Skírnir - 01.04.2005, Qupperneq 209
SKÍRNIR
ÍMYND (OFUR)KARLS
207
spyrja hvort þau hafi ekki einfaldlega dregist hvort að öðru. Guðjón fjall-
ar síðan allítarlega um árin tólf sem Ingibjörg sat í festum heima á Islandi
og reynir að útskýra hvers vegna af hjónabandi þeirra gat ekki orðið fyrr
en árið 1845.24 Hann lýsir sambúð þeirra hjóna sem góðri, kemur að
henni aftur og aftur um leið og sögunni vindur fram og ætíð birtist Ingi-
björg sem konan sem stendur fast að baki manni sínum.25 Taka má eitt
dæmi, en það er lýsing Guðjóns á því þegar Jón situr sveittur við að
skrifa svargrein við ritgerð Larsens um ríkisréttarlega stöðu Islands, sem
kom út árið 1855. Hér er það eiginkonan sem reynir að létta undir: „Ingi-
björg kemur hljóðlega inn með bakka og færir manni sínum te og brauð.
Hún strýkur honum ástúðlega um höfuðið áður en hún fer aftur út, jafn-
hljóðlega og hún kom. Ingibjörg hefur fullan skilning á að maðurinn
hennar þarf vinnufrið.“26
Af framansögðu má ljóst vera að Guðjón er almennt ekki haldinn því
sem kalla mætti kynblindu, þ.e.a.s. viðhorfi sem lýsir sér í því að fólk neit-
ar að horfast í augu við mismunandi völd og viðhorf til kynjanna. Á hinn
bóginn er ljóst að hann lætur allnokkur tækifæri ónotuð til að greina
kynjafræðilega þær upplýsingar sem hann lætur lesendum í té. Við getum
tekið eitt dæmi. Guðjón minnir lesendur sína á það - við þrjú ólík tæki-
færi - að samkomur íslendinga í Kaupmannahöfn hafi í raun ekki verið
opnar konum. Guðjón segir t.d. á einum stað: „Ingibjörg fer hins vegar
aldrei með manni sínum á veitingastaði eða íslendingafundi. Þar láta kon-
ur ekki sjá sig“.27 Hér gefur Guðjón lesendum sínum mikilvægar upplýs-
ingar eða vísbendingar, nokkuð sem Páli Eggerti hefði líklega aldrei dott-
ið í hug að gera. En Guðjón notar þær samt ekki til þess að útskýra hvern-
ig á þessari fjarveru kvenfólksins stóð. Hér hefði hann getað drepið á
sögu kaffihúsanna, fjölmiðlanna og frjálsu félagasamtakanna, minnt les-
endur á að þau voru hluti af framrás þess sem kallað er á ensku the pub-
lic sphere, á þýsku Offentlichkeit, en á íslensku almannarýmið.28 Tilurð
24 Að þessu kemur Guðjón öðru hverju, sjá t.d. sama rit, bls. 150.
25 Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson II, bls. 16. Sjá einnig sama bindi, bls. 456
og 493.
26 Sama rit, bls. 127.
27 Sama rit, bls. 296. Sjá einnig um konur og samkomur í Guðjón Friðriksson,/ón
Sigurðsson I, bls. 356. Þá má geta þess að Guðjón nefnir hátíðarhöld Islendinga
í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardeginum 1874, sem voru eingöngu fyrir karla,
m.a. til að lækka tilkostnað þeirra, eins og það var orðað; sjá Guðjón Friðriks-
son,Jón Sigurðsson II, bls. 513-515.
28 Einnig hefur hugtakið verið þýtt á íslensku sem opinbera sviðið, almannasvið-
ið eða almannafærið.