Gríma - 24.10.1932, Síða 10
s
ÞÁTTUK AF HALLDÓRI KRÖYER
5. Frá peim bræðrum, Halldóri og séra Jörgen.
Þótt Halldór nyti jafnan skjóls hjá séra Jörgen
bróður sínum, þá kom þeim bræðrum ekki ætíð vel
saman, enda var Halldór oft ósvífinn í orðum við
bróður sinn. Séra Jörgen var mjög drykkfelldur,
sem fleiri á þeirri tíð, en ekki er þess getið um Hall-
dór að hann hafi drukkið mikið, eftir það er hann
kom frá Höfn.
Eitt sinn, sem oftar, áttu þeir bræður í orðahnipp-
ingum, þar til er Halldór segir: »Þú stekkur upp í
stólinn og rífst þar eins og andskotinn sjálfur, þér til
skammar og öðrum til andstyggðar, döflinum til at-
hlægis og guði til særingar«.
Jafnan talaði Halldór óvirðulega um presta og var
af almenningi álitinn trúlaus.
Einu sinni kom messufólk til kirkju, þar sem Hall-
dór var staddur fyrir í baðstofu. Ræddi messufólk um
ræðu prestsins, og heyrði Halldór á tal þess. Verður
honum þá að orði: »Mikið tala þeir um afturhvarf
og trú, þessir prestar, en ekki veit eg til hvers and-
skotans það er, í þessu kalda landi«.
6. Jaröarför Jóns króks.
Jón hét maður og bjó að Hólkoti í Helgastaðasókn;
var hann að auknefni kallaður krókur. Þegar Jón dó,
skyldi séra Jörgen jarðsyngja hann, en fyrir hönd
ekkjunnar stóð fyrir jarðarförinni mágur séra Jör-
gens, er Guðmundur hét, bóndi á Helgastöðum. Var
hann af flestum kallaður Brasilíu-Guðmundur, og
stóð svo á auknefni hans, að hann um skeið ætlaði að
flytja til Brasilíu, og gekkst fyrir því að smala á-
skriftum manna til Brasilíuferðar, en aldrei varð
$amt neitt af för sjálfs hans þangað. Eins og áður