
klausa sé ættuð úr eldri gerðum verksins (en hún er hvorki í Eirspennli né Stað-
arhólsbók). Að mati Indrebos stendur Flateyjarbókartextinn yfirleitt næst text-
anum í AM 327 4to, þó taldi hann þennan kafla innskot („Innleiding", xxxviii
og li). Fyrir því notar hann fremur loðin rök en eftir stendur efi um að þessi
klausa sé úr Sverris sögu Karls ábóta.
42 Sverris saga (Flateyjarbók), 700-1. Stafsetning er hér samræmd af greinarhöf-
undi.